Hættum við álversframkvæmdir, lækkum laun, hækkum skatta og bönnum olíuvinnslu

Loksins eru VG smám saman að koma út úr skápnum með sínar tillögur í efnahagsmálum og atvinnumálum. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hafa ekki við að "leiðrétta" rangfærslur minna reyndra stjórnmálamanna í þeirra röðum, sem eru það heiðarleg að segja kjósendum frá áformum VG eftir kosningar. Hverjum eiga kjósendur að treysta að sé að segja satt og rétt frá, Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur eða Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni?

Mér þykir rétt að benda á að þetta var ekki í fyrsta skipti sem meðlimir VG hafa lagst gegn olíuvinnslu á Drekasvæðinu, því Hjörleifur Guttormsson lýsti yfir þessari skoðun sinni fyrr í vetur.

Sá kvittur er á kreiki að Samfylkingin og VG hafi samið sín á milli um að farið verði í aðildarviðræður við ESB strax í vor. Samfylkingin hyggst launa VG þetta með því að hætta við áform um byggingu álvers í Helguvík og á Bakka.

Ég velti því fyrir mér hvenær yfirlýsingar koma frá Kolbrúnu Halldórsdóttur um bann við fiskveiðum og bann við kjötáti.

Ég spyr ykkur landsmenn góðir, haldið þið að við komumst úr úr þessum erfiðleikum með ofursköttum, lækkun launa og með því að hætta við einu atvinnustarfsemina sem getur útvegað okkur 3-4000 störf á stuttum tíma eða með því að hætta við olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu?

Reynum að vera raunsæ og málefnaleg en lifum ekki í einhverskonar "Draumalandi"! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svoldið meira vit í að ætla að borga skuldir sem sjálfstæðismenn komu okkur í heldur en fylkja sér um flokk sem hefur það eitt á stefnuskrá að standa vörð um sægreifa...

zappa (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:10

2 Smámynd: Jónas Jónasson

Fær maður ekki bara skammbyssu og eina kúlu í pósti fljótlega?

Jónas Jónasson, 23.4.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Stend með þessu öllu saman nema með olíuvinnsluna - enda er það nánast einkaskoðun Kolbrúnar. Fleiri egg í álkörfuna er hálfvitagangur af verstu gerð, dæmigert íslenskt allirætlaaðgræðaásamahlutnum, og ég vil sannarlega frekar hækka skatta og lækka laun en segja fólki upp. Lang langstærstu útgjaldaliðir ríkisins eru laun. Ef þú vilt ekki lækka laun verðurðu að segja upp fólki. Það myndi Sjálfstæðisflokkurinn þá væntanlega gera ef hann vill ekki lækka laun og ekki hækka skatta. Fyrirgefðu, en ég tek frekar á mig launalækkun og skattahækkun enda er ég með þokkalega breitt bak, heldur en að láta segja upp slatta af fólki til að ég geti haldið kaupinu mínu.

Sjálfstæðisflokkurinn er bara með buxurnar á hælunum og sem betur fer sér flest fólk það núorðið.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:49

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Buxurnar á hælunum sjá nú flestir Hildigunnur en verra er þó hvað bremsuförin eru áberandi eftir 18 ára samfellda valdasetu.

Fyrir utan bévítis ólyktina.

Árni Gunnarsson, 23.4.2009 kl. 20:39

5 identicon

Hvað varðar álversuppbyggingar. Þá er það vonlaust dæmi. Við getum ekki grætt á því að byggja upp verksmiðjur sem framleiða hráefni sem síminnkandi eftirspurn er eftir og hrapandi verð á áli ber glöggt vitni, það er einfaldlega lélegur bisniss.

Athugaðu í hvað ál er mest notað.... þú þykist vera markaðslega þenkjandi, finnst þér líklegt að á meðan bílaiðnaðurinn alls staðar í heiminum er að dragast saman og risafyrirtækin eru hvert á fætur öðru að minnka, draga saman, segja upp fólki og segja sig á hreppinn, að álverð eigi eftir að fara hækkandi eða lækkandi?

Vissulega er ál notað í hergagnaframleiðslu og drykkjaumbúðir í töluverðu magni... en það er ekki nóg til að halda verðinu uppi og framleiðslan mun dragast saman og verðið lækka. Það sem íslensk stjórnvöld hafa aðallega haft upp á að bjóða fyrir álfyrirtækin er undirverð á raforku, bundið heimsmarkaðsverði á hrááli. Þannig að ef að svo færi að gífurleg verðhækkun á áli yrði að veruleika, þá værum við kannski að hafa eitthvað fyrir erfiðið. En það er ekki fyrirsjáanlegt í komandi framtíð. Störfin sem skapast við uppbygginguna eru ekki nándar nóg til að réttlæta vonda fjárfestingu í lélegum deyjandi bransa. sem auk þess mengar og er gífurlegt lítí á okkar fallegu náttúru. Kostnaðurinn sem Íslenska ríkið þarf að bera er nefninlega svo gríðarlegur að Landsvirkjun er td. að fara á hausinn eftir seinustu stóriðjuæfingar. Landsvirkjun ætti ekkert að vera að gera nema mala gull, ef rétt væri að áverin séu að einhverju leyti hagkvæm fyrir þjóðarbúið.

Alveg eins mætti ráða 3-4000 manns í að reisa risastóra styttu af Davíð Oddsyni sem sæist úr geimnum. Vil ég nú hér með stinga upp á því að það verði gert. Komandi kynslóðum til viðvörunnar.

Góðar stundir

bogi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Zappa:

Ekki ætla ég að þrátta við þig að Ísland er í slæmri stöðu. Hitt er fullmikil einföldun að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um hvernig fyrir okkur er komið. Önnur ríki - Bretar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar o.s.frv. - hafa tekið á sig stórar skuldbindingar í kjölfar hrunsins og ekki var Davíð þar.

Skuldastaða Íslands er svipuð og meðaltal OECD ríkjanna eða í kringum 60%. Ef ég man rétt eru Belgía með skuldastöðu upp á 95% og Ítalía 120%.

Hildigunnur:

Flestar ríkisstofnanir hafa verið að lækka laun með því að skera saman yfirvinnu. Frekari launalækkanir hljóta að beinast gegn lækkun launa sem fólk fær skv. kjarasamningum. Að lækka laun meira verður til þess að efnahagskerfið dregst enn meira saman og skattar gera í raun það sama. Skattarnir minnka þá peninga sem fólk hefur til neyslu og dregur þannig enn meiri kraft úr kerfinu og minnkar tekjur ríkisins í gegnum veltuskatta. Þetta er margsannað af hagfræðingum. Það sem við þurfum að gera að reyna að halda neyslunni gangandi og auka útflutning til að tekjustofnar fyrirtækja og heimila og þar af leiðandi ríkisins braggist. Þetta er ekki flókið að skilja ef fólk gerir sér far um að kynna sér hlutina.

Árni:

Þakka þér þér fyrir þinn vanda málflutning, sem er að vanda rökfastur og málefnalegur. Væri gaman að heyra meira af þessum "kúk og piss" málflutningi.

Bogi:

Spurn eftir áli hefur stóraukist á undanförnum árum en ekki minnkað, enda um náttúruvænt (gott að endurvinna), sterkt og létt efni að ræða.

Til að uppfræða þig aðeins, þá er heimskreppa í gangi um þessar mundir. Slíkar kreppur hafa í för með sér mikinn samdrátt í framleiðslu þess varnings, sem ál er notað í, t.d. bíla, flugvélar, vélar og verkfæri. Þannig hefur útflutningur Þjóðverja, sem framleiða mikið af fyrrgreindum vörum, dregist saman um 43% á þessu ári og búist er við a.m.k. 6% samdrætti á vergri landsframleiðslu þar í landi.

------------------------------------------------------------------------------------

Gott fólk, færri frasa og fleiri rök! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 24.4.2009 kl. 07:16

7 identicon

Stærsta fylgishrun Sjálfgræðisflokksinns frá upphafi, mönnum flökrar við þessari óstjórn síðastliðinna tæpra tveggja áratuga, sumum nægir á sjá mynd af bláfuglinum, hræætunni, til að fyllast klígju og viðbjóði. Skoðanakannanir sýna , að fylgi venjulegs meðal launþega og þeirra lægst launuðu er hjá vinstri flokkunum.Stefna VG hefur aldrei legið inn í nokkrum skáp, stefnan er sú að koma hér á norrænu velferðarkerfi og koma í veg fyrir, að spillingaröfl , klíkuskapur í mannaráðningum hjá hinu opinbera, líði undir lok. Eina færa leiðin til þess að svo megi vera, er að halda Sjálfgræðisflokknum, spilltasta stjórnmálaafli landsins , frá stjórn, flokksins sem lagði ÍSLAND í rúst af með sinni frjálshyggju!

Friðjón Steinarsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband