Ríkislandbúnaður og ríkissementsverksmiðja - "kartöfluöryggi" og "sementsöryggi" ...

KaupfélagiðÞað fer ekki á milli mála að harðlínu vinstristjórn er tekin við stjórnartaumunum. Daglegar yfirlýsingar Jóns Bjarnasonar staðfesta þetta svo ekki leikur neinn vafi á þar um. Í gær kom yfirlýsing um að ríkið ætti að kaupa til baka þær jarðir, sem það hefur verið að selja á undanförnum 20 árum. Þetta átti að gera til að tryggja "fæðuöryggi" landsmanna. Er einhver að deyja úr hungri hér? Það væri helst að við myndum deyja úr kartöfluskorti af því að það fraus í Þykkvabænum um mitt sumar! Ég vona að Pólverjar eða einhver önnur Evrópuþjóð aumkvi sér yfir okkur og sendi okkur jarðepli, svo "kartöfluöryggi" okkar sé tryggt í vetur, því það íslenska brást okkur svo illilega. Við þurfum auðvitað líka að búa við "sementsöryggi". Steingrímur J. Sigfússon bætir síðan um betur og vill hrekja í burtu einu fjárfestana, sem sýna landinu einhvern áhuga um þessar mundir og vilja reisa orkuver á Suðurnesjum til að álverið, kísilverksmiðjan og gagnaverið komist af stað. Eru hér ekki tugþúsundir manna og kvenna atvinnulaus, stefnir ekki í meira atvinnuleysi, vill einhver lána okkur peninga til framkvæmda, er ekki í lagi heima hjá þessu fólki?

Við skulum vona að aðrar þjóðir fari ekki að hugsa líkt og VG og vilji tryggja "fisköryggi" sinna þjóða eða "álöryggi" eða "ferðamannaöryggi" sitt! Þessi verndunarstefna, sem birtist í einangrunarstefnu og verndartollum, kom ekki aðeins okkur Íslendingum illa í kjölfar kreppunnar miklu 1929-30, heldur allri heimsbyggðinni í efnahagslega lægð, sem varði annarsstaðar um áratuga skeið, en hjá okkur Íslendingum allt þar til fyrir 10-15 árum. Vörumst höftin, vörumst einangrunarhyggju og heimóttarskap! Sækjum fram með meiri framleiðslu og meiri útflutningi á því sem hagstætt er að framleiða hér á landi. Þannig komumst við fljótt út úr vandanum.

Leið VG og Samfylkingar - ríkisvæðing og verndartollar - er sama leið og leiddi fátækt yfir þessa þjóð. Sú stefna varð til þess að lífskjör hér á landi voru mun lakari en annarsstaðar í Norður-Evrópu um áratuga skeið! Vissulega gerðum við sjálfstæðismenn hrapaleg mistök á undanförnum 5-7 árum, en uppbyggingarstefna á árunum 1991 - 2001 - áður en mistökin við einkavæðingu bankanna voru gerð - var hárrétt.

Það er munur á hægri og vinstri stefnu! 


mbl.is Ísland ekki eftirsóttur markaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull.

Sementsverksmiðjan er með ISO vottun á afurðinni og til þess að fá slíka vottun þá eru ALLIR verkferlar til skriflegir og því er hægt að lesa sér til um það hvernig sement er búið til þegar þeir vilja byrja aftur...

Leifur (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 08:58

2 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Guðbjörn. Já, hvers eigum við bændur að gjalda og hvers á þjóðin að gjalda, að fá yfir okkur ráðherra af þessu tagi? Hugmyndir um að ríkið kaupi upp jarðir og aðrar þvílíkar hafta-hugrenningar eru ekkert annað en ódulbúin tilraun til að gera jarðir verðlausar og þannig kippa rekstrargrundvelli undan búskap í landinu. Flestar, ef ekki allar, hugrenningar Jóns landbúnaðar benda til þess að maðurinn hafi fæðst a.m.k. 50 árum of seint, svo ekki sé nú minnst á Don Kíótí tilburði hans og Ögmundar varðandi afstöðuna til nágrannaþjóðanna sem útrásarrumpulýðurinn fór sem verst með.  

Ingimundur Bergmann, 26.8.2009 kl. 11:18

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Leifur:

Auðvitað vil ég - hugsanlega líkt og þú - að Sementsverksmiðjan haldi rekstri sínu áfram, nóg er nú atvinnuleysið samt.

Það getur vel verið að nauðsynlegt sé að grípa til tímabundinna aðgerða til að hjálpa íslenskum fyrirtækjum til að þau verði ekki gjaldþrota. Ástandið sem heimili og fyrirtæki búa við er þannig að þar leiðir blindur haltan. Án atvinnureksturs verður engin uppbygging. Það sem ég er að segja er að við megum ekki gera það að reglu til langrar framtíðar að hygla að íslenskum fyrirtækjum á þann hátt sem vinstri menn vilja. Þá lendum við á sömu braut og við vorum frá heimskreppunni 1930 - 1991.

Ingimundur:

Hverju orði sannara!

Kristinn:

Vertu endilega í sambandi við mig, en farsíminn er 891 97 52 og netfangið er gudbjorn.gudbjornsson@tollur.is 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.8.2009 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband