29.10.2008 | 21:32
Sterkt til orða tekið eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.10.2008 kl. 13:02 | Facebook
Athugasemdir

Mér sýnist að þú hugsir sjálfstætt, en það er afar illa séð í öllum flokkum. Vandamálið er þessi bannsetta flokkshollusta, sem veldur því að fólk kýs sinn flokk þó það sé í mörgu ósammála veigamiklum áhersluatriðum - að því að virðist til þess eins að "hinn" flokkurinn fái ekki atkvæðið. Mér finnst hins vegar sjálfstæð hugsun og flokkshollusta vera ósamræmanleg.
Ég hef aldrei skilið hvers vegna almenningur sem ætlar sér engan frama í flokksstarfi gerist flokksbundið. Með því einu er fólk jú búið að skuldbinda sig að vissu leiti til að styðja viðkomandi flokk í kosningum.
Þegar og ef ég kýs, þá kýs ég þann sem er mér mest að skapi í það skiptið. Ef mér líkar ekki við neinn skila ég auðu.
Varðandi vandamál með forustu flokka, þá eigið þið við sama vanda og samfó og verið að leysa það á sama hátt, með því að gera smá byltingu. Annars verður ástandið óbreytt. Ég held að stundum sé klofningur það besta sem komið getur fyrir stjórnmálaflokk!
Haraldur Rafn Ingvason, 29.10.2008 kl. 22:24

Sæll Haraldur
Er að stelast til að svara þessu í vinnutímanum, en það er jú að nálgast hádegi, en ég er ekki nema nokkrar mínútur að henda þessu upp!
Ég er ósammála þér, þótt ég skilji þína persónulegu afstöðu. Starf grasrótar stjórnmálaflokka er ótrúlega mikilvægt og ég hef fundið mig í því starfi undanfarin ár, bæði á sviði sveitarstjórnarmála og landsmála. Óánægja mín hefur til þessa ekki rist djúpt, þótt ég hafi ekki verið sammála öllu sem flokkurinn gerði. Ég er raunsæismaður og sé að ég get ómögulega verið sammála öllu sem svo stór flokkur vill.
Ég myndi segja að ég væri langmest sammála Sjálfstæðisflokknum af öllum flokkum og þessvegna hef ég kosið og starfað fyrir þann flokk.
Ég er hægri maður og því er þessi flokkur eini valkosturinn í stöðunni! Það er hægt að hafa einhver bein áhrif með því að starfa í grasrót stjórnamálasamtaka, en með því aðeins að kjósa hefur maður aðeins val um að velja eða hafna flokki.
Ef maður t.d. vill breytingar innan hægri stefnunnar er eini möguleikinn að fá stefnu Sjálfstæðisflokksins breytt og nákvæmlega það er ég að gera þessa daga með því að berjast fyrir breyttri afstöðu flokksins gagnvart ESB.
Eins og stendur gengur það afburða vel hjá mér og mínum samherjum innan flokksins - líkt og skoðanakannanir benda á!
Þegar við höfum skipulagt okkur betur innan flokksins - en andstæðingar ESB eru mjög vel skipulagðir innan flokksins og eru t.d. með flokksforystuna og þingflokkinn að baki sér - þá reikna ég okkur stóran séns í baráttunni um völd og stefnu Sjálfstæðislflokksins. Þetta mun gerast á næstu mánuðum, en í síðasta lagi fyrir næstu kosningar. Þá munu ESB sjálfstæðismenn bindast böndum og berjast fyrir sínu máli innan flokks sem utan. Þá hafa sjálfstæðismenn kost á því í prófkjöri að velja um ESB menn eða þá sem eru á móti líkt og núverandi forusta (að Þorgerði undanskilinni) og þingflokkur er.
Verði slíkt á einhvern hindrað mun flokkurinn klofna, svo einfalt er það nú, og við munum vera með "hægri krata ESB flokk" úr að velja á hægri væng stjórnmálanna.
Sá flokkur mun fá mikið fylgi, því fólkið er til í breytingar og fólkið ræður á endum, hvað sem hver segir!
Ég hef trú á að forystumenn hafi nú þegar séð að sér og séu að ná kúrvunni!
Það verður ótrúverðugt fyrir þingmenn flokksins í dag að þykjast allt í einu hafa skipt um skoðun, af því að fylgi flokksins hefur hrapað og þeir hugsanlega að detta út af þingi.
Fólk mun ekki kjósa fólk, sem er með slíkan hringlandahátt í málflutningi sínum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 12:02

Sæll Guðbjörn, ég hef lesið upp til agna allt það sem þú hefur veið að skrifa á undanförnum vikum - og skil þig fullkomlega. Þetta er með öllu óþolandi ástand og verður ekki liðið öllu lengur. Til dæmis tilvitnun þín í Sigurð Kára. staðfestir að í forustusveit Sjálfstæðisflokksins eru þó nokkrir kolruglaðir einstaklingar sem þjóðin hefur ekki efni á. Hvað sagði Hannes Hólmsteinn ekki í viðtali á Stöð 2; að Sjálfstæðismenn væru ekki svo pólitískir...þeir vildu bara græða á daginn og fara svo að grilla á kvöldin. Það eru einmitt þær lyddur sem við verðum að losa okkur við úr stjórnsýslunni... áður en þeir grilla okkur.
Atli Hermannsson., 30.10.2008 kl. 12:10

Ég óska ykkur bara góðs gengis í slagnum við steingerfingana. Það sem hefur einmitt valdið mér mestum vonbrygðum á undanförnum árum er hve lítið hefur breyst við innkomu yngra fólks í þingið. Hugsjónirnar og sjálfstæða hugsunin virðist allt og oft víkja fyrir "liðsheildinni" - jafnvel þegar þingmeirihlutinn er jafn sterkur og nú.
Hægri krata (Alþíðu)flokkur með ferskar hugmyndir gæti sópað að sé fylgi - sérstaklega eftir þetta mesta klúður íslandssögunnar. Næstu kosningar verða áhugaverðar
Haraldur Rafn Ingvason, 30.10.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Viðurkenni, að ég er bullandi meðvirkur ...
Ég vil byrja á að taka fram, að ég er flokksbundinn sjálfstæðismaður og mjög virkur þáttandi í flokknum. Ég er sennilega það sem kallað eru íhaldsmaður og stefna Sjálfstæðisflokksins er mín stjórnmálastefna, sem ég aðhyllist fölskvalaust. Þrátt fyrir það er ég búinn að aðhyllast ESB aðildarviðræður í rúmlega eitt ár. Ég sé ekkert ósamræmi í þessu tvennu og þar er ég ekki einn á báti, því samkvæmt nokkrum skoðanakönnunum er rétt rúmur helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynntur ESB aðild og stuðningsmönnum fer frekar fjölgandi en fækkandi.
Áhugaleysi forystu flokksins
Ég verð að viðurkenna, að ég er svolítið hissa þessa dagana hversu margir í forystu Sjálfstæðisflokksins - og margir sjálfstæðismenn yfirleitt - virðast ekki hafa nokkurn áhuga á að vita hvað meirihluti kjósenda flokksins vill. Gildir þar einu, hvort um er að ræða afstöðu venjulega sjálfstæðismanna til uppgjörs varðandi, hver ber ábyrgð á falli bankanna og efnahagskreppunni, gamla kvótakerfið, ESB aðild eða einhver önnur ágreiningsatriði innan flokksins!
Af nornaveiðum, brottkasti og ESB bákninu
Eðlilegt uppgjör við þá, sem ábyrgð bera á núverandi ástandi er kallað "nornaveiðar" og má alls ekki fara fram, heldur á að reyna að þagga þetta niður og fela hvað í raun gerðist undanfarin 3-4 ár.
Stórgallað fiskveiðistjórnunarkerfi er lofað og prísað, þrátt fyrir að allir viti, að kerfið virkar alls ekki nógu, hvað vernd fiskistofnanna varðar auk þess sem þjóðin þurfti að horfa upp á sína "eign" úthlutað oft á tíðum á vafasömum forsendum.
Þegar ESB aðild ber á góma er gaman að fylgjast með svörum minna forystumanna. Aðildin er ýmist ekki á dagskrá eða á dagskrá. Ef hún er á dagskrá, þá hefur hún líka alltaf verið á dagskrá og að auki mikið áhugamál forystufólks flokksins. Sumir segja að endurskoða verði afstöðu flokksins innan nokkurra mánaða, en aðrir segja að það eigi að gera innan nokkurra ára á meðan enn aðrir vilja helst aldrei ganga í ESB. Allar þessar skoðanir hafa birst undanfarna daga, t.d. í samtölum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Geir H. Haarde í dag og Árna Johnsen á Alþingi í dag. Viðtalið við Sigurð Kára Kristjánsson í morgun var þó merkilegast af þeim öllum, því í einu og sama viðtalinu lýsti hann yfir áhuga á að skoða aðild að ESB þegar allt væri komið í lag eftir nokkur ár, en hafði einnig áhuga á að skoða málin fljótlega í ljósi breyttra aðstæðna eða jafnvel að ganga aldrei í ESB, þar sem aðild hentaði okkur hreinlega ekki - það var engu líkara en maðurinn væri geðklofa!
Blanda af ólýðræðislegum hugsunarhætti og algjöru áhugaleysi á skoðunum umbjóðenda sinna
Þessi ólýðræðislega hegðun og áhugaleysi forystumanna Sjálfstæðisflokksins á skoðunum þeirra, sem þessir menn hafa umboð sitt frá, er flokknum hreint út sagt stórhættulegt. Ég vil taka það fram, að ég vil alls ekki að mínir forystumenn verði lýðskrumarar á borð við forystu Samfylkingarinnar, en einhvern milliveg hlýtur að vera hægt að finna.
Það skal í ykkur, hvort sem þið viljið þetta eða ekki!
Þetta minnir mig óneitanlega á þegar ég var barn. Pabbi minn var togaraskipstjóri og fólk á mínu heimili sat og stóð eins skipstjórinn sagði. Það var aðeins borðað á "glasi" - klukkan 12.30 og 18.30 og það var heragi á heimilinu, þegar hann var heima. Við dáðum og elskuðum auðvitað "kallinn" hann pabba og fannst þessi "milíterismi" skemmtileg afþreying frá "liberalisma" mömmu, því á þessum tíma voru sjómenn eiginlega alltaf úti á sjó.
Er pabbi var heima var fiskur í flest mál og þegar við bræðurnir vorum búnir að fá nóg af fiskinum og mótmæltum, þá hló pabbi og gerði að gamni sínu - en var að sjálfsögðu fullkomin alvara. Hann sagði - líkt og forystumenn Sjálfstæðisflokksins í dag:
"Þetta skal í ykkur, hvort sem þið viljið þetta eða ekki!"
Þessi merkilega ólýðræðislega hegðun af hálfu forystumanna Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár - sem maður samþykkti sem krakki - er farin að pirra mig svo um munar núna þegar maður hefur aðeins fullorðnast!