30.7.2009 | 20:10
Tímarnir breytast og kerfið með, en samt er nauðsynlegt að standa rétt að breytingum ...
Ekki ætla ég að gagnrýna ákvörðun Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra að landið verði gert að einu lögregluumdæmi, því slíkar hagræðingaraðgerðir - ásamt svipuðum aðgerðum varðandi varðandi skattstjóra og sýslumenn - hef ég bent á í mjög langan tíma.
Það er vissulega skiljanlegt, í ljósi erfiðrar stöðu ríkisfjármála, að farið skuli í stórkostlegan niðurskurð á framlögum til löggæslumála - líkt og skorið er niður í öllum málaflokkum hjá ríkisvaldinu -, sem birtist m.a. í formi breytinga á vaktakerfi og niðurskurði á yfirvinnu og fastri yfirvinnu o.s.frv. Svipaður niðurskurður bitnar því miður niður á starfsmönnum og starfsemi allra ríkisstofnana, m.a. þeirri sem ég vinn hjá, tollstjóra.
En hvernig í ósköpunum dettur hinu háa ráðuneyti í hug að fara í slíkar "strúktúrbreytingar" án þess að tryggja fyrir því einhvern stuðning lögreglumanna og yfirmanna löggæslu um land allt? Kannski er tími til kominn, að einhverjir sérfræðingar í breytingarstjórnun komi að slíkri endurskipulagningu hjá hinu háæruverðuga dómsmálaráðuneyti?
Ljóst er að hið háa ráðuneyti fellur ítrekað á námskeiðinu "breytingastjórnun 101".
Ísland verði eitt lögregluumdæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.