Kannski að sjálfstæðismenn fari að trúa mér núna ...

Bara hægt að brosa ...Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins í morgun um að 60% landsmanna væru fylgjandi ESB aðildarviðræðum kom mér ekki á óvart. Þaðan af síður var ég hissa á að stuðningsmenn aðildarviðræðna við ESB innan Sjálfstæðisflokksins væru svo margir.

 

 

Um langan tíma hef ég haldið fram að um 25-30% kjósenda Sjálfstæðisflokksins væru fylgjandi ESB aðildarviðræðum. Nú hefur tiltölulega áreiðanleg skoðanakönnun sýnt fram á að tæpur helmingur sjálfstæðismanna, eða um 46,4 prósent, sé hlynntur aðild, en 53,6 prósent andsnúnir aðild. Þegar þetta er skoðað má ekki gleyma að fylgi flokksins er enn aðeins um 30%, sbr. skoðanakönnun Fréttablaðsins frá í gær. Segja má að enn vanti um 10% af fylgi Sjálfstæðisflokksins upp á miðað við fylgi flokksins í skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því í febrúar 2008. Ég leyfi mér að fullyrða að langstærstur hluti þessara 10% séu fylgjendur ESB. Því má með sanni segja að fengjum við þessi 10% til baka, sem hlýtur að vera vilji allra sannra sjálfstæðismanna, væri meirihluti innan flokksins fyrir aðildarviðræðum við ESB.

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í dag að það komi honum ekki á óvart að skiptar skoðanir séu um þetta mál meðal flokksmanna. Síðan er vitnað beint í formanninn:

 

"Á hinn bóginn vekur það athygli mína að mikill munur er á niðurstöðum kannana þegar spurt er hvort stuðningur sé við aðildarviðræður annars vegar, og hvort Ísland eigi að ganga í ESB hins vegar. Það er einkennandi fyrir umræðuna að mjög miklar væntingar eru gerðar til þess samnings sem okkur stendur mögulega til boða ...".
 

Reykjavík

Skarplega athugað Bjarni. Hvorki ég eða Ragnheiður Ríkharðsdóttir eða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eða Þorsteinn Pálsson eða Vilhjálmur Egilsson eða Benedikt Jóhannesson eða Ragnheiður Helgadóttir eða Þór Vilhjálmsson eða tugþúsundir annarra hægri manna í landinu hafa farið fram á annað en viðræður við Evrópusambandið. Það er rétt að við, sem viljum aðildarviðræður við friðarbandalagið, höfum trú á að aðild að bandalagi Evrópuþjóða hafi góð áhrif á okkar samfélag hér á norðurhjara, en ekkert af okkur er til í að skrifa upp á aðild án þess að sjá samninginn þar á bak við!

 

Ég er í eðli mínu ekki "Besserwisser", en ansi held ég að fari um þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í Kraganum núna, þegar þeim er ljóst að 60-70% þeirra kjósenda vilja í aðildarviðræður. Í næstu kosningum verða engin prófkjör og því lítil hjálp í "flokksvélinni" góðu, sem komið hefur mörgum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins vel í hinum ýmsu kjördæmum, þ.e.a.s. þeim sem vel eru tengdir. Nei, nú verður aðeins ein kosningabarátta fyrir Alþingiskosningar og þar eru allir jafnir!

 

Hvernig ætla þingmenn Reykjavíkur og Kragans, aðrir en Ragnheiður Ríkharðsdóttir, að útskýra fyrir kjósendum sínum, að þeir hafi kosið tvisvar sinnum á móti aðild í næstu Alþingiskosningum, sem gætu orðið fyrr en síðar? Næstu kosningar munu fyrst og fremst snúast um afstöðu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins til ESB og þá ekki síst í þéttbýliskjörnunum.

 

Hvenær ætli þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og í Kraganum setji í bakkgírinn? Þegar 70, 80 eða 90% landsmanna eru fylgjandi aðild eða þegar 50, 60, 70, 80 eða 90% flokksmanna eru hlynntir aðild?

 

Líkt og Pétur Blöndal sagði nýlega í morgunútvarpi Ríkistútvarpsins:

 

Leiðtogar leiða en lýðtogar eru leiddir af lýðnum 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurbjörg:

Takk fyrir þetta.

Slæmt að fá aðeins hól frá "krötum", en betra er hól frá krötum en alls ekkert hól!

"I have a dream ..."

Og sá draumur er um að byggja hér upp aftur gott og frjálslynt samfélag, sem byggði á blönduðu markaðshagkerfi. Draumur minn var að tveir íslenskir flokkar byggðu upp slíkt þjóðfélag.

Annarsvegar var um Samfylkinguna að ræða, sem átti að passa upp á félagslega þáttinn og síðan átti "skynsami" markaðshyggjuflokkurinn að hugsa um atvinnuvegina og þar með þjóðina.

Með þessa báða stjórnmálaflokka við stjórnina sá ég fyrir mér að við gætum byggt upp algjört mannlegt þjóðfélag þar sem allir nytu sín! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Málið er að nú er búið að sækja um aðild að ESB, þannig að þetta á að vera komið upp úr flokka skotgröfum, nú er ekkert lengur að ræða um að sækja fylgi í kosningum til þeirra sem vilja ganga í ESB eða sækja fylgi til þeirra sem vilja ekki ganga í ESB. Allir flokkar eiga nú að bretta upp ermar og sækja hart um að fá eins góða niðurstöðu í aðildarviðræðum og mögulegt er til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar ef samningurinn verður samþykktur. Svo eftir aðildarviðræður, og þjóðaratvkæðisgreiðslu, þá geta menn farið að berjast á milli flokka aftur.

Flottur pistill hjá þér.

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 00:36

3 identicon

"..60% landsmanna væru fylgjandi ESB aðildarviðræðum.."???

viðræður og aftur viðæður, en ekki endilega aðild að ESB

En ESB -sinnar verða síðar meir New World Order- sinnar þú hérna Guðbjörn:

"..on 18th January 1989 between Gorbachev and key members of the Trilateral Commission - Rockefeller, Kissinger, Nakasone and Giscard d'Estaing. They encouraged the Soviets to integrate into the world's economic and financial institutions (GATT, IMF) and also into the European Community. Giscard announced that there would be a European state within twenty years and asked Gorbachev which East European countries would be allowed to join. Kissinger then asked what the Soviets thought of the concept of 'Europe from the Atlantic to the Urals'. On 19 July 1990, Jacques Delors, President of The European Commission visited Moscow and confirmed in secret that he wanted the Soviet Union to be part of the future European state. However three months before, his close friend and European co-chairman of the Trilateral Commission, Georges Berthoin had met with Gorbachev's European advisor, Vadim Zagladin. Berthoin was the ambassador who set out Delors' views ahead of time. One of the possiblities Delors asked him to discuss was whether the USA and Japan should also be integrated with Europe and the Soviet Union. This idea reflected the intercontinental membership of the Trilateral Commission. As we near our final destination of one world government and the New World Order, it's very important to realize who planned the journey. Why have the richest and most powerful men in the world done everything possible to conceal what they have been doing? If we are on the road to utopia, why the need for secrecy?" (The Police State Road Map (March 2005 Edition, bls 29)

  www.policestateplanning.com

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 01:35

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

áróðurinn hefur verið í þá áttina að það sé í lagi að gá hvað er hægt að fá fram með samningum við ESB. 

 Þeir sem eru á móti ESB telja að ekki sé hægt að tryggja rétt okkar að auðlindum okkar og eru því á móti.

 Þessi skoðannakönnun segir mér ekkert nema að áróðurinn sem gekk fyrir kostningar hafi náð í gegn.  Áróðurinn sem var rekinn uppí háskóla íslands fór ekki framhjá mér fyrir kostningar.

 Síðan minni ég á að áhugi manna á ESB eykst í öfugu hlutfalli við stöðu efnahagsmála, þannig að Samfylkinginn vinnnur af því öllum árum að koma okkur inn. Samþykkja Icesave samninginn og að rústa efnahagslífinu.

 kv.

Jón Þór  

Jón Þór Helgason, 31.7.2009 kl. 09:10

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það er bara helvítis rugl nafni. Skoðanakannanir alveg aftur til ársins 2005 hafa staðfest trekk í trekk að það er mikill meirihluta vilji þjóðarinnar fyrir að ganga í ESB. Áróðurinn hefur einmitt verið ykkar meginn og einmitt á þann veg að það sé enginn stuðningur fyrir ESB aðildarviðræðum, inngöngu eða taka upp evru. Hérna geturðu til dæmis séð fyrir miðri síðu skoðanakannanirnar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Iceland_eu

Þjóðin veit hvað hún vill, hún vill ESB. 

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 09:35

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Gunnbjörn.

Nú er ég ekki á móti ESB og dvel nokkurn tíma ár hvert í einu ríkjanna. Málið snýst um kosti og galla með inngöngu. Sú umræða hefur ekki farið fram hérlendis nema að litlu leiti. Í Morgunblaðinu í vetur var ítarlega fjallað um Evrópusambandið og þeim mun meira sem ég las, þeim mun sannfærðari var ég að gallarnir við inngöngu væru meiri en kostirnir.

Daglega hef ég samstarf við fjölda fólks, samstarfsmanna,kunningja, vina og vandamanna. Meðal þeirra eru skiptar skoðanir. Ég flokka þá ekki í hópa með eða á móti ESB. Rökræðan þarf að fara fram og þá þarf að fara rétt með.

Verðtrygging dettur t.d. ekki niður við inngöngu í ESB. Ef vilji er á að afnema vertryggingu er það hægt, með sínum kostum og göllum.

Matvælaverð lækkar ekki hérlendis um 70%. Skoða verður þróun matvælaverðs til lengri tíma. Það slær mig t.d. að matvælaverð á Norðurlöndum er nú nokkuð sambærilegt og hérlendis. Taka verður tillits til flutningskostnaðar til Íslands, og hann mun ekki hverfa þó við göngum í ESB.

Ekki er líklegt að við fáum Evru næstu árin þrátt fyrir að við gengjum í ESB.

Fögnuður sem fram kemur hjá utanríkisráðherrum Spanverja og Frakka yfir aðildarumsókn okkar var vegna þess að þá myndi fiskveiðisvæði ESB stækka umtalsvert. Það kallar a.m.k. á blendnar tilfinningar hjá mörgum Íslendingum.

 Í skoðanakönnunum síðasta árið hefur yfirleitt komið fram meirihluti fyrir aðildarviðræðum, en jafnframt er meirihluti þeirrar skoðunar að það sem boðið verði uppá verði ekki ásættanlegt fyrir Ísland.

Við þurfum rökræðu um kosti og galla ESB, en við þurfum ekki áróður eins og þú getur séð hjá unga manninum hér að ofan Jóni Gunnari, þar sést honum ekki fyrir í áróðrinum og heldur  því ranglega fram að meirihluti þjóðarinnar vilji í ESB.

Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2009 kl. 10:34

7 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sæll nafni,

ég get ekki mótmælt þér, ég var um daginn að skoða könnun sem sýndi að áhugi manna á ESB sé í samræði við slæmt efnahagsástand. því miður finn ég hana ekki þannig að ég get ekki mótmælt þér.

Þú ert semsagt að segja að það hafi verið útskýrt fyrir kjósedum að ef við göngum í ESB munum við halda fullum réttindum í hafniu og í kringum landið? Hvað þá í íshafinu.  Það liggja gríðarlegir hagsmunir í sjávarfangi og Olíu.

Við munum aldrei ná inn undanþágum til lengri tíma. Síðan tryggir Lissabon samkomulagið að við getum ekki haldið rétt okkar í hafinu,  því að Lissabon samkomulagið er rétthærra en pólitískar samþykktir.  Meira að segja Lissabonsáttmálinn tryggir að hægt sé að opna hóruhús í miðborg Reykjavíkur um leið og við göngum í ESB.

Með Evruna, hvers vegna heldur þú að Pólverjar hafi aftengst Evrunni í vikunni?  útaf halla? nei, þeir vita að það er betra að láta gjaldmiðilinn fljóta miðað við efnahagsástand. Því hentar myntbandalög ekki.

ég bjóst við að Eystrasaltslöndinn myndu stíga fyrsta skrefið við að koma sér frá Evrunni, en Pólverjar komu á óvart.   Dr. Doom heldur því fram að öll lönd evrópu sem geta muni losa sér við Evrunna áður en kreppunni líkur.

kv.

Jón Þór 

Jón Þór Helgason, 31.7.2009 kl. 10:38

8 identicon

Það sló mig yfirlýsingarnar frá spáni um að við skildum átta okkur á því að við myndum ekki sitja að fiskveiðum við Ísland einir.

Spánverjar hafa nú aldeilis slagkraft í esb og vægi okkar gegn þeim er ansi léttvægt.

Óskar (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 10:58

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Gunnar:

Auðvitað er það málið núna að reyna að fá eins góðan samning og hægt er og ef hann er ekki ásættanlegur, t.d. varðandi fiskinn og landbúnað, þá er ekkert annað að gera en hreinlega að hafna samningnum. Einfalt mál!

Jón Þór:

Mér finnst oft að stjórnmál á Íslandi séu á afskaplega lágu plani. Ef Samfylkingin vill inn í ESB, þá er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að fara þar inn.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn vill hafa kvótakerfi eru hinir flokkarnir á móti því.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin vill semja um Icesave, eru VG og Framsókn á móti því að semja um Icesave.

Ef Samfylkingin og VG vilja semja um Icesave eru Sjálfstæðisflokkurinn - sem áður voru fylgjandi samkomulagi - og Framsóknarflokkurinn andsnúnir samkomulaginu.

Þetta er hálfgerður sandkassaleikur!

Auðvitað hafa menn sínar grundvallarskoðanir til hægri og vinstri, en að hafa það sem eitthvað "grundvallarprinsipp" að vera alltaf á móti því sem hinn er að gera er ótrúleg barnalegt! Og rétt að taka það fram að þarnar eru allir flokkar eins og þá ekki síst vinstri flokkarnir og alveg sérstaklega VG.

Sigurður:

Þú átt nú að vita að ég heiti Guðbjörn en ekki Gunnbjörn.

Ég er alveg sammála þér að það sem við þurfum er rökræða, þar sem kafað er ofan í þessi mál af alvöru og nákvæmni og það er einmitt það sem gerist í aðildarviðræðunum. Meðal annars þess vegna eru þær nauðsynlegar. 

Íslands yrði þá eina landið þar sem laun og verðlag hefur ekki breyst við inngöngu í ESB. Sé litið til Suður-Evrópu hækkuðu laun þar og að vísu einnig verðlag. Staðreynd er að lífskjör bötnuðu mikið á Spáni við inngönguna í ESB. Innanhús vandræði í Portúgal og í Grikklandi hafa gert þessum löndum erfitt fyrir. Staðreynd er einnig að innganga Austur-Evrópuríkjanna í ESB hafði einnig mjög góð áhrif.

Auðvitað munu landbúnaðarafurðir eitthvað lækka líkt og í Svíþjóð og Finnlandi. Hvaða rök hefur þú fyrir því að það gerist ekki?

Auðvitað verður verðtryggingin afnumin þegar gengi krónunnar verður tengt gengi evrunnar með hjá Evrópska seðlabankans eða þegar við fáum evruna. Hvaða rök hefurðu þarna fyrir máli þínu. Þetta eru allt órökstuddar fullyrðingar. 

Jón Þór:

Bæði Bretar og Danir og fleiri Evrópulönd vinna olíu úr Norðursjónum og ESB er ekkert með puttana í þeim málum, því þessar auðlindir eru eign viðkomandi aðildarríkja en ekki sambandsins.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika og sú staðreynd að Evrópuþjóðirnar hafa enga veiðireynslu hér á landi auk þess sem íslenskir fiskistofnar eru staðbundnir en ekki flökkustofnar líkt og þeir evrópsku tryggja okkur full yfirráð yfir okkar fiskimiðum. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 11:14

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Blessaður aftur nafni. Þú ert allavega einu ári á eftir umræðunni um sjávarútveg, "olíuna okkar" og sérlausnir. Er búinn að blogga einmitt um allt þetta, ef þú lest það og hefur enn einhverjar athugasemdir þá skal ég glaður rökræða við þig. Við munum sérlausnir, og þær eru varanlegar og ekki afnumdar nema með samþykki allra þjóða. Malta, lítið eyríki eins og við fékk til dæmis 3 sérlausnir. Okkar sjávarútvegur nýtur algerrar sérstöðu innan Evrópu og því leikum við okkur að fá sérlausnir í þeim málum. Svo munum við landa sérlausnum í landbúnaði líka eins og til dæmis finnar með heimskautalandbúnaðinn og vonandi fá sérlausn um hraðferð inn í evruna(en það yrði væntanlega erfiðast að sækja).

Nánast allar þjóðir í Evrópu hafa annaðhvort að ráða yfir gas eða olíu og ekkert af þessum löndum deilir þessum auðlindum með ESB, hefur aldreii verið þannig og mun aldrei verða þannig. Þessar auðlindir eru auðvitað í mismiklum mæli, Bretar eru eina stóra vestrænan þjóðin sem er næstum því sjálfum sér nóg um framleiðslu á bæði olíu og gas, og urðu aðeins nettó innflytjendur á þessum hráefnum fyrir nokkrum árum. Danir framleiða tvöfalt meira af olíu en þeir neyta, Hollendingar framleiða tvöfalt meira gas en þeir neyta, inn á milli finnast lönd sem framleiða meira en þau neyta, Rúmenía minnir mig og fleiri. Önnur hafa mjög lítið af þessum auðlindum, en eitthvað þó og engin af þeim deilir þessu með ESB. Ísland er sér á báti hvað það varðar að eiga ekki neitt gas eða neina olíu. Nenni ekki að fara í þessa fáránlegu umræða aftur um alla olíuna okkar, lestu bara bloggið mitt.

Ég vil bara biðja þig nafni að endurskoða afstöðu þína. Það sem er verst við þessa ESB umræðu er að menn virðast komast á einhverja skoðun þegar þeir eru ekki búnir að kynna sér málið, og þá virðist sem þeir séu bara búnir að taka afstöðu og komnir ofan í skotgrafir. Í guðanna bænum kynntu þér málið, ég er ekkert að segja að þú hafir ekki kynnt þér málið en ég hvet þig til að mynda þér ekki skoðun fyrirfram.

Jón Gunnar Bjarkan, 31.7.2009 kl. 11:35

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Guðbjörn, biðst innilega afsökunar á misritun.

Varðandi matvælaverð þá held ég að við verðum að skoða matvælaverð á Norðurlöndum, þar sem kjör eru hvað líkast okkar. Þá er hröð þróun í þá átt að land til ræktunar er að verða af skornum skammti og jarðvegur hefur versnað víða. Þetta hefur leitt til hækkunar á matvælaverði í heiminum. Talið er að þessi þróun haldi áfram og þá mun samkeppnisfærni landbúnaðar hérlendis batna.

Verðtrygging hefur fyrst og fremst með verðbólguþróun innanlands að gera. Ef Ísland ákveður að tengja Íslensku krónuna við aðra mynt þá mótast verðbólga miðað við verðlag vöru og þjónustu í þeirri mynt. Vertrygging er því fyrst og fremst með innlenda ákvörðun að gera. Það er því blekking að halda því fram að milli verðtryggingar og aðildar að ESB sé að ræða. Við getum rétteins afnumið vertryggingu með eða án aðild að ESB.

Sigurður Þorsteinsson, 31.7.2009 kl. 12:08

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sigurður Þ , ég þekki ágætlega til á norðurlöndum  og hef unnið við matvælaiðnaðinn í þeim árum saman.  ég fylgist líka vel með verðþróuninni hjá þeim og er skemmst að benda á pistil sem ég setti in ekki alls fyrir löngu um verðmismun á noregi og svíþjóð.. noregur utan ESB og Svíþjóð innan ESB.. verðmismunurinn var ekki bara á matvælum en þetta var sláandi hvað noregur var miklu.. já MIKLU dýrari en svíþjóð. almenningur í noregi gat sparað á milli 25-50 % á því að versla í ESB landinu svíþjóð.

 http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/919177/

Guðbjörn, ég er þér algerlega sammála um sandkassaleikinn á alþingi, þessi sandkassaleikur fékk mig til að kjósa borgarahreyfinguna.. sem að vísu tók svo þátt í sama sandkassaleik stuttu eftir á þing var komið.

ég er sannfærður um að almenningur í landinu muni hagnast á því að ganga inn í ESB

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 13:44

13 identicon

Ég ætla að leyfa mér það að endurtaka eftirfarandi færslu þó svo ég hafi verið bannaður á athugasemdarkerfi eyjunnar fyrir að setja þessa og svipaða færslu við fréttir á þeim Sjálfstæðisbænum.

Gott fólk, út af hverju takið þið ekki afstöðu til ESB út frá því hvort það komi ykkur vel eða ekki? Kvótagreifinn tekur afstöðu til ESB út frá því sem er best fyrir hann, óðalsbóndinn tekur afstöðu út frá því sem er best fyrir hann. Hvað með þig, langar þig að borga húsnæðislánið þitt 10 falt til baka, eða rúmlega einu sinni til baka? Hættum þessu bulli að láta einhverja sérhagsmunasambönd teyma okkur út í stuðning við örfáa aðila, tökum bara afstöðu til ESB út frá því sem kemur okkur sjálfum og fjölskyldum okkar best. Hvort viltu borga til baka af 20 miljóna króna íbúðarláni, 200 miljónir eða 24? Ertu flón eða maður sem stendur með sjálfum þér?

Lestu eftirfarandi og spurðu sjálfan þig hvort það sé þess virði að styðja við bakið á kvótagreifum og óðalsbændum? Hversu miklu ertu tilbúinn að fórna svo sérhagsmunaaðilar sofi rólega á meðan þú borgar af láninu þínu?

Samkvæmt útreikinginum á kostnað við fasteignalán til fjörutíu ára í Þýskalandi á fasteignavefnum Immobilienscout:=> Fjárhæðin skiptir ekki máli fyrir útreikningana, hún vex í sama hlutfalli hversu há sem hún er, en við miðuðum við 100.000 evrur og þá 4% vexti sem gefnir eru upp til viðmiðunar. Vaxtarkostnaður við slíkt lán væri 19.475 evrur. Það er, heildarfjárhæðin sem lántaki greiðir til baka á 40 árum er 119.475 evrur. Vaxtakostnaðurinn er tæp 20% af lánsfjárhæðinni.
Kostnaðurinn við þýskt húsnæðislán til 40 ára er því undir 20% af lánsfjárhæðinni. Kostnaðurinn við íslenskt húsnæðislán til sama tíma, miðað við 6% vexti og 5% verðbólgu, er yfir 800% af lánsfjárhæðinni. Munurinn á 20% (0,2x) og 800% (8x) er fertugfaldur.

Hvers vegna vilja almennir Sjálfstæðismenn frekar styðja við steingeldar hugmyndir flokksins, frekar en að standa með sjálfum sér og fjölskyldu sinni?

Valsól (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 13:52

14 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Sjálfstæðismenn eru ekki það sama og kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Þess utan hefur mikill meirihluti þeirra sem segjast kjósa flokkinn mælst á móti inngöngu í Evrópusambandið. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun í þá veru sem Gallup gerði fyrir RÚV sl. vor voru um 60% kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti inngöngu en aðeins 20 henni hlynnt. 75% á móti sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 15:42

15 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Guðbjörn

Nú þegar þessi Evrópumál eru komin á dagskrá þá munu úrslit og afdrif þeirra ráðast í næstu kosningum.

Fyrst verður kosið um samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan þarf að vera meirihluti á Alþingi eftir næstu Alþingiskosningar til að samþykkja stjórnarskrábreytinguna.

Ef þannig fer að það verður ekki meirihluti á Alþingi fyrir ESB eftir næstu kosningar þá getur þingið ákveðið að ganga þar ekki inn, sagt að aðstæður séu breyttar o.s.frv. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að það verði meirihluti fyrir ESB á Alþingi efir næstu kosningar til að tryggja málinu framgöngu og klára það.

Með 95% af  forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á móti ESB og ef hann fengi 40% fylgi í næstu kosningum þá held ég að þetta ESB mál sé úr sögunni. ESB fer ekki í gengum þingið ef öll atkvæði hægrimanna á Íslandi, hvort sem þeir styðja ESB eða ekki, fara til Sjálfstæðisflokksins. Eins og stefna flokksins er í dag þá óttast ég að flokkurinn muni ekki staðfesta nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá þannig að hægt sé að ganga inn í ESB, þó þjóðin hafi samþykkt slíkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Til að tryggja það að ESB málið farið í gegn þá þarf annan flokk á hægri vængnum sem hægrimenn sem vilja inn í ESB geta kosið. Aðeins þannig er hægt að tryggja meirihluta á þingi fyrir ESB eftir næstu Alþingiskosningar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 16:49

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eigum við ekki að sjá hvað gerist með haustinu Friðrik.

Staðreynd er að skv. þessari skoðanakönnun Fréttablaðsins eru 46,4% sjálfstæðismanna hlynntir aðild og 53,6% andvígir.

Ég er viss að hlutfallið hækkað þegar Icesave deilan hefur verið leyst.

Því miður er ég þó ekki bjartsýnn á að hlutirnir þróist eins og ég vil og ég óttast að þú hafir á réttu að standa og eina leiðin til að ESB málin fái einhvern framgang sé að stofna nýjan hægri flokk! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 17:25

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjörtur:

Auðvitað er þetta alveg hárrétt hjá þér og það sem ég hef bent á í allan vetur: 

Sjálfstæðismenn eru ekki það sama og kjósendur Sjálfstæðisflokksins.

Í liðnum kosningum kusu 24% landsmanna Sjálfstæðisflokkinn, en nú virðist hann slefa upp í 30%. Raunfylgið er hins vega 37-38% þannig að enn vantar upp á.

Ég er þeirrar skoðunar að flokkurinn verði að leysa þetta vandamál á einhvern hátt, en lausnina hef ég ekki á takteinum! 

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 17:28

18 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Valsól:

Ég reiknaði þetta dæmi út í haust og birti svipaðar tölur, en þá hafði fólk minni áhuga á þessu.

Ég bjó í 12 ár úti í Þýskalandi og get staðfest þessar tölur hjá þér. Ég man að ég keypti einu sinni Toyota Carina og fékk hana 80% lánað í henni og restina á 6 ára láni með 0,9% vöxtum og að sjálfsögðu án verðtryggingar. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 18:55

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Auðvitað lækkar maturinn hér um 25-30% líkt og á hinum Norðurlöndunum um leið og þau gengju í ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 31.7.2009 kl. 18:56

20 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég styð þá umræðu að þörf sé á nýjum hægri flokk. Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans til nokkuð langs tíma hefur verið of sjálfmiðuð og upphafin í öryggi sínu um vænt kjörfylgi. Þeim hefur ekki tekist að breyta ímynd sinni sem talsmenn 'frjálshyggju' sem í dag fer að jaðra við það sem það var að vera kommúnisti í mínu ungdæmi.

Fyrir mér er Sjálfstæðisflokkurinn í svipaðri stöðu og Framsókn þegar sambandið leið undir lok og nýjir tímar tóku af þeim breiða fylgið og eftir réðu að mestu þeir sem vildu verja "erfðagóss" Sambandsins. Þetta tel ég að hafi verið helsti vaxtarsproti VG til að byrja með að þeir náðu að höfða til hófsamari og umhverfissinnaðri kjósenda framsóknar.

Hægri Grænir hvernig hljómar það? : ) Það þarf að ná í restina af Framsókn og hluta af Samfylkingunni og stóra sneið af kjósendum Sjálfstæðsflokksins.

Gísli Ingvarsson, 31.7.2009 kl. 23:18

21 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Blessaður Sigurður, ég var nú fyrst að taka eftir þessu kommenti þínu þar sem þú sakaðir mig um áróður. Ég vísaði reyndar á skoðanakannanir máli mínu til stuðnings. Þar svaraði þjóðin aðeins einu sinni að hún er móti inngöngu í ESB, tvisvar var hún þverklofinn í málinu og 3 sinnum kvaðst hún vilja inn. Þetta var hennar skoðun, ekki neinn áróður af minni hálfu. En þú hlýtur að vera mjög svo merkilegur maður í alla staði að geta slegið sjálfan þig sem sjálfskipaðan talsmann þjóðarinnar gegn yfirlýstum vilja hennar í skoðanakönnum, því síðri menn en nóbelskáld geta ekki tekið sér það bessaleyfi upp á eigin spýtur með góðu móti að því er ég best veit.

Hvað hún kýs svo á endanum í þjóðaratkvæðisgreiðslu er annað mál og verður bara tíminn að leiða í ljós, en svona miðað hverskyns þvættingur hefur dunið yfir hana undanfarin ár að það sé bara ekkert hægt að fá sérlausnir, eða þá að ESB vilji stela fallvötnum okkar, jarðavarma, vatnsauðlindum og þar fram eftir götum, þá þykir mér ekki ólíklegt að því lengra sem umræðan þróast og samningar kemur fram sem staðfestir að þetta er allt hræðsluáróður Heimsýnarmanna, þá muni þjóðin gerast enn hlynntari aðild. En það mun allt koma í ljós.

En fyrst þú hnipptir nú í mig, þá er kannski líka við hæfi að ég taki á nokkrum punktum þínum. 

Þú sagðir: "Málið snýst um kosti og galla með inngöngu. Sú umræða hefur ekki farið fram hérlendis nema að litlu leiti." Þessu er ég ósammála og hlýtur þú að hafa verið erlendis síðasta ár í þessu löndum sem þú minntist á og sért því kannski eftir á hvað varðar umfjöllunina, það hefur varla neitt mál verið heitara í umræðunni undanfarið ár en einmitt ESB. Bara til dæmis í sjávarútvegsumræðunni þá eru hugtök eins og hlutfallslegur stöðugleiki, veiðireynsla og veiðiréttindi því fylgjandi verið rædd mikið, sérstæðrar landlega íslands miðað við aðrar þjóðir hvað varðar sjávarútveg verið útskýrð, munur á staðbundnum stofnum og flökkustofnum gerð skil, mögulegar sérlausnir sem hægt sé að sækja og hvaða rök megi beita fyrir því að landa þeim sérlausnum, vandamál með kvótahopp innan ESB verið minnst á,  forræði yfir auðlindinni verið útskýrt(sumsé hver ákveður kvótamagn), upplýsingar um tollaniðurfellingar á ferskum og óunnum fiski frá Íslandi til ESB og hvað það geti þýtt fyrir þjóðina hvað varðar gjaldeyristekjur og atvinnusköpun. Eins og af þessu má sjá hefur umræðan þróast gríðarlega undanfarið en að dæma eftir bloggfærslum fyrir einu ári síðan þá hafði þjóðin ekki hundsvit á flestum þessara hugtaka. Ég get þó tekið undir að í sumum málaflokkum er umræðan nokkuð yfirborðskennd ennþá, til dæmis í öðrum stórum málaflokki, landbúnaði.

"Verðtrygging dettur t.d. ekki niður við inngöngu í ESB. Ef vilji er á að afnema vertryggingu er það hægt, með sínum kostum og göllum."

Nú er það rétt að það ríkir nokkur misskilningur á meðal hins almenna borgara í gjaldeyrismálunum, og stundum gera þau ekki greinarmun á milli ESB og Evru. Á þessu hefur þó ekki borið á mér vitandi í fjölmiðlum við sérfræðinga, til dæmis Evrópufræðinga eða þeim stjórnmálamönnum sem aðhyllast aðildarviðræður. Hinsvegar er alveg alveg með ólíkindum að þáttastjórnendur á Útvarpi Sögu og sjálfur Landbúnaðar/Sjávarútvegsráðherra virðist ekki hafa hundsvit á ESB / Evru. Frá bæði þáttastjórnendum á þeirri stöð og Jón Bjarnasyni ráðherra hef ég heyrt þá tala fyrir því að sækja um ESB sé algjör vitleysa því við uppfyllum ekki skilyrðin til að ganga í ESB, hér er þau ekki gera greinarmun á Kaupmannahafna skilyrðunum til að ganga í ESB annarsvegar og Maastriccht skilyrðunum til að taka upp Evru hinsvegar. Það er því ekki nema von að Jón Bjarnason sé alveg áttavilltur núna og vilji ekki hefja aðildarviðræður við ESB því hann heldur væntanlega þá að við uppfyllum ekki skilyrðin. Þetta sagði hann meðal annars í kosningarumræðum sjónvarpisins nú fyrir nokkrum mánuðum.

Varðandi verðtrygginguna, það skiptir engu máli hvort hún er fjarlægð eða ekki á meðan við erum með íslensku krónuna. Ef hún er fjarlægð mun það bara þýða hærri vaxtaprósentu á lánasamningana. Hún er til að verja fjármagnseigendur, þeirra sem lána, gegn verðbólgunni, svo verðbólgan skili þeim ekki neikvæðri ávöxtun á lán þeirra ef hún er hærri en vaxtaprósentan á láninu. Íslensk fjölskylda mun þurfa borga 1 milljón meira í vexti en sama fjölskylda í Frakklandi, hvort sem hér er verðtrygging eða ekki svo lengi sem við erum með krónuna. Með íslensku krónuna þá stendur val okkar íslendinga um aðeins hærri vexti en á evrusvæðinu og verðtryggingu annarsvegar, eða þá miklu hærri vexti en á evrusvæðinu og enga verðtryggingu hinsvegar, þessir kostir eru báðir jafnslæmir og kosta íslenskar fjölskyldur jafnmikið og því vil ég hafna þeim báðum. Þannig að verðtryggingin er ekki vandamálið, krónan sjálf er vandamálið vegna verðbólgunnar sem hún skapar, ef verðbólgan væri alltaf 0%, þá myndi verðtryggingin aldrei kosta íslenskar fjölskyldur eina krónu.

Leiðin út úr þessari martröð allri er augljóslega að kasta krónunni og taka upp evru, en þangað til eins og þú segir festa gengið krónunnar við evru. Og eins og þú segir svo skilmerkilega "Ef Ísland ákveður að tengja Íslensku krónuna við aðra mynt þá mótast verðbólga miðað við verðlag vöru og þjónustu í þeirri mynt." Þá er ástæðan til að halda verðtrygginguni farinn út um gluggann alveg eins og það myndi engum heilvita manni detta það í hug að koma á fót verðtryggingu á evrusvæðinu, það er einfaldlega engin þörf fyrir hana á myntsvæði með jafnstöðuga og lága verðbólgu eins og þar. Hér væri því búið að leysa vandamálið um veita íslenskum fjölskyldum góð vaxtakjör og enga verðtryggingu(en þetta byggist líka á því að við stöndum vaktina í efnahagstjórninni á meðan við erum í ERM II).  Að tengja gengið við evruna gæti farið fram tiltölulega fljótt eftir inngöngu í ESB, ef ekki hreinlega við inngöngu. Svo verður líka athyglisvert að sjá hvort við náum einhverjum sérlausnum til að komast hraðar inn í evruna sjálfa þannig að ERM II skilyrði okkar yrði rýmkuð(mjög erfitt að ná þessari sérlausn í gegn). Því að vera í ERM II ferlinu getur verið mjög snúið og þarf til þess að það heppnist vel, mjög agaða efnahagsstjórn, þetta hefur Dönum tekist mjög vel. Ef öll okkar efnahagsstjórn á meðan við erum í ERM II aðlögunarferlinu verður í rugli, þá gæti það kostað okkur góðan pening að halda genginu innan opinbera vikmarka ECB. 

"Þá er hröð þróun í þá átt að land til ræktunar er að verða af skornum skammti og jarðvegur hefur versnað víða. Þetta hefur leitt til hækkunar á matvælaverði í heiminum. Talið er að þessi þróun haldi áfram og þá mun samkeppnisfærni landbúnaðar hérlendis batna."

Þetta eru ekki rök með neinu móti fyrir því að ráðast ekki í endurbætur á landbúnaði okkar eða hvað þá að ganga ekki í ESB. Í fyrsta lagi ef þessi þróun mun eiga sér stað, þá breytist sú þróun ekkert þó við göngum í ESB. Í öðru lagi þá liggur fyrir samkeppnishæfni landbúnaðar okkar er léleg í núverandi mynd, og það væri í besta falli undarleg landbúnaðarstefna hjá okkur að styðja sig við og láta þar við liggja að hugsanleg utanaðkomandi þróun muni hugsanlega breyta ræktunarskiyrði í heiminum og hugsanlega þá bæta samkeppnishæfni okkar. Við eigum að bæta okkar samkeppnishæfni upp á eigin spýtur og gera okkur þannig samkeppnishæfari, ef svo þessi þróun muni eiga sér stað þá mun samkeppnishæfni okkar batna ennfrekar. 

Jón Gunnar Bjarkan, 1.8.2009 kl. 00:18

22 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gísli:

Já, það koma menn að máli við mig daglega og ég geri ráð fyrir að hópurinn sé í kringum 50-100 manns. Þetta er allskonar fólk, allt frá verkamönnum upp í lögfræðinga, verkfræðinga og lækna.

Þótt flestir séu fyrrverandi sjálfstæðismenn eru þarna innan framsóknarmenn, kratar og fólk sem flakkað hefur milli stjórnmálaflokka. Allt hefur þetta fólk sömu söguna að segja og það er að flestir þeirra sem sitja á Alþingi séu ótrútrúverðugir hagsmunagæslumenn, en beri í raun ekki hag allrar þjóðarinnar fyrir brjósti.

Ég er þráari en andskotinn og hef haldið tryggð við minn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn, um árabil, þótt ekki hafi ég verið sáttur við hann frá því um 2002-2003.

Ég segi að við þurfum að skipta um fólk á þingi en ekki að brjóta upp flokkakerfið eða stofna enn einu sinni nýjan flokk. Staðreynd er að þótt mörg "ný andlit" séu á þingi núna, þá er þetta fólk sem aðeins var aðeins neðar á listanum í síðustu kosngingum. Þetta er fólk, sem er og var hluti af sömu flokksklíkunum og fólkið sem fór og deilir nákvæmalega sömu skoðunum og það fólk og er í sömu hagsmunagæslunni fyrir sama fólk og það sem tapaði í prófkjörum í vor, þar á meðal ég sjálfur.

Ég fann að í raun og veru og þegar til kastanna kemur var lítill sem enginn vilji hjá harðasta kjarna Sjálfstæðisflokksins - þ.e.a.s. fulltrúaráðum og kjördæmisráðum - til einhverra raunverulegra breytinga innan Sjálfstæðisflokksins. Menn samþykktu á Landsfundi niðurstöðu Endurreisnarnefndarinnar á nokkrum mínútum og nær án umræðna - svona eins og til að útvega sér fjarvistarsönnun - en klöppuðu síðan eins og brjálæðingar fyrir ræðu Davíðs Oddssonar þegar hann rakkaði Vilhjálm Egilsson og félaga niður fyrir þeirra frábæru og óeigingjörnu vinnu fyrir flokkinn. 

Þetta er því miður fólkið sem enn ræður í flokknum og hinir fylgja þessu fólki eins og þægir sauðir. Vilji hægri menn breyta einhverju í landinu verða þeir að taka þátt í stjórnamálastarfi og koma afturhaldinu frá völdunum innan Sjálfstæðisflokksins. Þetta er mín lausn á vandamálin.

Ég mun nota hluta þessarar athugasemdar í blogg dagsins. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 1.8.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband