28.10.2008 | 19:41
Elskum við eða hötum við'ana, blessaða, helvítis krónuna!
Fyrst skilgreining frá Seðlabanka Íslands:
Stýrivextir
Stýrivextir eru þeir vextir, sem yfirvöld nota til að reyna að hafa áhrif á markaðsvexti. Víðast eru þetta vextir á einhvers konar seðlabankaútlánum eða -innlánum. Tilgangur með hækkun slíkra vaxta getur verið að draga úr ofþenslu og verðbólgu eða hækka gengi gjaldmiðils. Hér á landi eru stýrivextir þeir vextir, sem Seðlabanki Íslands ákveður á fyrirgreiðslu við lánastofnanir í formi svokallaðra lána gegn veði (áður endurhverf verðbréfaviðskipti), en í þeim viðskiptum geta lánastofnanir fengið fé að láni frá Seðlabankanum í 7 daga gegn veði í skuldabréfum.
Og svo eitthvað frá mér:
Stýrivextir á Íslandi í dag
Ljóst er að stýrivextir á Íslandi í dag eru 18%. Hækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands í dag var upp á 6%.
Stýrivextir í Bandaríkjunum í dag eru 1,5%, eða 1/4 af hækkun stýrivaxta hjá Seðlabanka Íslands í dag.
Þetta jafngildir einnig því, að stýrivextir séu 12 sinnum hærri á Íslandi í dag en í Bandaríkjunum. Á sama hátt má segja, að stýrivextir á Íslandi í dag séu 4,8 sinnum hærri en innan ESB og um 3,5 sinnum hærri en í Noregi.
Munið, að yfirdráttarvextir í neðangreindum löndum og yfirdráttarvextir á krítarkortun o.s.frv. eru aðeins hærri en sjá má hér að neðan, en ekki afar mikið. Verðbólgustigið í löndunum segir heilmikið til um stýrivextina, því stýrivextirnir eru sjaldan eða aldrei lægri en verðbólgan, en þó eru auðvitað undantekningar frá þeirri reglu eins og öllum reglum.
Stýrivextir í nokkrum löndum
- Ísland - 18,00%
- ESB - 3,75%
- Bandaríkin - 1,50%
- Kanada - 2,25%
- Noregur - 5,25%
- Danmörk - 5,50%
- Svíþjóð - 4,25%
- Slóvakía - 3,75%
- Ísrael - 3,50%
- Kórea - 4,25%
- Nýja Sjálands - 6,5%
- Ungverjaland - 11,5%
- Víetnam -13,00%
- Indland - 8,00%
- Sameinuðu arabísku furstadæmin - 1,50%
- Kúvæt - 4,50%
- Kína - 3,87%
- Ástralía - 6,00%
![]() |
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.10.2008 kl. 19:43 | Facebook
Athugasemdir
Stýrivextirnir hanga ekki einu sinni í verðbólguhraðanum sem er tæp 26% nú. Bankarnir geta borgað þá meðan þeir fá að rukka skuldunauta sína um yfir 15% raunvexti sem gerir samtals 41% vexti! Reynið að heimta lækkun raunvaxta, drengir!
H G, 28.10.2008 kl. 21:47
Ég held að ákvörðun um ESB aðild og þar með upptöku evru myndi róa fólk niður. Það myndi kannski sjá að eftir 1-2 ára harðindatímabil væri björt tíð og blóm í haga framundan!
Að bjóða fólki eins og mér, sem er 46 ára gamalt upp á sama dansinn og frá 1978 til 1991 er að mínu mati ekki valkostur, við tökum því ekki enn eina ferðina - við erum orðin þreytt á þessu!
Við viljum venjulegt, rólegt, evrópskst, hversdagslegt líf - ekkert meira og ekkert minna!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.