Árangur af starfi þriggja ríkisstjórna að koma í ljós

Undirritun RómarsáttmálansÞað má segja að hvert stórmálið reki annað þessa dagana. Þetta er þó engin tilviljun, því öll þessi mál eru nátengd og verða að fá lausn í ákveðinni tímaröð. Fyrst er auðvitað að nefna, að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, sem er eitt stærsta skrefið sem við höfum tekið til framtíðaruppbyggingar hér á landi frá því að við gerðumst aðilar að EES samningnum 2. maí árið 1992.

Landsbanki ÍslandSíðan er auðvitað að nefna enduruppbyggingu bankakerfisins með þátttöku erlendra kröfuhafa. Eðlilegt er að álykta að að þátttaka erlendra banka og fjárfestingarsjóða verði til þess að traust á íslensku bönkunum aukist eitthvað og að lánalínur opnist aftur. Án þess að ég vilji vera með of mikla bjartsýni er jafnvel hugsanlegt að lánakjör bankanna batni eitthvað. Eftir það sem á undan er gengið munu hinir nýju eigendur bankanna og íslenska Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa vakandi auka með íslensku bönkunum og því hugsanlega um "öruggustu" banka í heimi að ræða. Þetta eykur vonandi traust á íslensku bönkunum, sem eru auðvitað ekki lengur íslenskir. Að mínu mati er í raun er verið að segja Íslendingum að þeim sé ekki treystandi til að reka banka og betra sé að útlendingar sjái um það. Þetta er kannski í ljósi reynslu undanfarinna ára rétt staðhæfing hjá þeim, sem illa fóru út úr viðskiptum við okkur.

Nú þarf ríkisstjórnin "einungis" að tryggja að Icesave samningurinn verði samþykktur, en þá eru öll stóru málin komin í höfn. Þá getur ríkisstjórnin farið að einbeita sér að fjölskyldum og fyrirtækjum landsins, með þeirra verðtryggðu lán og myntkörfulánin, 9% atvinnuleysi, gífurlegan halla á ríkissjóði o.s.frv. 

Ráðhúsið í BrusselPlan vinstri stjórnarinnar er eins og ég hef alltaf sagt frekar einfalt. Þetta plan þekkja sjálfstæðismenn að hluta til, enda var það kynnt þeim í vetur á meðan á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóð. Líkt og ég hef bent á, hér á blogginu, í marga mánuði hefur ekkert verið gert hér á Íslandi í vetur án þess að ESB hafi verið með puttana í því. Gildir þar einu hvort við tölum um lánin frá AGS, Norðurlöndunum eða annarsstaðar frá, Icesave samningana eða enduruppbyggingu bankakerfisins. Þetta var í raun staðfest af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir og síðan í kjölfarið af Svavari Gestssyni. Ég tel að efnahagsáætlun Samfylkingarinnar sé í raun samsuða efnahagsáætlunar AGS, gömlu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Evrópusambandsins og þá sérstaklega Breta og Hollendinga.

Árni Sigfússon í ham í HelguvíkEndurreisn Íslands mun virðast okkur Íslendingum hægfara, þótt í raun sé margt á seiði, sem við sjáum fyrst rætast eftir 6-12 mánuði. Endurreisnin gæti þó náð ágætis skriði þegar lánsfé fæst til virkjunarframkvæmda. Við megum ekki gleyma að erlendar spár - bæði AGS og annarra - segja að langtímahorfur séu öfundsverðar, m.a. vegna auðlinda okkar. Það er því ljóst að lánadrottnar okkar og AGS mun verða fylgjandi slíkum framkvæmdum og munu beita sér fyrir því að þær komist á koppinn. Þetta gera þeir ekki endilega af vorkunnsemi og til að hjálpa okkur, heldur til að fá skuldir sínar greiddar til baka.

Fyrirhugaðar framkvæmdir í HelguvíkMörgum óhagkvæmum álverum hefur verið lokað að undanförnu. Álverð fer núna hækkandi og því ekki óeðlilegt að ætla, að margir álframleiðendur vilji nota árin 2010-2012 til að undirbúa uppsveifluna í efnahagslífi heimsins, sem mun byrja hægfara á næsta ári og fara verulega af stað árið 2011-13. Það er mín spá, að framkvæmdir í Helguvík, bæði í álverinu og Kísilverksmiðjunni, fari á mikinn skrið á næsta ári. Þetta er ekki síst að þakka sölu Hitaveitu Suðurnesja til erlendra aðila, sem tryggir fjármögnun Hitaveitunnar og þar með orkusölu til beggja fyrrgreindra verkefna. Ég er einnig þeirrar skoðunar að erlendir aðilar muni "melda" sig vegna álvers á Húsavík auk annarra orkufrekra fyrirtækja hér á landi.

Íslenska sauðkindinÞegar vorið 2010 mun koma í ljós, í aðildarviðræðum við ESB, að sambandið mun koma Íslandi til einhverrar hjálpar vegna Icesave skuldanna. Mjög góð lausn finnst á fisveiðistjórnunar- og landbúnaðarmálum á Íslandi í aðildarviðræðunum. Í reynd er að mínu mati búið að vera að vinna að lausn þessara ágreiningsmála í allan vetur, m.a. samfara Icesave samningunum. Íslendingar munu sjá að eina skynsamlega leiðin er að samþykkja aðildarsamninginn og verða 28 aðildarríki ESB. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hafa áttað sig á þessari staðreynd, en aðrir þráast við, m.a. vegna andstöðu kjósenda í kjördæmum þeirra, t.d. Jón Bjarnason og frændi minn Ásmundur Einar Daðason. Þetta er í raun eina skynsamlega skýringin á viðsnúningi Steigríms og Ögmundar í ESB málum og Icesave málinu.

KárahnjúkarSigur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gæti orðið sætur, ef þeim endist þá tími til að njóta hans. Hætta er á að mjög mikil spenna og óánægja verði innanborðs hjá VG þegar fram í sækir og það sama gildir auðvitað um Samfylkinguna. Massífur niðurskurður á fjárlögum ríkisins bitnar ekki aðeins á velferðarkerfinu, en skjólstæðingar þess kerfis eru tryggustu kjósendur beggja þessara flokka. Niðurskurður í menntakerfinu verður að sama skapi óvinsæll, en mikið af kennurum og nemendum eru fylgismenn beggja þessara flokka. Laun opinberra starfsmanna munu standa í stað eða lækka á þessu og næsta ári, en stór hluti opinberra starfsmanna kýs báða þessa flokka. Að auki mun Samfylkingin þrýsta á VG að samþykkja miklar virkjunarframkvæmdir og framkvæmdir á sviði orkufreks iðnaðar, sem kjósendur VG og Samfylkingar eiga erfitt með að sætta sig við. Forusta VG er hins vegar tilneydd til að gera tilslakanir varðandi orkufrekan iðnað, sem er eitt af fáu sem gæti að einhverju leyti bjargað efnahagsmálunum næstu 4 árin. Við megum heldur ekki gleyma að Samfylkingin er með mjög stóran hóp umhverfissinna innanborðs (Fagra Ísland). Þessu til viðbótar bætast síðan "svik" forystu VG við kjósendur þeirra í ESB málinu og ekki síður í Icesave málinu. Kjósendum VG hlýtur að finnast Samfylkingin vera að ná öllum sínum málum fram á meðan hún gefur endalaust eftir. Jóhanna Sigurðardóttir, og þó sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon, verða að vera algjörir snillingar til að halda þessari ríkisstjórn saman næstu fjögur árin. Það verður þó að segjast, að þetta hefur Steingrími tekist allt frá stofnun flokkins 6. febrúar 1999 - geri aðrir betur!


mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þau síðast nefndu hafa aldeilis staðið sig vel hingað til. óskum þeim góðs gengis við næstu atrennu þjóðinni til heilla.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.7.2009 kl. 21:04

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þórdís:

Þótt ég sé sjálfsstæðismaður, er ég fyrst og fremst Íslendingur og því hlýt ég að óska þeim góðs gengis, þótt það sé ekki nema vegna barnanna minna!

Hins vegar óska ég þessari stjórn engu langlífi, af því að ég held að hún bjóði ekki upp á réttu lausnirnar, þ.e.a.s. fyrir utan afstöðu hennar til ESB aðildar og lausnar á Icesave málinu.

Ég er þeirrar skoðunar að ágreiningu verði svo mikill á næsta ári að um hálfgerða stöðnun verði að ræða, t.d. í stóriðjuframkvæmdum. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.7.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Frímann:

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn) var undirritaður í Óportó hinn 2. maí 1992 og tók gildi gagnvart Íslandi hinn 1. janúar 1994, sbr. auglýsingu nr. 31 frá 1993.

Ég leyfi mér að gera heilmiklar kröfur til samningsins. Þótt ég styðji aðildarviðræðurnar vil ég sjá lausnir varðandi sjávarútveg og landbúnað. Séu það ekki alvöru lausnir verður að vega og meta, hvort rétt sé að gerast aðildarríki ESB. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.7.2009 kl. 23:59

4 Smámynd: Benedikta E

Hafðu engar áhyggjur Jón Frímann.

Við Íslendingar förum aldrei þarna inn - Þjóðverjar og Frakkar sjá um það ef ekki verða fleiri til þess..................

Benedikta E, 20.7.2009 kl. 00:00

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Benedikta:

Ég hreinlega trúi því ekki að Samfylkingin og VG hafi ekki tryggt stuðning þungavigtarríkja á borð við Þýskaland, Frakkland, Bretland og Ítalíu, meðalstóru ríkjanna Spánar og Póllands og svo auðvitað smáríkisins Hollands, vegna Icesave samkomulagsins.

Hafi þeir ekki gert það og umsókninni verður hafnað eða henni seinkar gera þessir tveir flokkar sig að fífli.

Svo er það annað mál að Ísland uppfyllir öll þau skilyrði, sem gerð eru til umsóknarlanda að ESB. Skilyrðin eru vel skilgreind og ESB getur ekki verið með einhverjar geðþóttaákvarðanir í þeim efnum, líkt og við þekkjum svo vel frá okkar stjórnvöldum.

Það eru gildar ástæður fyrir því að Tyrkland fær ekki aðgang, m.a. vegna brota á mannréttindaákvæðum, Kúrda vandamálsins o.s.frv.

Króatía er með þessa landamæradeilu við Slóveníu.

Önnur ríki á Balkanskaganum eru hreinlega langt frá því að vera á þeim "standard", að hægt sé að hleypa þeim inn, þó ekki sé nema vegna stjórnsýslulegra þátta. Það eru ótal tæknileg atriði sem þarf að uppfylla og með EES samningnum og að því ég get fullyrt vandaðrar stjórnsýslu get ég ekki séð að einhver vandkvæði ættu að vera á því að við umsóknin væri samþykkt, þ.e.a.s. ef Icesave málið er þá útkljáð!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 00:17

6 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Frímann:

Ég er hræddur um að við þurfum einhver meiri "garantí" en núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi býður upp á til að íslenska þjóðin samþykki aðildarsamning. Auðvitað þekki ég þetta með staðbundnu stofnana.

Ég held ég hafi lesið allt sem komið hefur út á prenti á íslensku um EES samninginn og ESB. Sumt af því hef ég lesið oftað en einu sinni. Ég skrifaði meistaraprófsritgerðina mín í Opinberri stjórnsýslu um áhrif inngöngu Íslands í ESB á tollinn.

Af þeim sökum er ég þokkalega vel inn í þessum málum. Ég skipti um skoðun á ESB eftir að hafa skrifað um það meistararitgerð, en við skulum vona að venjulegir Íslendingar þurfi ekki að lesa nokkur þúsund síður til að skipta um skoðun!

Ég hef minni áhyggjur af landbúnaðinum, þ.e.a.s. ef við Íslendingar náum inn finnska ákvæðinu. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 00:23

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Frímann:

Þú þekkir Íslendinga, þeir vilja alltaf eitthvað meira en aðrir fengu og það er það sem þeir verða fá. Það þarf ekki að vera mikið, en það það þarf að vera eitthvað!

Sömu sögu er að segja um landbúnaðinn, t.d. varðandi lifandi dýrin!

Líkt og ég segi alltaf, þá held ég að þegar sé verið að vinna að einhverjum séríslenskum lausnum í þessum báðum málum.

Reyndar held ég að ESB noti tækifærið og endurskipuleggi sitt fiskveiðistjórnunarkerfi og líklega verður það íslenska endurskipulagt á sama tíma, enda ekki vanþörf á! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 00:35

9 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Guðbjörn, ég tek undir framtíðarsýn þína að nokkru leyti.

Ég tek nú ekki undir fögnuð þinn af atburðunum í kringum HS Orku.  Þar er verið að einkavæða lífsnauðsynlegar auðlindir (ég tel rafmagn til slíkrar auðlindar).  Það að aðgreina landið frá sölu á rafmagninu er fáránleg leið til að reyna allt til að slá ryki í augu fólks.  Auðvitað er rafmagnið auðlindin!  Ekki landið!  Það er algjört prinsipp mál í mínum huga að einkavæða ekki slíkar auðlindir.  Ég sé fyrir mér hærra orkuverð og/eða óöruggari rekstur orkuveitunnar í framtíðinni.   Hvað var að gerast á bak við tjöldin?  Er verið að redda eigendum GGE?  Eða redda skelfilegum fjárhag bæjarins?  Það er samt dýru verði keypt í mínum huga, of dýru.

Ég geri mér grein fyrir því að innkoma fjármagns er mikilvæg fyrir áframhald Helguvíkurverkefnsisins.  En áfram erum við á sömu braut, einkavæða, selja í hendur fárra, úr höndum samfélagsins, halda áfram á sömu braut og kollsteypt hefur okkur.  Og nú lífsnauðsynlegar auðlindir.  Er ekkert athugavert við það að selja aðgang að andrúmsloftinu?  Er skynsamlegt að einkavæða nýtingarrétt andrúmsloftsins?  Yrði það ekki stigsmunur, fremur en eðlismunur? 

Mér finnst menn ekkert ætla að læra.  Áfram sama pukrið og eiginhagsmunagæslan.  Hefði ekki verið hægt að leita lána hjá fjárfestum sem myndu hafa trú á verkefninu?  Hvað með álframleiðandann sjálfan?  Eða þriðja aðila með aðstoð hans?  Hvers vegna var verið að pukrast með þessa sölu?  Hvaða unga félag er það sem kaupir sig inn í GGE?  Hversu traust er það?  Mér dettur í huga Thermo-plus ævintýrið...náttúrulega með hryllingi...

Hvað ESB varðar þá býr tilhlökkun í mér varðandi næstu framtíð - ef við berum gæfu til að beita skynseminni á málið.  Að minnsta kosti getur þetta orðið þjóð vorri til heilla.  Menn ættu EKKI að dæma málið út af borðinu fyrirfram.  Eitt af því sem verður fróðlegt að fylgjast með er hvort Seðlabanki Evrópu sé tilbúinn að styðja við krónuna á föstu gengi.  Þetta gæti aldeilis orðið gæfuspor fyrir okkur miðað við núverandi stöðu.

Eiríkur Sjóberg, 20.7.2009 kl. 01:31

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eiríkur:

Ég skal viðurkenna að í ljósi viðburða vetursins, var ég tortrygginn í garð sölu HS orku til einkaaðila. Einnig ættu menn að vita að ég hef verið gagnrýninn á "mína" menn innan Sjálfstæðisflokksins ef mér hefur sýnst svo, líka hér innan bæjarfélagsins. Segja má að Össur hafi komið með lausn mála þegar hann ákvað að í nýjum yrði að skipta orkuveitum upp í tvo hluta: orkuframleiðslu og veituhluta. Ég hef alltaf talið að veituhlutinn ætti að vera í eigum sveitarfélaga, en hef verið opinn fyrir því að orkuframleiðsluhlutinn væri að hluta eða öllu leyti í höndum einkaaðila. Ég er þeirrar bjargföstu trúar að opinberir aðilar eigi ekki að standa í áhætturekstri samfara orkufrekum iðnaði, heldur eigi einkaaðilar að standa í því. Það gildir jafnt um okkur á Suðurnesjum varðandi framkvæmdir í Helguvík og Orkuveitu Reykjavíkur eða REI á Indónesíu. HS veita verður jú áfram í eigu bæjarbúa. Ég get nú ekki farið meira í þetta, en ég minni á blogg sem ég skrifaði fyrir 1-2 vikum og gerði minni skoðun sæmilega skil.

Eftir að hafa séð nokkuð mikið af gögnum í málinu er ég þó þeirrar skoðunar að um góðan "díl" sé að ræða. Þetta segi ég ekki síst af því að við eigum handveð í bréfunum sjálfum ef illa fer. Vextir mættu vera hærri, en á móti kemur tenging við álverð, sem er fín, því álverð mun að mínu mati hækka úr 1600 USD í um 2400 USD á næstu 2-3 árum.

Við erum ekki að selja auðlindirnar, heldur að leigja þær til 65 ára, sem er ca. líftími virkjana. Það er eðlilegt að einkaaðili vilji leigja þetta út í a.m.k. jafnlangan tíma. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 07:18

11 identicon

@Jón Frímann

Þú ættir að lesa skjalið í linknum, ég er orði þreyttur á þessu blaðri þínu út um allar trissur um að það sé ekkert vandamál varðandi CFP, væri tilbreyting að þú kæmir með einhver rök svona einu sinni.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/kvotahopp_ESB_agust_2008.PDF

Við núverandi CFP yrðum við að deila staðbundnum stofnum með öðrum.

Eina lausnin er að staðbundnir stofnar við Ísland séu undanþegnir CFP, það eitt og sér mundi lýklega tryggja ESB í þjóðaratkvæði.

Eggert (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 07:29

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eggert takk fyrir þessa slóð. Bendi þér á að í þessari skýrslu kemur fram að talið er að 80 spönsk skip séu skráð í Bretlandi árið 2000 og hefur fækkað mikið . M.a. vegn reglna sem Bretar hafa sett um að skip sé skráð og gerð út frá Bretlandi og þjónustu og kosnaður við skipin verði til á Bretlandi. Þetta er náttúrulega atrið sem við þurfum að hafa á hreinu í samningum en um Breta gildir að þar hafa aðrar þjóðir veiðireynslu, sameiginlega fiskistofna og því er þetta ekki sambæri legt. En við yrðum náttúrulega að tryggja þetta og í lok skýrslunar stendur:

Nauðsynlegur hlekkur í keðjunni er að eftirlit með veiðum haldist snuðrulaust og óyggjandi um aflamagn og samsetningu. Íslenskum lögum og reglugerðum verður að vera hlýtt til hins ítrasta sem og samningum um kaup og kjör. Afraksturinn verður að skila sér inn í íslenskt efnahagslíf með svipuðum hætti og gerist hjá íslenskum fyrirtækjum í greininni.
Sjávarútvegsstefna ESB og dómafordæmi styðja þessi meginsjónarmið, en útfærslan gagnvart Íslandi yrði mikilvægt viðfangsefni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.7.2009 kl. 09:55

13 identicon

Magnús, mergur málsinns er að við getum ekki staðhæft að við sitjum að auðlindinni einir vegna einhvers hlutfallslegan stöðugleika.

Það er ekki verið að tala um kvóta sem Spánverjar fá úthlutað heldu er verið að tala um kvóta sem Bretar fá úthlutað og Spánverjar og fl eru að veiða úr með ýmsum ráðum.

Eftirfarandi eru reglurnar sem gilda, að ég best veit, til að fá að veiða úr kvóta Breta, aðeins eitt atriði er nægjanlegt til að fá úthlutun eða sambland atriða:


"a) 50% af afla skipsins sé landað í Íslenskri breskri höfn, eða
b) 50% áhafnar sé búsettur á Íslandi í Bretlandi (ekki nauðsynlega Íslenskirbreskir ríkisborgarar),
eða
c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn á 'islandi í Bretlandi
(lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða
50% af launagreiðslum útgerðarinnar), eða
d) önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með
blöndu ofangreindra skilyrða. Dæmi um slíkt er að helmingur veiðiferða sé frá
Íslenskri breskri höfn og helmingur af tíma í landi sé á Íslandi innan Bretlands, eða 35%
hafnardaga sé innan landsins og 40% kvóta sé landað í breÍslenskri breskri höfn, eða 30%
kvóta landað í Íslenskri breskri höfn og 45% útgerðarkostnaðar falli til innan Íslands Bretlands,
o.fl.
"



Dæmi: 50% áhafnar búi á Ísland => 100% aflans landað erlendis.

Upplýsingar og eftirlit breyta þessu dæmi ekkert.



"Mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi er svo afgerandi og einstakt að til þess
verður hvergi jafnað í öðrum hlutum Evrópu. Þjóðarbúskapurinn í heild og fjölmargar
byggðir eiga allt undir því að fiskveiðistjórnunin tryggi varanlega sjálfbærni auðlindarinnar og að afraksturinn nýtist þjóðinni og einstökum sjávarútvegsbyggðum. Gloppur í upplýsingum og eftirliti geta orðið dýrkeyptar.
"



Hagsmunir Íslands eru einfaldlega svo gríðalegir að eina ásættanlega lausnin væri að staðbundnir stofnar yrðu undanþegnir CFP

Eggert (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 10:59

14 identicon

Guðbjörn:

Ég er alltaf farinn að hallast meira og meira að því, að þú sért í raun Samfylkingarmaður, en ekki Sjálfstæðismaður.  Skrif þín um málefni ESB og jákvæðni þín varðandi aðild að ESB benda til þess að þú sért með Samfylkingarhjarta. 

Skrifin við þessa bloggfærlsu renna enn sterkari stoðum undir þetta þar sem þú mærir (mis)gjörðir núverandi ríkisstjórnar eins og þú væri Samfylkingarmaður og leigupenni á þeirra vegum að skrifa fyrir þá lofgjörð um ríkisstjórnina. 

Þetta skýrir etv. slakt gengi þitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sl. vor.

Jón Frímann:

Það má vel vera að sjávarútvegsstefna ESB sé eins og þú lýsir.  Hinsvegar er ekkert sem útilokar að ESB muni gera kröfur um að skip þeirra fái að veiða í Íslenskri lögsögu. 

Enn verra er að það verði ákveðið niður í Brussel, hvað Íslendingar megi veiða á eigin miðum, hversu mikið, hvenær, og umfram allt, hverjir megi veiða þar.  Þetta verður allt matreitt skv. þeirra höfði þarnar niður í Brussel af fólki sem hefur ekki hundsvit á fiskveiðum, né sem hefur þekkingu á Íslenskum sjávarútvegi.

Svo verðum við að hafa það í huga, að sjávarútvegur telst ekki til atvinnugreinar hjá ESB, heldur fellur sjávarútvegur undir umhverfismál.  Umhverfissjónarmið munu því ráða við úthlutanir fiskveiðiheimilda.

Þórðar Sveinn Arnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:39

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þaðverður líklega alveg sama hvernig aðildarsamningur mun líta út, þ.e. að því leiti að upp mun hefast mikið harmakvein, útburðarvæl og grátur og gnístran tanna frá hólum og giljum ýmiskonar (ætla ekkert að nafngreina þessi kennileiti neitt sérstaklega hér) 

Þjóðernisofstopi mikill mun og upp rísa og so videre.

Einna fróðlegast verður máske,  hvernig haldið verður á fjárfestingum erlendra aðila í útgerðarfyrirtækjum.  Hvernig menn ætla að leggja það upp.  (því eins og vitað er og samtök ýmis hafa kunngert,  þá ætla útlendingar að kaupa upp öll ísl útgerðarfyrirtæki og "stela auðlindinni okkar" eins og það er oft kallað.  Hafa planað það sennilega frá stofnun ESB og gott ef það kemur ekki fram í Rómarsáttmálanum að það sé einmitt höfuðmarkmið esb, að stela fiski frá íslandi)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 12:25

16 identicon

„Ég hef alltaf talið að veituhlutinn ætti að vera í eigum sveitarfélaga, en hef verið opinn fyrir því að orkuframleiðsluhlutinn væri að hluta eða öllu leyti í höndum einkaaðila.“ segirðu.

Ættu þá t.d. Norðmenn að einkavæða olíulindir sínar eins og t.d Venesúelar?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:18

17 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Guðbjörn, ég þakka þér umræðuna.  Þarna ef til vill kristallast okkar meiningamunur í pólitíkinni.

En taktu eftir, ég er þó þeirrar skoðunar að einkaaðilar eigi að njóta sín.  Mikilvægt að aðgengi þeirra að mikilvægum auðlindum sé jafnt og öruggt.  Þetta á m.a. við um rafmagnið (ath. ekki landið sem rafmagnið er framleitt á enda er það sjálft ekki auðlindin!).  Þannig hugnast mér vel að einkaaðilar sjái um að reisa álver (með samfélagslega ábyrgum hætti og með hliðsjón af umhverfisverndarsjónarmiðum - sem sé, hugsa dæmið lengra, helst til enda) og að þeir hafi aðgang að rafmagni á verði sem eðlilegt er á markaði.

En auðlindina sjálfa, rafmagnið í þessu tilfelli, á alls ekki að einkavæða því það þýðir að auðlindin er komin úr höndum hinna mörgu í hendur hinna fáu.  Þar með takmarkast aðgangur að auðlindinni (Hvað verður þá um hið dýrmæta frelsi til athafna - sem ég hélt að við værum báðir sammála um að ætti að vera sem mest).  Mjög hætt er við því að verðið hækki, enda er það "auðvitað" eina leiðarljós kapítalistanna - að græða peninga, eða að dregið verður úr rekstrarkostnaði, sem getur komið fram í minna öryggi, t.d. færri starfsmönnum og jafnvel minnkað viðhald o.s.frv.  Ég er ekki að segja að þetta verði raunin, en þetta getur gerst og mun líklega gerast.

Því er þetta prinsipp mál í mínum huga.

Eiríkur Sjóberg, 20.7.2009 kl. 13:53

18 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er oft með umræðuna um sjávarútveg og esb - að hún fer út og suður.  Öllu hringlað saman.  Búinn til pottréttur.

Fjárfestingar útlendra í sjávarútvegi er eki tengt  CFP (allavega ekki samkv. mínum skilningi)  Það hlýtur að snúast um frjálst flæði fjármagns.

Reyndar hafa útlendinar leifi til fjárfestinga í sjávarútvegi samkv. núgildandi reglum.  Ekki alveg búinn að finna út hve mikinn en samkv. sumum heimildum virðist það vera 25% og allt að 49% í vissum tilfellum. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 13:56

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alþingi hefur sett lög sem takmarka erlenda eign í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum þannig að útlendingar geta óbeint átt allt að 49,99% í fyrirtækjunum en afar lítið er um erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Þorsteinn Briem, 20.7.2009 kl. 14:15

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, það virðist ekki vera mikil eftirsókn hjá útlendingum að nýta sér þessa heimild (Bíð spenntur eftir útskýringum á því)

Svo er það annað, heimildin til að setja reglur um efnahagsleg tengsl við ríki er gert er út frá.  Og er þá oft komið með Bretland sem dæmi, eins og Eggert gerir hér að ofan.

Þarna þyrfti kannski nánai umfjöllun eða upplýsingar.

Oft er td. sagt eða gefið í skyn að ekki megi vera strangari reglur og ECJ hafi dæmt þar að lútandi.

Eg held nefnilega að það sé ekki rétt.  Eg held að ECJ hafi ekki sett nein fyrirmæli um hver skilyrðin væru varðandi efnahagsleg tengsl, heldur aðeins sagt að það væri heimilt samkv. evrópureglum/lögum.   Sem sagt, það er opið hvernig farið er að því.  Það er ekkert sem segir að aðferð Breta sé endapunktur eða endanlegt svar.  Hámark eða þess háttar.  Held ekki nefnilega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.7.2009 kl. 16:06

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar og Árna Sigfússonar:

„Sjávarútvegsstefna ESB er í endurskoðun og á að vera lokið fyrir árið 2012.

Margt bendir til að endurskoðunin færi stefnuna nær þeirri íslensku.

Svæðisbundin stjórnun verður aukin og hagsmunaaðilar hafðir með í ráðum varðandi aflamark. Reglum um brottkast breytt í takt við íslenskar reglur.

Barátta gegn ólöglegum og óskráðum veiðum í takt við stefnu Íslands. Minni floti og samdráttur í styrkjum. ESB hefur litið til Íslands og Noregs í auknum mæli við framkvæmd og þróun eigin sjávarútvegsstefnu.

Ísland er risi á sjávarútvegssviðinu í samanburði við ESB.“

Þorsteinn Briem, 20.7.2009 kl. 16:14

22 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þórður Sveinn:

Ég hef alla tíð sagt að flokksbundnum sjálfstæðismönnum leist bara ansi vel á mig - sérstaklega bændum og útgerðarmönnum - áður en ég fór að tjá mig um ESB.

Ég veit vel að stór meirihluti þeirra sem enn kjósa flokkinn (23,7%) fylgja mér ekki að málum, en það skiptir mig ekki miklu.

Ég er hægri maður en ekki vinstri maður og það er mitt síðasta orð.

Þú verður að koma meirihluta Evrópuþingsins, sem eru hægri flokkar, í skilning um að þeir séu í raun til vinstri af því að þeir styðja ESB.

ESB aðild hefur ekkert með hægri/vinstri að gera og það eru meira að segja frekar hægri flokkarnir í Evrópu sem styðja ESB.

Sjálfstæðisflokkurinn - og flestir hægri menn hér á landi - eru algjörlega búnir að mála sig út í horn í þessu máli. Sjálfstæðisflokkurinn er með einangrunarstefnu sinni kominn með svipaða afstöðu og kommúnistar, fasistar og öfgaþjóðernissinnar innan ESB. Hvað á maður að segja meira! Þetta er skiljanlegt með VG, því mikið að vinstriflokkum eru á móti ESB, en hófsamir hægri flokkar á borð við Sjálfstæðisflokkinn - óþekkt staðreynd!

Ef þetta væri ekki svona alvarlegt, væri þetta hlægilegt!

þegar við erum komin inn, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að vinna með United Kingdom Independence Party(UKIP) í Bretlandi og svipuðum flokkum innan ESB?

Þetta er í raun grafalvarlegt mál fyrir hófsaman hægri flokk, þ.e.a.s. ef flokkurinn telur sig enn vera slíkan flokk?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.7.2009 kl. 16:25

23 identicon

@Frímann

Allur kvót á staðbundnum stofnum munum við fá eins og staðan er í dag, það er ekki umdeilt.

Aðrar þjóðir fá ekki kvóta hér við land vegna veiðireynslu eins og staðan er í dag, það er ekki umdeilt.

Aðgangur annara þjóða kemur innanfrá þ.e.a.s í gegnum fjárfestingar annara þjóða í Íslenskum sjávarútvegi eða stofnun slíkra fyrirtækja hér á landi.

Ástæðan fyrir að bretar eru teknir sem dæmi er að þeir hafa verið að reyna að koma í veg fyrir kvótahopp síðastliðin 20ár og fengið á sig dóma vegna reglugerða sem þeir hafa sett.

Það er einfaldlega ekki tryggt að arðurinn af sjávarútvegsauðlindinni skili sér hér heima, það eru einfaldlega of margir gluggar opnir til að húsið sé þjófhellt.

Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi CFP og annað sem gæti haft áhrif á fiskveiðiauðlindina, kannski gerist ekkert, kannski missum við auðlindina smátt og smátt, kannski eftir 50ár höfum við glatað auðlindinni alveg hver veit en ef við opnum á aðgang að henni á einn eða annan hátt er ekki víst að við fáum um það nokkru ráði einn góðan veðurdag hvað verður um hana.

Má minna á að það datt ekki nokrum manni í hug, svo að ég viti, að við upptöku  EES samningsins að hann innihéldi "Icesave", hagsmunir okkar eru einfaldlega svo gríðalegir að ein jarðsprengja í regluverki ESB gæti ógnað tilvist þessara þjóðar í eitt skipti fyrir öll.

Ég hef engin tengsl við fiskvinnslu eða útgerð á einn eða neinn hátt og ég er ekki sáttur við hvernig þessara núlifandi kynslóða útgerðar og sjómanna hafa gengið um auðlindina, ég er ekki sáttur við hvernig auðlindinni hefur verið úthlutað og veðsett fyrir braski nokkura manna og svo mætti lengi telja en ég hef ekki heldur rétt sem Íslendingur að samþykkja eitt eða neitt sem ógnar þessari auðlind og þar með rétt ófæddra kynslóða til að nýta hana.

Eggert (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 19:11

24 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 21:40

25 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Þorsteinn,

Takk fyrir hlekkinn.

Getur þú upplýst mig um hvað slæmt er við þetta sem þú kallar "New World Order"?  Geturðu sagt mér hver punkturinn hjá þér er, í fáum orðum?  Ég spyr þig því mig langar að skilja hvað þú ert að fara.

Mér sýnast hagsmunir vera fólgnir í aukinni samvinnu þjóða í milli.  Af hverju ætti það að vera slæmt?

Ertu virkilega að halda því fram að fámenn klíka auðmanna séu að reka Ísland inn í ESB?  Og hvers vegna ættu þeir að vera að því?  Hvert er markmiðið með þessu "New World Order"?

Eiríkur Sjóberg, 20.7.2009 kl. 22:59

26 Smámynd: Arnar Guðmundsson

SAMMLA FRÍMANN

Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 23:27

27 identicon

@ Frímann

"Samkvæmt lögum sem gilda um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi getur erlendur aðili átt allt að 25% í félagi sem er 100% eigandi að félagi sem rekur útgerð og/eða frumvinnslu á fiski og allt að 33% ef eignarhluti er lítill, það er minni en 5%. Ef farið er með eignarhaldið í gegnum tvö félög getur erlendur aðili hinsvegar átt allt að 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki. Rökin á bak við þessum tæknilegu hindrunum eru í grunninum þau að tryggja áframhaldandi yfirráð Íslendinga yfir þessari mikilvægustu auðlind okkar, að sögn Finnboga."

"Hámark beinna fjárfestinga í bandarískum sjávarútvegi 25%

Í ræðu hans kom fram að í Bandaríkjunum er hámark beinna erlendra fjárfestinga í fiskveiðifyrirtækjum 25%. Þetta hlutfall var 49% fyrir nokkrum árum en var lækkað í 25%. Segir Finnbogi að erfitt sé að skilja þessa breytingu ekki síst í ljósi þess að sjávarútvegur vegur brotabrot í efnahagsbúskap Bandaríkjanna.

Í Kanada er hámarkseignaraðild erlendra aðila 49%, í Noregi 40% og í Færeyjum 33,3%. Í þessum löndum ríkja hins vegar engar takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila í fiskvinnslufyrirtækjum. Í löndum Evrópusambandsins eru engar takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila.

„Hér á landi er sambærilegt hlutfall 0%, sem sagt ekki neitt, hvað varðar beinar fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum en allt að 49,9% eftir óbeinum leiðum í gegnum millifélög, “ að sögn Finnboga."

Kannski er þetta ástæðan Frímann, tæknilegs eðlis.

Heimild: 

 http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2004/10/20/edlilegt_ad_heimila_fjarfestingar_utlendinga_i_skra/

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:21

28 identicon

@Frímann

Ástæðan fyrir að ég hef ekki verið að kvarta yfir álinu er að orkulindirnar eru, að ég veit best, ekki í erlendri eigu.

Kannski er full ástæða til að kvarta yfir því sem miður hefur farið í að innheimta arð af þeim auðlindum og breytingum sem eru að eiga sér stað í þeim efnum(HS og sú umræðan sem á sér stað í þessu bloggi um þau mál), en eins og staðan er í dag þá er full ástæða til að ræða fisveiðiauðlindirnar þar sem til stendur að opna aðgang að þeim fyrir erlendri eignaraðild og nýtingu.

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:10

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst ekki alveg ljóst hvað finnbogi meinar.  Er hann þá að segja að 2004 hafi sjávarútv.fyrirtæki verið í allt að helmings eigu skelfilegra útlendinga - óbeint ?

Veit ekki, en ég er helst á því að sú kenning sumra íslendinga að erlendingar mundu bara koma hér og kaupa útvegsfyrirtæki hægri vinstri o.s.frv. sé stórlega ofmetin.  Er ekki alveg að sjá það gerast. 

Annars sé ég ekkert í sjálfu sér óskaplegt við það heldur þó útlendingar eigi í einhverju útgerðarfyrirtæki.  Ekki gafst nú vel að íslendingar ættu banka.

En sumir íslendingar eru hræddir um að erlendingar hafi í huga að  "stela auðlindinni okkar" eins og það er stundum orðað.  En þá má ekki gleyma því að hægt er að setja reglur ýmiskonar varðandi tengsl við heimaríkið og ég er helst á því að þær séu miklu fjölbreyttari og margþættari en sumir vilja meina.

Hefði hug á að vita hvernig danirnir fara í málin.  Þeir eru nú þekktir fyrir að vera býsna sneddý þegar kemur að útfærslum margskonar.

Að öllum líkindum er verið að gera miklan úlfalda úr mýflugu varðandi erlenda og sjávarútveg.   Helst því.  Minnir náttúrulega á umræðuna og EES.  Þá áttu útlendingar (helst þýskir tannlæknar minnir mig) að kaupa upp alla dali og fjöll hérna og allt ftir því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 11:16

30 identicon

Eiríkur

Það er ekki auðvelt að upplýsa hvað "New World Order" er í fáum orðum, en þetta sem hann Dr. John Coleman er sennilega ein besta lýsingin á þessu í fáum orðum:

"A One World Government and one-unit monetary system, under permanent non-elected hereditary oligarchists who self-select from among their numbers in the form of a feudal system as it was in the Middle Ages. In this One World entity, population will be limited by restrictions on the number of children per family, diseases, wars, famines, until 1 billion people who are useful to the ruling class, in areas which will be strictly and clearly defined, remain as the total world population.

There will be no middle class, only rulers and the servants. All laws will be uniform under a legal system of world courts practicing the same unified code of  laws, backed up by a One World Government police force and a One World unified military to enforce laws in all former countries where no national boundaries shall exist. The system will be on the basis of a welfare state; those who are obedient and subservient to the One World Government will be rewarded with the means to live; those who are rebellious will simply be starved to death or be declared outlaws, thus a target for anyone who wishes to kill them. Privately owned firearms or weapons of any kind will be prohibited."

Þetta hér fyrir neðan er svo lýsing  Paul Warburg (banker) og New World Order- sinna  um að þetta verður Alheimsstjórn:

"We will have a world government whether you like it or not. The only question is whether that government will be achieved by conquest or consent." (February 17, 1950, as he testified before the US Senate).

http://www.threeworldwars.com/new-world-order.htm

Það verður ekki langt að bíða þar til þessir litlu, litlu, nice, nice  ESB- sinnar byrja með aðra eins áróðurshrinu, en þá verður það fyrir þessari New World Order,  nú í dag er hægt finna bækur ESB- sinna eins og td. bækurnar "Building a New World Order" eftir Harald Muller, og The European Union Mercosul the New World Order eftir Helio Jaguaribe og 'Alvaro de Vasconcelos nú það eru til fjöldin allur af bókum sem lofsyngja þessari New World Order, eða eins og td. "The United Nations in the New World Order the Organization at Fifty" eftri Dimitris Bourantonis og Jarrod Wiener. Þannig að það verður ekki langt að bíða þar til að þið og allir þessir litlu, litlu, nice, nice ESB-sinnar hérna byrjíð aftur með annan eins áróður og lofsöng þeas fyrir þessari New World Order, vonandi verður þetta ekki eins mikill áróður og var fyrir þessu ESB-bákni. Það er kannski ætlun þeirra að fara hægt af stað sem New World Order -sinnar,  þar sem það getur verið erfitt að sameina allt undir þetta Nýja Heimsskipulag "New World Order" eða öll þessi sambönd þeas: Evrópusambandið (EU), Afríkusambandið (AU), Asíusambandið ( Asian Union), Suður-Ameríkusambandið (SAU), Mið-Ameríkusambandið (CAU) og hugsanlega fleiri sambönd undir eina alsherjar alheimsstjórn  "One World Governmet" (eða New World Order) Tyranny eins og menn eru að tala um við UN.  Fólk er reyndar farið að sjá hvað er á bakvið tjöldin hjá þessari Central Banks elítu Committee of 300, Rockefeller og Rothschild liðinu. Eiríkur hérna ég vonast bara til þess að fólk vakni upp og athugi þetta allt , ok?

The New World Order is Here!

Gordon Brown New World Order Speech

Henry Kissinger New World Order 2007

Henry Kissinger on CNBC calling for a New World Order 1-8-09 (from 1-5-09)

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:32

31 identicon

Sá stóri munur er á orkuauðlindum og sjáfarútvegsauðlindum að orkulindir er ekki sérlega hagkvæmt að flytja beint út(*) án þess að umbreyta orkunni yfir á annað form t.d ál, vetni eða gagnageymslu, sjávarútvegsauðlindina má auðveldlega flytja út án nokkura viðkomu á landinu og flytja hana þangað sem ódýrast er að vinna hana og græða sem mest á henni en með ákveðnum fjarlægðartakmörkunum þó.

(*)Það má líka flytja alla orkuna út til Evrópu með þessari tækni:

http://www.abb.com/cawp/seitp202/59e88322489bf9fbc1257402003b65ac.aspx

Það má segja út frá samkeppnis sjónarmiðum og til að ná sem mestri arðsemi úr orku og fiskiauðlindum að Íslendingar séu óþarfa milliliður.

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 11:42

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi þetta sem eggert nefnir (og þar erum við einmitt komnir að bottomlæninu hjá málflutningi sumr:  Vondir útlendingar geta keypt fyrirtækin og flutt allt beint út)

Þá ber að hafa í huga að íslendingar geta gert það sama og þegar af eftirfarandi sökum er slík umræða útí hött: 50% löndunarskyda.

(og jafnframt ber að hafa í huga að hægt er að setja fleiri reglur þessu viðvíkjandi.  Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 11:59

33 identicon

@Ómar

Þú hljómar svolítið svona 2007, þá mátti ekki gagnrýna bankakerfið að því að þá varstu annað hvort öfundsjúkur eða hafðir ekki vit á því sem þú varst að talaðir um.

Ég var eindregin ESB sinni en er frekar óákveðinn eftir að ég fór að lesa meira heldur en bara fyrirsagnirnar.

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 12:19

34 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það á nú frekar um þig.  Það sem þú ert að segja er beisikallí það sama og sagt var um banka og íslendinga.  Það var enginn - enginn betri í að raka banka en íslendingar.  Voru snillingar.  Afleiðingin:  Allt í rúst.

Nú ert þú búinn að yfirfæra ofannefnt þema á sjávarútveginn  (sem er nb. að sumra áliti stórskuldugur, einn og einn nefnir rústir því viðvíkjandi)

Eg er bara fyrst og fremst að reyna að draga fram staðreyndir málsins.  Fá fram efnisrök etc. 

Nú, eg hef td. þegar bent á að allt tal um að allur fiskur hverfi útí buskann -jafnvel þó erlendir ættu hvert einasta fiskiskip og hvert einast gramm af kvóta - stenst ekki þegar af þessum sökum einum, 50% löndunarskylda.

Nei eg skal segja ykkur það, að þessi umræða: Sjávarútvegur, vondir útlendingar OMG o.s.frv. - lyktar skuggalega af ýkjum og tröllasögum.  Rétt eins og umræðan var varðandi ees.  Þá áttu útlindingar að kaupa upp landið nánast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 13:12

35 identicon

@Ómar

Samkvæmt dæmi bretana, sem er raunverulegt, þá gildir líka sú regla að næjanlegt sé að 50% áhafnar sé búsettur á Íslandi í Bretlandi (ekki nauðsynlega Íslenskirbreskir ríkisborgarar) og má þá landa 100% aflans erlendis.

Þú ætir kannski líka að kynna þér árángur Nýfundnalands eftir að þeir gengu í Kanada, svona til að fá efnisrök og sjá reynslu annara af sambærilegum gjörningi og við ætlum að fremja, en eflaust eru þetta bara ýkju og tröllasögur að þínu mati.

http://www.liu.is/files/%7B69b37c9a-7627-46b6-b1e4-f51bb665c7a7%7D_geta%20%C3%ADslendingar%20l%C3%A6rt%20af%20reynslu%20n%C3%BDfundnalands.pdf

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 13:56

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei, þetta er bara ekki rétt hjá ér.  Þeir geta farið framá nokkrar leiðir, búsetu, löndunarskyldu etc.

Ef þeir fara framá 50% löndunarskyldu þá er 50% löndunarskylda  (en þá geta þeir líklega ekki farið framá að áhöfnin sé endilega breskir ríkisborgarar.

Eftir að essar reglur voru settar í bretlandi (veit ekki nákvæmlega hvernig þetta var útfært)  þá hefur kvótahopp ekkert veriðvandamál - og reyndar var það aldrei neitt rosavandamál.  Var nefnilega uppblásið að flokkum sumum sem ætluðu að nýta sér það til lýðskrums)

Það væri miklu skynsamlera að athuga hvernig frændum okkar og vinum dönunum hefur gengið.  Þeir hafa nú verið í bandalagi frjálsra og fullvalda lýðræðisþjóða eins langt og menn muna nánast og ekki heyrist neitt af miklum vandamálum þar.  (eg er nú hissa á Gunnari Rögnvaldssyni bloggara að upplýsa ekki innbyggjara íslands um sjávarútveg í danmörku)

Eg veit þó að þeir hafa 50% löndunarskyldu auk þess sem mér sýnist að þeir hafi ýmis önnur atriði líka sem ekki er alveg auðvelt að átta sig á í fljótu bragði.

Ennfremur, þegar menn eru að tala um að vondir útlendingar geti gert hitt og þetta, siglt hingað og þangað etc - þá verða menn að hafa í huga að íslendingar geta og gert hið sama !

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 14:35

37 identicon

"Samkomulagið mælti fyrir um að Bretum væri heimilt að viðhalda tilteknum
takmörkunum á skráningu fiskiskipa í Bretlandi í því skyni að sporna við kvótahoppi og
tryggja efnahagsleg tengsl útgerða við Bretland. Þessi lög hafa verið í gildi frá 1. janúar
1999 Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna atriða til að geta
fengið úthlutað kvóta í Bretlandi:
a) 50% af afla skipsins sé landað í breskri höfn, eða
b) 50% áhafnar sé búsettur í Bretlandi (ekki nauðsynlega breskir ríkisborgarar),
eða
c) verulegur hluti útgjalda útgerðar skipsins sé tilkominn í Bretlandi
(lágmarksviðmiðun eru útgjöld sem svari til 50% af aflaverðmæti skipsins eða
50% af launagreiðslum útgerðarinnar), eða
d) önnur atriði sem geti sýnt fram á raunveruleg efnahagsleg tengsl, t.d. með
blöndu ofangreindra skilyrða. Dæmi um slíkt er að helmingur veiðiferða sé frá breskri höfn og helmingur af tíma í landi sé innan Bretlands, eða 35%
hafnardaga sé innan landsins og 40% kvóta sé landað í breskri höfn, eða 30%
kvóta landað í breskri höfn og 45% útgerðarkostnaðar falli til innan Bretlands,
o.fl."

Veit ekki hvernig þú færð út að það sé 50% löndunarskylda ef 50% áhafnar er búsett á Íslandi. Þeir þurfa BARA að uppfylla EITT skilyrði: a) EÐA b) EÐA c) EÐA d).

Þetta er raunverulegt dæmi og ætti að gefa okkur hugmynd um hvað er í boða fyrir okkur, held að þú kallir það efnisrök.

Heimild:

 http://www.utanrikisraduneyti.is/media/PDF/kvotahopp_ESB_agust_2008.PDF

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:04

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sko Eggert, eg skil alveg hvað þú ert að fara - en jafnframt finnst mér þetta ótrúlega langsótt túlkun hjá þér og þó nokkurt hugmyndaflug (færð plús í kladdann fyrir það) .  Þú mundir hverfa alveg strax frá þessari túlkun ef þú læsir meira í kringum þetta.

Belive me, ríkin geta sett reglur samkv. ofantöldu, a,b, c etc.  Ef ríkið setur 50% löndunarskyldu - þá er 50% löndunarskylda.   Þau geta líka sett reglur sem er sambland af abc,  o.s.frv. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 15:35

39 identicon

Sem sagt Ómar þá er þú samála því að við þurfum að deila staðbundnum stofnum me öðrum?

Eggert (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 19:31

40 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ha ?  Veit ekkert hvað þú ert að fara.

En varðandi fjárfestingar í sj.útv.fyrirtækjum, þá býst maður svo sem við að slíkt komi til tals í aðildarviðræðunum.  Kæmi það ekk á óvart.

En td. töldu nojarar að það atriði væri alveg tryggt í samningunum 1994  og voru sameiginlegar yfirlýsingar þar að lútandi hjá Noregsmönnum og ESB að tryggja bæri efnahagsleg tengsl við Noreg.

Við erum einfaldlega ekkert að tala um rosavandamál hérna og allur hræðsluáróður and-sinna og líú spekúlanta hefur feilað að sýna fram á hvernig skelfilegheitin eigi að gerast.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2009 kl. 20:38

41 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það er frábært en um leið fágætt að sjá Sjálfstæðismann í dag tjá sig af jafn mikilli skynsemi og yfirvegun í þessu máli eins og Guðbjörn. Auðvitað er það rétt hjá honum að við erum fyrst og fremst Íslendingar, en ekki Sjálfstæðismenn, Samfylkingarfólk eða eitthvað annað. Þess vegna er svo sorglegt hvað margir eru fastir í skotgröfum um hvert einasta mál þegar sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið legið við að við stöndum saman og fjöllum um málin af SKYNSEMI.

Svala Jónsdóttir, 21.7.2009 kl. 23:49

42 Smámynd: Arnar Guðmundsson

RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,

Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:24

43 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ágætu bloggarar:

Tók mér smáfrí, því það var svo mikið að gera í vinnunni.

Sendi frá mér blogg um helgina. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.7.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband