Björgvin hefur enga ástæðu til að ljúga!

Mér finnst afskaplega ólíklegt að íslensku viðskiptaráðherra fari að blaðra um veika stöðu stöðu íslensku bankanna á fundi í byrjun september við breska fjármálaráðherrann.

Hvaða hugsanlega ástæðu hefur ráðherra til að segja þetta, þegar verið er að reyna að sannfæra Breta um að skipta Landsbankanum upp, þannig að við losnum við ábyrgð af lánunum? 

Ef satt reynist - sem mér finnst afar ólíklegt -þá á maðurinn að segja af sér!

Líklegra þykir mér að Bretarnir hafi notað þetta í pólitískum tilgangi, sem er það sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fram allan tímann!

Líkt og ljóst var frá byrjun var viðskiptaráðherra upplýstur um þessa Icesave reikninga um langan tíma og þar með Samfylkingin ein bera þau því ábyrgð á þessu líkt og Sjálfstæðisflokkurinn!


mbl.is Yfirlýsing viðskiptaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér skilst reyndar að Darling hafi haldið fram að hann sjálfur, það er Darling, hafi verið með áhyggjur af stöðu íslensku bankanna en að Björgvin hafi fullvissað hann um að ekkert væri að óttast.

En samkvæmt Björgvin þá átti þetta samtal sér aldrei stað, alveg nákvæmlega eins og Árni Matthíasson sagði aldrei við Darling að Íslendingar ætluðu sér ekki að standa við skuldbindingar sínar.

Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 21:50

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Gunnar: Já, ég er algjörlega sammála þér! Þarna eru Bretarnir á ferð enn eina ferðina!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband