Rannsókn skal hafin strax af sérhæfðum erlendum aðilum

 

Það á helst ekki að gera neinum Íslendingi að rannsaka þetta mál. Landið er svo fámennt að það er alltaf um vensl eða önnur tengsl að ræða manna á milli. Því segi ég að best sé að fá erlenda rannsóknarmenn, en hafa síðan Íslendinga, sem aðstoða þá. Þannig er ekki hægt að saka rannsóknarmennina um að þeir séu í hefndarhug og komist verður hjá eftirköstum.

Þrátt fyrir að ég hafi frá fyrstu stundu barist fyrir mjög nákvæmri og heiðarlegri rannsókn - "þar sem allt verður að koma upp á borðið", líkt og menntamálaráðherra sagði - þá skulum við minnast þess hvernig ástandið var í Noregi eftir stríðið, þegar vantraust og ásakanir einkenndu landið í mörg ár.

Við megum ekki gleyma því, að allt þetta fólk, sem hugsanlega hefur eitthvað brotið af sér eða hefur gert eitthvað löglegt en siðlaust, mun líklega áfram byggja þetta land með okkur. Þótt það komist sumt hvert ekki til valda og áhrifa aftur, má hatrið ekki vera slíkt að fólkið og fjölskyldur þeirra óttist um líf sitt og limi eða geti ekki - þegar fram líða stundir - hjálpað okkur við að greiða niður skuldirnar og kom okkur aftur í fremstu röð.

Ég vil að við högum okkur eins og siðmenntuð þjóð  og hröðum rannsókn á þessum máum og hugsanlegum lögreglurannsóknum og dómsmálum sem mest má til að þjóðin finni aftur til innri friðar og geti hafið það uppbyggingarstarf, sem framundan er.


mbl.is Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er það skynsamlegasta sem ég hef lesið hingað til um úrvinnslu þessara mála

Guðrún (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:14

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

tek undir þetta hjá þér - nú þarf líka að passa strax að td bankastjórar sem og þeir sem sækjast eftir ábyrgðarstöðu(m) séu með hreint borð  - bara að hafa það á hreinu STRAX enginn afláttur gefinn

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2008 kl. 09:01

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vandamálið er að það fyrirfinnst varla nokkur hræða í þessum bankabransa sem er ekki involveruð í sukkið. Þessvegna eru verið að tjasla upp á þetta lið svo það geti haldið áfram að vinna þarna, og á svo fólk að trúa því að sami banki með sama nafni og sama starfsfólki muni ekki líka enda í gjaldþroti? Ég hvet þá semeru ósáttir við þetta að hætta að borga lánin sín, aðeins með víðtækri samstöðu er hægt að brjóta á bak aftur auðvald fárra glæpamanna.

En það þarf ekkert endilega erlenda sérfræðinga til að fara yfir þetta, ég gæti t.d. vel hugsað mér að taka að mér slíkt verkefni, að sjálfsögðu með aðstoð góðra manna sem ég myndi velja í rannsóknarnefnd. Ég hef aldrei unnið í banka, aldrei átt verulegar eignir eða haft aðkomu stjórnun og rekstri fyrirtækis, og hef akkúrat engin pólitísk hagsmunatengsl. Ég er atvinnulaus núna og hef því nægan tíma til að sinna þessu. Rannsóknarhagsmunir myndu mótast af mínum persónulegu hagsmunum eingöngu, sem eru fyrst og fremst þeir að hér verði byggilegt land í framtíðinni fyrir börnin mín þrjú og hugsanleg barnabörn.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.11.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála öllu að ofan. Annað hvort þarf erlent fólk til að skoða dæmið eða Bofs. kannski Bofs hjálpi þeim erlendu. Það þarf allavega að skoða þetta og tryggja að þessar náætur komist aldrei aftur í líkhúsið.

Villi Asgeirsson, 5.11.2008 kl. 14:32

6 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Fyrrum bankastjórar eru víst enn að störfum í og utan við bankana en á þeirra vegum þó. Af hverju? Hvers vegna eru bankarnir ekki settir í gjaldþrot? Engu er líkara en að eyða eigi þeim sönnunum sem kostur er, áður en erlendum rannskóknaraðilum er hleypt í málið. Hvað er ríkisstjórn, FME og saksóknari bankamála (Valtýr) að hugsa (framkvæma)? Eru spor sukksins of óþægileg eins og þau eru í dag fyrir ráðandi öfl þessa lands?

Hreggviður Davíðsson, 5.11.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Heidi Strand

Ég er alveg sammála þér Guðbjörn.
Til þess að við getum lifað hér áfram í sátt og samlyndi, er nauðsýnlegt að hreinsa til og fólk þarf að axla ábyrgð og taka  afleiðingar gerða sinna, annars verður hér eilíft stríðsástand.

Heidi Strand, 5.11.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband