Það er titringur í sjálfstæðismönnum varðandi afstöðu flokksins til ESB og þó sérstaklega til afstöðu þeirra tveggja flokksmanna, sem tilkynnt hafa framboð sitt til formanns flokksins. Það er ekki hægt að segja að Bjarni Benediktsson hafi tekið skýra afstöðu til málsins líkt og núverandi formaður flokksins, sem er algjörlega andsnúinn aðildarviðræðum við ESB. Afstaða Bjarna Benediktssonar er þó mun jákvæðari gagnvart aðildarviðræðum en fyrri formanna flokksins. Hver afstaða Kristjáns Þórs Júlíussonar er veit enginn. Ljóst er að vinir Kristjáns hjá Samherja hafa verið hlynntari ESB aðildarviðræðum en aðrir útgerðarmenn hafa verið til þessa.
Sjálfur hef ég alltaf sagt að aðild kæmi þá aðeins til greina að viðunandi lending náist í sjávarútvegsmálum, þ.e.a.s. ævarandi og full yfirráð yfir íslenskum fiskmiðum. Þá hef ég sagt að sú lausn verði að bjóðast okkur í aðildarviðræðum að landið leggist ekki í eyði, þ.e.a.s ásættanleg lausn fyrir íslenskan landbúnað. Í hættu eru ekki aðeins störf bænda, heldur einnig þeirra sem starfa við afurðavinnslu, hvort sem um er að ræða kjötvinnslu eða vinnslu á mjólkurafurðum eða störf í garðyrkju. Sú lausn, sem boðið var upp á fyrir Finnland og Svíþjóð, er að mínu mati ekki ásættanleg fyrir Ísland. Líta verður til þess að landbúnaður á Íslandi er mun erfiðari en nokkurs staðar annarsstaðar í norðurhluta Evrópu eða í fjallahéruðum Evrópu.
Það sem ég óttast er að algjörir andstæðingar aðildarviðræðna við ESB verði til þess að þjóðin - og jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn - skiptist í 2 fylkingar í staðinn fyrir 3 fylkingar í dag. Segja má að í dag styðji Samfylkingin ein flokka fulla aðild að ESB með litlum sem engum skilyrðum, þ.e.a.s. hálfgert afsal fiskimiðanna okkar og að íslenskur landbúnaður verði evrópskum landbúnaði ofurseldur. Framsóknarflokkurinn styður hins vegar aðild með ströngum skilyrðum. Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru eins og sakir standa andsnúnir ESB aðild. Þetta eru í raun þrjár ólíkar fylkingar.
Mín von er og var að Sjálfstæðisflokkurinn styðji svipaða lýðræðislega nálgun við þetta mál og Framsóknarflokkurinn gerði á landsfundi sínum og að þessir tveir mjög svo ábyrgu stjórnmálaflokkar tækju að sér að stýra aðildarviðræðum við ESB eftir 1-2 ár. Samfylkingunni er, vegna afstöðu þeirra, ekki treystandi til að leiða slíkar viðræður. Þrátt fyrir að VG hafi ekki opnað á ESB aðild er málið umdeilt innan þeirra raða, sbr. ummæli Guðfríðar Lilju á landsfundi VG núna um helgina.
Það eru tvö mál sem ráða munu úrslitum um útkomu Sjálfstæðisflokksins í vor og þar með úrslitum kosninganna í vor. Annað málið er afstaða landsfundar Sjálfstæðisflokksins til ESB aðildarviðræðna og hitt er óvægin "uppgjörskýrsla" endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins.
Samþykki flokkurinn ekki skilyrtar aðildarviðræður við ESB og "uppgjörsskýrsluna" er ég ansi hræddur um að enn fleiri snúi baki við flokknum í komandi kosningum. Að auki eykst hætta á klofningi flokksins vegna þessara mála og annarra sem umdeild eru innan flokksins.
Kristján Þór í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Athugasemdir
Ég var að vona að sjálfstæðisflokkurinn væri laus úr viðjum Esb eftir stjórnarslitin. Er samfylkingin búin að ná það miklum völdum hér að enginn þorir að andmæla Esb beint? Verða allir flokkar tilbúnir að fórna sjálstæði heilla þjóða fyrir stjórnarsetu?
Esb stefnir að sameiningu Evrópu við vitum vel hvað gerst hefur í þeim sameinigum sem orðið hafa á stórfyritækjum. Fyrirtækin urðu of stór að enginn gat séð hvernig heildarmyndin leit út fyrr en og seint. Ég tel að við eigum auðveldar með að losa okkur út úr óstandinu sem lítil eining með okkar gjaldmiðil. En að falla með allri evrópu þegar hún fellur.
Ísland á mun auðveldara með að sjá allan heildarpakkan eitt og sér en í hópi risana. Ég á jafnvel von á svipaðri gengisfellingu Evrunar og gerðist með krónuna. Ég vill ekki ganga í Esb fyrr en eftir að Evran fellur því við þolum ekki aðra gengisfellingu.
Offari, 22.3.2009 kl. 22:22
Kristján Þór Júlíusson er harðari en Bjarni Ben gagnvart ESB.
Carl Jóhann Granz, 23.3.2009 kl. 00:11
Einnaf fjórum frambjóðendum til formanns er - fullveldissinninn Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur og vísindakennari.
70% floksbundinna í Sjálfstæðisflokknum segja NEI við aðild og aðildarviðræðum við ESB
Benedikta E, 23.3.2009 kl. 00:31
Offari:
Sammála þér að það þarf ekki að skoða aðildarviðræður fyrr en efnahagsmálin hafa skánað hér á Íslandi og gengið lagast og líklega er það rétt hjá þér að evran mun eitthvað gefa eftir.
Guðjón:
Það hefur líklega ekki komið betur í ljós um áratuga skeið hversu mikilvægur íslenskur landbúnaður er þjóðinni og nú. Hugtök eins og fæðuöryggi þjóðarinnar er ekki eitthvað sem hægt er að gantast með líkt og Samfylkingin á til með að gera.
Ert þú einn af þeim sem á síðastliðnum átum töldu landbúnað og sjávarútveg vera að deyja út sem atvinnugreinar, að þessar undirstöðuatvinnugreinar myndu víkja fyrir bankastarfsemi? Við sjáum nú hvernig fór fyrir þeim draumi. Matvæli og vatn eru af skornum skammti í heiminum og við verðum að vera sjálfum okkur nóg. Hins vegar hef ég ekkert á móti einhverjum lítilsháttar innflutningi á landbúnaðarafurðum til landsins, þó það væri nú ekki nema bara til að auka fjölbreytni o.s.frv.
Benedikta:
Sammála þér og því tel ég að þótt ESB umræðan fari á strik þá þori flokkurinn ekki að opna á aðildarviðræður.
Carl Jóhann:
Já, ég á nú von á því að Kristján Þór sé harðari á móti ESB aðildarviðræðum, en mér heyrðist hann ekki vera alfarið á móti þeim á þeim fundi sem var haldinn hjá ESB nefndinni í Reykjanesbæ.
Þorgerður Katrín er hlynnt skilyrtum aðildarviðræðum en Ragnheiður Elín - eftir því sem mér heyrðist á laugardaginn - algjörlega andsnúinn því að skoða möguleika á viðræðum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.3.2009 kl. 08:07
Jú hann er reyndar alfarið á móti ESB eins og staðan er, en þrátt fyrir það held ég að hann muni ekki standa gegn því ef menn vilja láta reyna á aðildarviðræður.
Ef hann verður kosinn formaður þá fer þar maður sem mun ekki fara hlaupandi þar inn.
Carl Jóhann Granz, 23.3.2009 kl. 08:30
Guðbjörn áttu annan betri? Hefur þú ekkert lært af fylgispekt þinni undanfarin 18 ár við spillingaröfl og græðgispunga?????
"Mín von er og var að Sjálfstæðisflokkurinn styðji svipaða lýðræðislega nálgun við þetta mál og Framsóknarflokkurinn gerði á landsfundi sínum og að þessir tveir mjög svo ábyrgu stjórnmálaflokkar tækju að sér að stýra aðildarviðræðum við ESB eftir 1-2 ár."
Sumum er bara ekki viðbjargandi og þú ert einn af þeim, ég bara skelli mér á lær og hlæ mig máttlausan af heimsku þinni.
Sigurður Haraldsson
Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:22
Greinargóð samantekt á málinu hjá þér Guðbjörn og fróðleg innlegg frá öðrum.
Jón Baldur Lorange, 23.3.2009 kl. 11:25
Ég hef reynt að sýna ábyrgð í þessu máli sem öðrum. Það er fullkomlega ljóst að ekki má útiloka neinn möguleika við lausn okkar mála, þar með taldar aðildarviðræður við ESB.
Það mun fyrst koma í ljós hvað sambandið hefur að bjóða í viðræðum. Allt tal um að þetta eða hitta sé útilokað er marklaust hjal. Ég veit að hvort sem Bjarni eða Kristján Þór færu fyrir viðræðum, þá myndum við ekkert arka inn í ESB og það sama má segja um Samfylkinguna.
Þarna verður að fara fram ískalt hagsmunamat og slíkt mat getur aðeins farið fram að loknum viðræðum, þegar við vitum hvað sambandið er til í að teygja sig langt í átt til okkar og hvað við treystum okkur til að teygja okkur langt til þeirra. Þá sjáum við fyrst hvort við náum saman. Annars verður niðurstöðum viðræðna einfaldlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu líkt og hefur gerst tvisvar í Noregi.
Hvað eru menn svona hræddir við?
Að treysta meirihluta þjóðarinnar til að taka skynsamlega ákvörðun?
Ég treysti fólkinu mínu!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.3.2009 kl. 12:31
Þarna verður að fara fram ískalt hagsmunamat og slíkt mat getur aðeins farið fram að loknum viðræðum
Hmm
Já það var einmitt "ískalt hagsmunamat" sem stóð efst í huga manna þegar þeir stofnuðu Sjálfstæðisflokkin árið 1929 - og svo einnig þegar barist var fyrir sjálfstæði og fullveldi Íslands. Hvað var svona ísklat við það Guðbjörn? En var það gert á lokuðum fundum? Var það?
Kæri Guðbjörn. Þú getur reikanð þig inn í Evrópusambandið - en aldrei út úr því aftur. Hættu nú að leika þér að fullveldi Íslands. Það er einmitt tilfinningamál og hugarástand að vera sjálfstætt ríki. Spurðu bara Nýfundnalendinga.
En bíddu aðeins. Af hverju gengur þú bara ekki í Samfylkinguna?
En aðalvandamál þitt í þessu samhengi er þó það að þú kannt ekki að reikna, þannig að þú munt sennilega ekki lenda þar sem þú ætlaðir að reikna þig inn, svona ískalt. Þú munt lenda á röngum satð. Það er veruleg hætta á því. En hvað muntu þá segja við þjóðina? Að þetta hafi verið rangt reikanð hjá þér?
Allir voru búnir að fremja "ískalt mat" á því að fjármálageri Íslands væri eins góður og NASA og gull. Hvernig stendur þá á því að hann er gjaldþrota núna? Allt bara bull og tóm reikingsskekkja? Já - en harla ÍSKALT fyirr þá sem greiða brúsann.
Þetta var ískalt mat
Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2009 kl. 19:17
Það er leiðinda villa í þessum annars ágæta pistli þínum Guðbjörn. Eins og Benedikta er raunar búin að leiðrétta, eru 4 Sjálfstæðismenn búnir að lýsa yfir framboði til formanns.
Verði ég kosinn formaður flokksins, mun þeim fyrirmælum verða fylgt, sem landsfundurinn samþykkir. Ekki kemur til álita, að eitthvað baktjaldamakk um ESB-umsókn verði í gangi.
Spurningin er hversu afdráttarlaus ályktun verður samþykkt á landsfundinum, í þágu fullveldis þjóðarinnar. Að mínu mati verður ályktun fundarins að vera í raun sjálfstæðis-yfirlýsing Íslendskrar þjóðar, í anda Bandarísku sjálfstæðis-yfirlýsingarinnar. Svona er sú samþykkt sem er í gildi, frá síðasta landsfundi:
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.3.2009 kl. 20:05
Ragnar:
Ég veit að þér og öðrum, sem ekki vilja fara í aðildarviðræður - og það ekki einu sinni með þeim ströngu skilyrðum sem ég nefni, sem að öllum líkindum leiða ekki til aðildar landsins að ESB - er svo umhugað að losna við mig, Þorstein Pálsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og jafnvel Bjarna Benediktsson og aðra "undanvillinga" úr flokknum.
Núna er flokkurinn í 25% fylgi og ef 70% eru andsnúnir aðild og 30% fylgjandi - líkt og þið andstæðingar viðræðna haldið fram - þá er fylgi flokksins líklega í kringum 15-17% þegar við "trúvillingarnir" eru farnir. Þá er flokkurinn orðinn næst minnsti eða minnsti flokkurinn á þingi, eruð þið þá ánægð?
Ég skil ekki svona gífuryrði og hvernig þú dirfist að kalla mig og aðra sjálfstæðismenn "krata" þótt við séum ósammála ykkur varðandi aðildarviðræður við ESB.
Hver segir að ég kunni ekki að reikna? Ég hef haft það að atvinnu að reikna undanfarin 10-11 ár og fengið lítið af mínum útreikninginn í hausinn!
Ég skil nú ekki hvernig þú getur fundið tengingu á milli mín og fjármálagersins á Íslandi. Ég var alla tíð mjög skeptískur á íslenskt fjármálalíf. Ég fjárfesti í húsinu mínu og innbúi og séreignasparnaðurinn minn er í evrum hjá Allianz og bara ansi tryggur eða í það minnsta tryggari en í íslenskum krónum!
Loftur:
Ég vissi ekki að þú værir í framboði og bið þig afsökunar á því. Ég er algjörlega sammála þér að flokkurinn verður að taka skýra afstöðu til aðildarviðræðna og ef ákveðið verður að fara í viðræður verður að skilgreina gróflega þau samningsmarkmið sem við viljum setja okkur.
Málið er ekki hægt að skilja eftir í lausu lofti enn einn landsfundinn.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.3.2009 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.