Evrópuþingið - hvaða þingflokk munu íslensku flokkarnir velja?

EVRÓPUÞINGIÐÍ byrjun júní verða kosningar til Evrópuþingsins og er flokki Evrópskra hægrimanna í Evrópu (e. European People´s Party), spáð sigri. Alla tíð frá árinu 1979 hafa borgara ESB kosið 5 ára fresti til Evrópuþingsins í almennum, beinum, frjálsum og leynilegum kosningum. Evrópuþingið er eina yfirþjóðlega stofnunin (e. Supranational Institution) í heiminum, þar sem fulltrúar eru kosnir í lýðræðislegum kosningum, en kjósendur eru nú rétt um 500 milljónir manns frá 27 aðildarríkjum ESB. Á þinginu eru 736 þingsæti í boði, en ætlað er að stækka það í 750 þingsæti. Þingflokkarnir eru 7 talsins, auk þess sem nokkrir þingmenn eru utan þingflokka. Þingmennirnir eru meðlimir um 160 stjórnmálaflokka í þeirra heimalöndum.

195px-composition_of_the_european_parliament_svg.pngNúverandi skipting milli þingflokka:

Evrópski hægriflokkurinn (288)
Jafnaðarmenn (217)
Frjálslyndir (100)
Íhaldssamir þjóðernissinnar (44)
Græningjar (43)
Vinstriflokkurinn (41)
Evrópugagnrýnisflokkurinn (22)

 

Þar sem hvorki Framkvæmdastjórn eða Ráðherraráð ESB styðst við þingmeirihluta Evrópuþingsins – líkt og almennt gerist í löndum Evrópu sem búa við þingræði – fer ekki jafnmikið fyrir að “meirihlutinn” stjórni landinu og keyri mál í gegn með offorsi, líkt og virðist gerast hér á landi bæði hjá vinstri- og hægri stjórnum. Í stað þess að fylkingarnar á þinginu takist á af hörku, reyna andstæðar fylkingar að komast að samkomulagi um um mál. Því er þó við að bæta, að aðallega er átt við samkomulag tveggja stærstu fylkinganna, Hægri flokksins og Jafnaðarmanna.

Evrópa og nautiðÞar til árið 1999 var þingflokkur Jafnaðarmanna stærstur, en síðan þá hafa hægri menn verið fjölmennastir. Allar líkur eru á að það haldist næstu fimm árin, skv. frétt Morgunblaðsins. Enginn þingflokkur hefur náð hreinum meirihluta, en um óformlegt samstarf er að ræða meðal Hægriflokksins og Jafnaðarmanna og deila þeir til skiptis forsetastóli þingsins. Þrátt fyrir að þingflokkar afgreiði málin eftir sannfæringu sinni, er það svo að ekkert mál fer í gegnum Evrópuþingið öðruvísi en að tveir stærstu þingflokkarnir hafi náð um það einhverju málamiðlunarsamkomulagi.

Nú spyr maður sig hvaða þingflokk Sjálfstæðisflokkurinn ætli að setjast í þegar og ef á Evrópuþingið er komið: Hægriflokkinn, Frjálslynda, Íhaldssama þjóðernissinna eða Evrópugagnrýnisflokkinn?

Hvort gamli bændaflokkurinn – Framsóknarflokkurinn – finni sig meðal Frjálslynda flokksins er síðan stór spurning, en ef hann gerir það, þá hefur gjörsamlega slitið tengslin við sínar gömlu rætur?

Ekki síður er ég spenntur að sjá hvort VG muni tilheyra Græningjum eða Vinstriflokknum á Evrópuþinginu? 


mbl.is Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Þingmenn þingins í dag eru 785 en ekki 736 eða eitthvað annað.  Með Lissbon sáttmálanum stendur til að fækka þeim í 751 og 750 hafa atkvæðarétt.  Þingmenn frá t.d. Þýskalandi og öðrum fjölmennum löndum þurfa fleiri kjósendur á bak við sig en t.d. þingmenn frá minni löndum.  Þetta fyrirkomulag minnir á vægi atkvæði á Íslandi.  Harðir ESB sinnar í Samfylkingunni hafa gagnrýnt íslensku kosningalögin fyrir þetta misvægi milli landsbygðar og höfuðborgarsvæðisins.  En þeim finnst þetta hið eðlilegasta mál ef ESB á í hlut. 

ESB sinnar gagnrýna tollastefnu og verndarsjónarmið fyrir íslenskan landbúnað.  Þeir eru á móti styrkjakerfi handa íslenskum bændum.  En um ESB gegnir öðru máli.  Þá eru tollar og styrkir handa bændum hið besta mál, frönskum bændum.

Síðan má spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni fyrir íbúa Evrópu að kjósa til ESB þingsins.  Það er máttlaust, valdalítið og fámenn hagsmunaklíka stjórnar stærstu flokkunum.  Guðbjörn virðist síðan telja það til kosta ESB að þeir sem þar ráða för styðjist ekki við meirihluta þingsins.  Þeir geti unnið að góðum málum í friði fyrir einhverjum frekum meirihluta.  

Er Guðbjörn í hjarta sínu á móti þingræði og kosnum meirihluta.  Kannski viltu einræði?

Björn Heiðdal, 10.5.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Björn: 

Þann 20. júlí 2004, 6. kjörtímabili þingsins, voru 732 á Evrópuþinginu. Þeim fjölgaði síðan 15. janúar 2007 í 785, þegar Rúmenía og Búlgaría bættust í hópinn.

Nú fækkar þeim aftur, að því mér skilst í 736.

Ég skil nú ekki alveg þetta "skens" þitt. Þið ESB andstæðingar verðið að ákveða hvort ykkur finnast 5 fulltrúar margir fulltrúar eða fáir. Auðvitað eru það margir fulltrúar miðað við fjölda kjósenda hér á landi. Ég hef aldrei gagnrýnt tollastefnu eða verndarsjónarmið, því þau eiga í sumum tilfellum rétt á sér, en ekki öllum. Íslendingar myndu fá styrki frá ESB jafnt og Frakkar, síðan þarf bara að semja um hvort við megum styrkja íslenska bændur til viðbótar og hversu mikið. Svíum og Finnum tókst að ná slíkum samningum.

Ég er ekki á móti þingræði eða kosnum meirihluta og er andsnúinn einræði. Evrópuþingið er lýðræðislega kjörið og þeir sem ráða ferðinni innan ESB eru stjórnamálamennirnir en ekki embættismennirnir, hvað sem ESB andstæðingar segja. Hlutverk embættismanna innan ESB er hins vegar, nákvæmlega eins og á Íslandi, að framkvæma vilja stjórnmálamanna og aðstoða þá á allan hátt.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.5.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Það sem ég er að gagnrýna er ákveðin tvöfeldni.  Menn skammast yfir íslenskum lögum og reglum sem Alþingi hefur sett.  T.d. tollar á matvæli, innflutningshöft, styrkir til bænda, ójafnt vægi atkvæða  o.s.fr.  En vilja síðan ganga inn í ESB þar sem sama ruglið en bara á stærri skala viðgengst.  Ég hélt að þeir sem væru á móti tollum og því sem er að hér á landi væru líka á móti því hjá ESB.

Þú segir að ESB þingið sé lýðræðislega kjörið og stjórnmálamenn en ekki embættismenn ráði för ESB.  Ertu að meina þingmenn ESB þingsins eða þeir sem setja í ráðherraráðinu?  Ertu að meina gamla ESB eða með Lissbon viðaukanum?

Margir ESB sinnar virðast ekki skilja tilgang og eðli sambandsins.  Halda að þetta sé eitthvað nammibox í Hagkaup þar sem litlar hendur geta valið bestu bitana og mamma borgar.   Sumir fullyrða að þetta séu samtök fullvalda þjóða og allar raddir fái að heyrast og hlustað á.  Samt þarf að breyta íslensku stjórnarskránni út af þessu meinta fullveldi allra þjóða ESB:)  

Best eru nú rökin um lægra matarverð og stöðugt gengi með inngöngu.  Þetta heldur ekki vatni ef nánar er að gáð.  Emr II leyfir allt að 30% gengisflökt og lægra matarverð er ekki raunhæft með gengið á evru í 170 kr.  Svo held ég líka að Jón Ásgeir þurfi á öllu sínu að halda.  

Björn Heiðdal, 10.5.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er tollvörður og lifi á að innheimta tolla. Samt finnast mér sum vörugjöld, sem leggjast að mínu mati tilviljanakennt á varning, vera algjörlega út í hött. Ég skil einnig innflutningshöft, tilgang þeirra og tilgang verndartolla. Þó tæplega sé hægt að alhæfa að öll séu þessi höft skynsamleg, er alltaf ástæða fyrir því að þau voru sett á sínum tíma. Það er endurskoðunin sem vantar og síðan verður auðvitað að fjármagna eða skera niður fyrir "tekjutapinu" sem verður hjá ríkissjóði þegar gjöldin eru lögð af. Nákvæmlega eins eru það hagsmundir aðildarríkjanna sem eru ástæða þess að ESB leggur á tolla á sumar vörutegundir og EFTA gekk út á nákvæmlega það sama, enda eru þetta tollabandalög.

Það er draumsýn ein að leggja alla tolla af í augnablikinu, heldur verður smám saman að minnka þá í takt við það að lífskjör jafnast út á hnattkúlunni hjá okkur. Að öðrum kosti er ekki um raunverulega samkeppni að ræða. Auðvitað nýtist okkur Íslendingum að hagnast á því að sum lönd geta framleitt vöru ódýrara en við getum og það eigum við að nýta okkur og við gerum það líka. Síðan eru það vörur líkt og landbúnaðarafurðir, sem við viljum framleiða - að svo miklu leyti við getum það - m.a. vegna byggðarsjónarmiða og fæðuöryggis.

Þetta eru að mínu mati "valid" sjónarmið, sem ESB tekur undir enda er landbúnaður stundaður með styrkjum þar. Tollavernd er hér á landi er mestmegnis að finna hvað landbúnaðarafurðir varðar, þótt auðvitað megi segja að "vörugjöld" hafi leyst tolla af leggjast þau á varning framleiddan hér landi sem innfluttan og því liggja þar ekki verndunarsjónarmið að baki. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.5.2009 kl. 07:29

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég tel að við þurfum einmitt vernd fyrir "græðgi" ákveðinna afla í okkar þjóðfélagi, sem þrífast hér meira og minna án erlendrar samkeppni í skjóli krónunnar, verðtryggingar, einangrunar o.s.frv. Ég vil fá samkeppni á bankamarkaði, tryggingamarkaði, matvörumarkaði, byggingavörumarkaði o.s.frv. Hún fæst með upptöku evru og sameiginlega markaðnum.

Þótt krónan "hjálpi" útflutningsmörkuðum okkar í krísu sem þessari, skemmir hún meira en hún hjálpar.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.5.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband