Staðan mun betri en fjölmiðlar og vinstri menn hafa haldið fram ...

Í gær var ég á stjórnarfundi hjá BSRB. Á fundinum var áætlun ríkisstjórnarinnar um viðbrögð við efnahagshruninu kynnt af Tómasi Brynjólfssyni, sérfræðingi núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnar á nýlegri efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu forsætisráðuneytisins. Kynningin var eitthvað það besta efni sem ég hef séð um þessi mál og ætti í raun að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga.

Á undanförnum vikum hef ég séð þrjá afburðamenn fjalla um efnahagshrunið af einhverju viti. Það voru fyrrnefndur Tómas Brynjólfsson, Mats Josefsson, sænskur ráðgjafi fyrri og núverandi ríkisstjórnar vegna uppbyggingar bankakerfisins í landinu og Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum ráðgjafi forsætisráðherra í efnahagsmálum. Allir voru þessir menn í sjálfu sér sammála um að framundan væri erfitt tímabil fyrir okkur Íslendinga, en staðan væri þó langt frá því að vera vonlaus. Í raun væri bjart framundan fyrir okkur Íslendinga. Þetta var staðfest af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í haust, þegar hann sagði að framtíðarhorfum Íslendinga væru öfundsverðar!

Allt frá því í haust hafa fjölmiðlar og stjórnarandstaðan klifað á eintómum neikvæðum fréttum. Fullyrt var að skuldir okkar væru svo miklar, að við Íslendingar værum bundnar á skuldaklafa um ókomna framtíð. Hæstur tölur, sem ég heyrði nefndar voru 2.400 milljarðar. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, því tölum frá forsætisráðuneytinu verða skuldirnar að öllum líkindum í kringum 1.000 milljarða króna. Samkvæmt Tómasi Brynjólfssyni er þetta um 70% af þjóðarframleiðslu okkar Íslendinga og hann bætti við að þá værum við með svipaðar skuldir og gerast að meðaltali hjá aðildarríkjum ESB.

Það fyndnasta var að Tómas Brynjólfsson sagði okkur á fundinum að í grunninn væri hann með sömu glærukynningu í gangi núna og hann hefur verið með í allt haust. Þær efnahagsráðstafanir, sem væru í gangi byggðust að sjálfsögðu á þeim samningi er gerður var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hann hefði ekkert breyst.

Líkt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sagði eru "áætlanir" nýju ríkisstjórnarinnar gamalt vín á nýjum belgjum. Tómas sagði að fjölmiðlar hefðu til þessa sýnt sannleikanum lítinn áhuga og frekar grafið upp einhverja spámenn, sem vilja mála skrattann á veginn!


mbl.is Segja Icesave kosta ríkið 72 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi að rétt reynist.

En er ekki best að bíða  "leiksloka" ?

Var það Geir H., sem bað Guð að hjálpa Íslandi ?

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Guðbjörn

Mikið vona ég að þetta reynist rétt.

Maður er hins vegar svo bitinn og brenndur eftir þessa forystumenn okkar að nú korteri fyrir kosningar þegar allt í einu fara að dúkka upp miklu lægri og hagstæðari tölur um skuldastöðu þjóðarinnar þá bara trúi ég þeim ekki.

Tryggvi Þór Herbertsson kynnti um síðustu helgi skuldastöðu ríkisins eins og hann sér hana. Þrem dögum seinna tilkynnir hann að hann bjóði sig fram til þingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn í NA-kjördæmi.

Það með gjaldféll þessi talnaspeki hans. Ljóst að þetta útspil hafði ekkert með raunveruleikann að gera en var tilraun manns til að vinna velvild hjá þjóðinni fyrir sig og flokkinn sinn. Allt í góðu með það. Þessar tölur hans eru bara ekki lengur trúverðugar.

Þessi Lárus í skilanefnd Landsbankans kemur nú með útspil um stöðu bankans. Eigum við að trúa því að á sama tíma og hlutabréf og fasteignaverð er enn að hríðfalla í Evrópu þá hafi eignir bankans aukist frá því fyrir jól og meira fáist nú upp í Icesave en áætlanir gerðu ráð fyrir þá? 

Þó mig langi til að trúa þessum mönnum þá geri ég það ekki. Ég held því miður að það sé verið að nota á okkur "Sveppaaðferðina" og það eigi að nota hana á okkur fram yfir kosningar.

Sveppaaðferðin er mjög vinsæl aðferð við stjórnun: "Keep them in dakness and feed them whit horseshit".

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.2.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Nefndi Lárus ekki einmitt sömu upphæð og flestallir aðrir hafi nefnt sirka 150 milljarða ?

Eini munurinn var að hann sagði að einungis helmingurinn af þeirri upphæð lendi á þjóðinni, hinn helminginn náði ég ekki hver borgar.

Mér hefur þótt mjög leiðinlegt hvernig fjölmiðlar reyna bara að SELJA fréttir en ekki SEGJA fréttir.
Það auðvitað dregur meira að neikvætt umtal heldur en jákvætt, fólk má bara ekki gleyma því að það er margt jákvætt til örlítið lengri tíma og langtum jákvæðara heldur en hjá flestöllum þjóðum sem við vanalega berum okkur saman við.

Carl Jóhann Granz, 21.2.2009 kl. 12:13

4 identicon

Ja gott er ef satt er, ef skuldir Íslands eru ekki meiri en meðaltal ESB landana eru.

En við eigum miklu meiri og verðmætari auðlindir en ESB apparatið og erum því öfundsverðir til lengri tíma litið.

Hvað eru menn svo að tala um að við ættum að fara að ganga inn í þetta stórskulduga Evrópusambands apparat !

Enginn furða að Kómmízararnir í Brussel vilji með öllum ráðum troða okkur inní þetta kerfisbandalag Andskotans !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 14:00

5 identicon

Sæll; Guðbjörn, sem þið aðrir/önnur, hér á síðu hans !

Því miður; er það skrök eitt, hjá þér, Guðbjörn, að staða landsmála sé skárri, en þeir vinstri sinnuðu, sem og fjölmiðlar; margir, halda fram.

Það er ekki; nema um 2/10 sóðaskapar og eyðileggingar fjárplógsmanna og vina þinna, frjálshyggjumanna, kominn upp á yfirborðið, að ráði.

Rétt; að minna þig á, að lokum, að við Sunnlendingar og Reyknesingar þurfum á öðru fólki að halda, sem nýtast kynnu á Alþingi, en auðsveipir flokks rakkar, hverjir bugta sig og beygja, fyrir rotnum og spilltum leiðtogum sínum, sem kunnugast er, Guðbjörn minn.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:21

6 identicon

Guðbjörn, þetta eru jákvæðar fréttir og kærkomnar! Ég hygg, að margir séu að verða fullsaddir á neikvæðni vinstri manna í fjölmiðlun.

Kv., KPG.

Kristján Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:42

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stjórnmálamenn og embættismenn hafa í langan tíma sagt að þeir væru mjög varkárir og birtu aðeins tölur þar sem hefðu vaðið fyrir neðan sig.

Nú nokkrum mánuðum síðar kemur í ljós að menn voru kannski of varkárir og að skuldirnar sem á okkur lenda verða mun lægri en talið var. Þá vilja vinstri menn alls ekki hlusta á sannleikann í málinu.

Viljið þið vinstri menn virkilega að ástandið sé verra en talið var?

Nærist þið á slæmum fréttum og neikvæðni - getur það verið?

Ég held að það sé einmitt málið að VG og fleiri eru:

"Neikvæður á móti flokkur".

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.2.2009 kl. 23:25

8 identicon

Komið þið sælir; enn á ný !

Afar innihaldsrýrt er; andsvar þitt, Guðbjörn.

Þjóðernissinnar, af þeim meiði, hverjum ég er sprottinn (andvígur komu Múhameðskra, til Íslands - á móti öllu makki, við gömlu nýlenduveldin, á Brussel völlum, ESB - og vil banna frjálshyggju flokkana þrjá / D, B og S lista), telst víst seint, til ''vinstri'', í þeim skilningi, hver túlkaður hefir verið, til þessa.

Hafir þú ei tekið eftir fyrr; af mínum skrifum, Guðbjörn minn.

Með ágætum kveðjum; sem oftar /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 00:14

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Í mínum huga þarf að endurnýja forystusveit Sjálfstæðisflokksins með svipuðum hætti og Framsóknarmenn gerðu. Fyrr treysta hvort ég né aðrir flokknum og þeim upplýsingum sem frá honum koma.

Því ber að fagna því að menn eins og þú skulir vera tilbúnir að taka þennan slag sem þessi prófkjörsslagur er. Þetta er það sem flokkurinn þarf á að haldan, nýtt fólk til ábyrgðarstarfa í flokknum sem ber ekki ábyrgð á bankahruninu og aðdraganda þess.

Ég styð þig í þessum slag. Ég hefði viljað sjá þig bjóða þig fram í 2 til 3 sæti. Þú átt að stefna á það. Ég er sannfærður um að Sunnlendingar vilja gjarnan sjá einhverja valkosti við þessa Árna þarna í efstu tvö sætin.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 01:58

10 identicon

sæll

Þessi málflutningur ykkar sjálfstæðismanna um brúttó og nettóskuldir er náttúrulega bara brandari. 

Nettó skuldir verða ekki til fyrr en eignir hafa verið seldir ef einhverjar eru, þær eignir sem nú eru í eignasafni bankanna gömlu eru óseljanlegar eins og staðan er í dag, á þeim hangir alltaf sá stimpill hver á þær og hvenær gjalddagi brúttó lánanna er.

Samandregið eru þessar eignir "damaged goods" og verða seldar sem slíkar alveg sama á hvaða tímapunkti það verður gert. Mundi ég halda að árangur verði þokkalegur ef 50% af því sem t.d. Tryggvi leggur til grundvallar við sína útreikninga fæst fyrir eignir en reyndar ætla ég að leyfa mér að efast um einu sinni það náist.

Við hljótum sem þjóð að greiða fyrir aðgang að fé sem gefur brúttóskuldir eða eru lánadrottnar svona mildir við okkur greyin?

En endilega reiknið nettóskuldir þangað til við verðum í + og þá mun "crowd pleasing"-ið hafa náð nýjum hæðum.

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 08:49

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þú ert ekki að lesa þetta rétt hjá mér. Ég tel einnig að Tryggvi Þór hafi verið nokkuð bjartsýnn án þess að ég hafi fullar forsendur til að dæma úr því. 

Ég legg frekar trúnað á embættismenn forsætisráðuneytisins, sem þjónuðu bæði fyrri og núverandi ríkisstjórn. Samkvæmt þeirra kokkabókum verða skuldirnar í kringum 1.000 milljarðar eða um 70% af vergri landsframleiðslu.

Það hjálpar engum að ljúga einhverju til um þessa hluti. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.2.2009 kl. 09:20

12 identicon

Sæll aftur 

Ég er að lesa þetta nákvæmlega rétt hjá þér, allir þessir kappar sem eru núna að göslast í að reikna "nettó" skuldir þjóðarinnar hafa engar forsendur til að meta eignastöðuna, allt sem þeir setja fram um eignastöðu eru getgátur hreinar og klárar. Það sem er fyndnast er það að tölurnar um "nettó" skuldirnar lækka og lækka eftir því sem fleiri reikna og nær dregur blessuðum kosningunum ef undan er skilinn Tómas samkv þér.

Ef menn gefa sér að 1000millj séu 70% vergrar landsframleiðslu eins og þú segir þá verður landsframleiðsla að aukast um yfir 100 milljarða frá 2007 sem eru nýjustu tölur frá Hagstofu Íslands.

Verg landsframleiðsla getur hreinlega ekki aukist þar sem hún samanstendur af þáttum sem allir hafa dregist saman og munu dragast saman, Einkaneysla, samneysla og fjármunamyndun mun allt dragast saman, spurning með birgðabreytingar, þessir fjórir þættir mynda þjóðarútgjöldin sem svo útflutningur leggst við og innflutningur dregst frá og myndar verga landsframleiðslu, Útflutningur mun minnka og innflutningur einnig en það er að mínu mati borin von að verg landsframleiðsla geti hækkað 2009 samanborið við 2007. Reyndar eru menn í miklum gengismála fifferingum í útreikningum á spám og geta því kannski náð nýjum hæðum í fiffinu.

Sama hvað hver segir þegar menn eru að reikna "nettó" skuldir þá eru það hreinar getgátur þar sem skuldahliðin er viss en eignahliðin er vægast sagt óviss, reyndar algerlega óviss. 

Ég legg engan trúnað á orð Tryggva Þórs þar sem hans útkoma er að mínu mati algerlega galin. Þegar það mun sannast að hann hafi haft ótrúlega rangt fyrir sér þá mun hann beita fyrir siga akademískum afsökunum svo sem "mínir reikningar voru byggðir á ákveðnum forsendum", sem gæti þegar þar að kemur útlagst á íslensku ég var bara í "crowd pleasin" herferð þar sem ég var að fara í framboð og varð því að fá eitthvað gott út. 

Ég vona að Tómas hafi rétt fyrir sér.

Ég hef ekki heyrt neinn reikna base, best og worst case scenario en menn renna sér bara í það eftir kosningarnar það má nú ekki fara að rugga bátnum meira.

Í hvaða flokk skipið þið mér þá sjálfstæðismenn?

Er ég þá fúll vinstri maður á móti þar sem ég er ekki tilbúinn að gleypa hrátt það sem að mér er rétt?

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:30

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í hvaða skóla hefur Tryggvi Þór Herbertsson gengið síðan hann afneitaði öllum spám um hrun íslensku bankanna?  Þá bar honum og Steingrími J. ekki saman og Steingrímur reyndist sá skynsamari. Tryggvi reyndist grunnsigldur heimskingi! 

Það fer að verða undarlegt að Ísland skuli vera flokkað undir skuldugustu ríki heimsins og undarlegt líka ef svona vel stæð þjóð þarf að vera á gjörgæsludeild AGS. Ég fæ ekki séð að neinar forsendur hafi breyst til muna aðrar en þær að nú er kominn kosningaskjálti í áróðursdeild ykkar frjálhyggjumanna.

Í þeim huggulega klúbbi hafa menn nú sjaldan verið vandir að meðölum og litla trú hef ég á því að sannleikurinn verði hafður þar í neinum sérlegum vermireit nú fremur en áður. En áhyggjur ykkar eru ekki ástæðulausar. Kennisetningar frjálshyggjunnar hafa farið marga kollhnísa undanfarna mánuði og meira að segja helsti ármaður þeirra um áraraðir í sjálfri sæðingarstöðinni BNA hefur beðist afsökunar á að hafa vaðið áfram í villu kenningarinnar um áratugi!

Nú er helst að sjá að á vígvelli mestu blóðsúthellinganna - Íslandi muni þessi mannfjandsamlega helstefna ná að endurnýja sig með hvað mestum þrótti ef marka má nýja og metnaðarfulla frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins.

Nú eru vinstri flokkarnir á Íslandi að hreinsa íhaldsflórinn og nýi fjármálaráðherrann sem búinn var að vara við brotlendingunni er á fullu við að bjarga brakinu á þurrt. Og enn leyfið þið ykkur að kalla hann heimskingja!

Líklega er jörðin flöt þegar málin verða skoðuð í nýju ljósi og Tryggvi Herbertsson og Tómas Brynjólfsson verða búnir að setja dæmið upp í Exel.

Þú ert frábær tenórsöngvari Guðbjörn en ég held að þú sért afleitur pólitíkus, sem er mikið slys því þú ert fjallgreindur skratti.  

Árni Gunnarsson, 23.2.2009 kl. 15:17

14 Smámynd: Rannveig H

Guðbjörn hefur farið mikinn á bloggi sínu um flokkssystkini sín, eins og Jón Magnússon fór mikinn á fyrrverandi núverandi flokkssystkin. En það er eins og við manninn mælt þegar hér er komið þá umsnýst allt. Nei Guðbjörn þetta er ekki trúverðugt ekki frekar en Tryggvi Þór viðskiptajöfur er trúverðugur. Má ég þá frekar verða Vinstri Græn  þó ég hafi aldrei kosið þann flokk.

Rannveig H, 23.2.2009 kl. 17:55

15 identicon

Ég er nú hræddur um að Tryggvi þurfi að taka fleiri þætti inn í þetta reikningsdæmi og það veit hann vel sjálfur.

Ég hallast frekar að því að spá Gylfa Magnússonar um skuldir upp á eina landsframleiðslu sé nær lagi.

Tryggvi gefur sér í fyrsta lagi of marga óvissuþætti og einnig lætur hann eins og að frekara hrun efnahagslífsins muni að engu leyti lenda á ríkissjóði. Það er ekki hægt að hlusta á svona niðurstöður og skapar tilgangurinn (hver sem hann er) meðalið.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:55

16 identicon

Heill og sæll; Guðbjörn tollheimtumaður - líka, sem þið önnur, hér á síðu hans !

Árni - Rannveig H, og Gunnar Waage ! Mikil gæfa mætti það verða; þessum flokksholla pilti, Guðbirni Guðbjarnarsyni, að mega draga nokkurn lærdóm, af ykkar vísu innleggjum - sem vel meintu, og sjá; að frjálshyggju fargan Davíðs holræsakarls Oddssonar, að Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, sé lítt hollari, fremur en kommúnismi sá, sem kínverskt ígildi Davíðs, Maó Tse-tung, innprenntaði þegnum sínum, þarlendis, með þeim hörmulegu afleiðingum, hverjum kínverskir hafa mátt bera, allt fram á þennan dag.

Kannski; Guðbjörn; sem flokkssystkini hans önnur, hver undir Valhallar vöndinn undirgangast hafa, kunni ekki að átta sig á, að það er hverjum manni hollt, að snúa af villu síns vegar - jafnvel; þó flokks hægindum sé fórnað, en samvizkan sé þó hreinni eftir sitjandi, í hugskoti frambjóðendanna, hverjir af sér sverja hrylling þann, hver þeim innprentaður hafði áður verið.

Svona; til umhugsunar; fyrir Guðbjörn, sem fleirri, af hans eykt.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:00

17 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Guðbjörn.

Sá íslendingur sem lætur sér detta í hug að staðan sé miklu betri í raun,heldur varkárir en jarðbundnir sérfræðinga hafa verið að segja okkur þessari guðs voluðu þjóð, eins og vitnað er í hér að ofan er annað hvort opinber starfmaður sem er ekki tengdur við raunveruleikann,og heldur að starfið hans  sé ósnertanlegt,eða bara illa tengdur,því sá almenningur sem er á vonavöl núna og þeim fjölgar um þúsundir mánaðarlega eru ekki að finna fyrir þessu á eigin skinni,sem þú ert að að tala um,að séu ofmetnar til hins verra út um allar koppa grundir.

Svo er nú bara ekki hægt að tala um nettó skuldir fyrr en eignir hafa verið seldar,og það er langt í það,og þess vegna skulum við bara nota sverust tölurnar,þar til sala hefur farið fram.Svo virðist líka alltaf gleymast að leggja vextina við skuldirnar og þá er þessar tölur þínar langt frá sanni..Því miður..

Og það er ekki heppilegt fyrir þann sem stefnir hátt innan Sjálfstæðisflokksins að vitna mikið í orð Þorgerðar Katrínar,þessa dagana

Gunnar Þór Ólafsson, 24.2.2009 kl. 00:44

18 Smámynd: Auðun Gíslason

Frambjóðandur Sjálfgræðisflokksins telja viðskilnað flokksins ekki eins slæman og áður var haldið ???

Auðun Gíslason, 24.2.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband