21,7 % kjósenda (VG) halda þjóðinni í gíslingu...

Það er hreint út sagt með ólíkindum, að rétt liðlega fimmtungur landsmanna haldi allri þjóðinni í gíslingu með öfgaskoðunum sínum. Hvort sem horft er til stóriðjuandstöðu, okurskattastefnu, öfgafemínisma eða þjóðernistalíbanaisma verður að segja, að stefna VG er á skjön við stefnu allra hinna hófsömu og raunsæju flokkanna í landinu. Ég spyr mig virkilega, hvernig heldur Samfylkingin þetta samstarf út? Vissulega ráða skoðanabræður Marðar, Þórunnar og Jóhönnu ferðinni hjá Samfylkingunni nú um stundir og Árni Páll, og aðrir pólitískir vindhanar þar á bæ, sveiflast með geðsveiflum og tiktúrum gamalla allaballa í eigin flokki og öfgamannanna í VG. Allt þetta fólk ætti auðvitað meira heima í röðum VG en í flokki eðalkrata. Í samstarfi við vinstri sósíalista birtist versta hliðin á íslenskum Jafnaðarmönnum og þeim tekst einhvernvegin ekki að standa í lappirnar gegn kommunum.

Eina von þjóðarinnar er að grasrótin í Samfylkingunni sjái að sér og slíti þessu hryllings stjórnarsamstarfi sem allra fyrst. Ég þekki margt skynsamt fólk innan Samfylkingarinnar, sem hefur áttað sig á að þær aðgerðir, sem kynntar hafa verið í þágu skuldsettra fyrirtækja og almennings, eru gjörsamlega máttlausar og hjálpa lítið sem ekkert, en lengja aðeins í hengingarólinni. Sama fólk veit, að þegar skattbyrðin er aukin svo gífurlega á atvinnulífið og heimilin í landinu, skilar það sér ekki í ríkissjóð - jafnvel hætta á að tekjur ríkisins minnki bæði til styttri og þó sérstaklega til lengri tíma. Þetta sama Samfylkingarfólk veit, að eina leiðin út úr kreppunni er aukin atvinnuuppbygging á þeim fáu stöðum og í þeim atvinnugreinum, þar sem slíkt er mögulegt. Jafnaðarmenn eru raunsæismenn - bæði hér á landi og erlendis - og vita að á tímum sem þessum verður að laða að eins mikla erlenda fjárfestingu til atvinnuuppbyggingar og hægt er. 


mbl.is 70% hlynnt erlendri fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Þannig sýnir ný könnun Capacent Gallup að rúmur helmingur þjóðarinnar er andsnúinn erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi og orkugeiranum."

Lestu fréttina maður.

Það er hinsvegar meirihluti fyrir fjárfestingu í fjármálageiranum. Mennvilja semsagt selja Bankana. Búið.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 07:44

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er annars alveg mögnuð blaðamennska að slá upp svona fyrirsögnum. Spuni? Ja...þú dæmir kannski um það og skrifar langloku.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 07:47

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Jón Steinar: 

Það er enginn að tala um fjárfestingar í orkugeiranum eða fiskiðju, heldur í álverum, gagnaverum, flugrekstar tengdum iðnaði, heilbrigðisgeiranum o.s.frv.

Fjárfestar standa í röðum bæði hér á Suðurnesjum og annarsstaðar með gjaldeyri til að fjárfesta, en koma að lokuðum dyrum í Stjórnarráðinu!

Svanhvít kemur í veg fyrir að orka fáist flutt á Suðurnesin til að þessi verkefni verði að veruleika, svo ríkissjóður fyllist af peningum og hægt sé að styrkja myndarlega við bakið á kvikmyndagerð, leikhúsum, óperuhúsum, tónlistarhúsum, myndlistarsölum og aðra menningarstarfssemi.

Jón Steinar, peningarnir vaxa ekki á trjánum og það er kominn tími til þess að þjóðin átti sig á því að þeir verða til þar sem slorið er og álið er brætt og þar sem klósettin eru þrifin hjá útlenskum ferðamönnum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.11.2009 kl. 07:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þá vil ég upplýsa um það að um þetta snerist ekki skoðanakönnunin, sem þú tengir við.  Framkvæmdir á suðurnesjum kalla annars á fjárfestingar í orkugeiranum.  Afstaða fólks byggist m.a. á glapræðislegum viðskiptum með orkufyrirtæki fyrir skömmu. Fólk vill ekki gefa þetta úr landi, hvað þá fjárfesta botlaust í orkufrekan iðnað, sem tæplega greiðir upp fjárfestinguna.

Heldur þú að Alcoa hafi tekið lánin fyrir Kárahnúkum? Hvað skyldi taka okkur langan tíma að borga fjárfestinguna með tekjum af álverinu? Það er ekki að skila neinu nema mínus, þegar allt er gert upp.

Í öðru lagi, þa´eru ansi mikil áhöld um það hvort næg orka er til fyrir þennan einhæfa iðnað, sem er langt í frá hagkvæm nýting á orkunni heldur. AUðvitað væri gott að fá blómlegan iðnað, en það verður að sýna smá raunsæi í bland við gyllivonir og draumóra.  Ríkissjóður fyllist ekki af peningum kallinn minn. Hann tæmist enn frekar. Stóriðja er mesti monkeybussiness, sem við getum farið út í.

 Það væri nær hjá þér að stinga niður penna ef spurt væri sérstaklega um þessi mál á suðurnesjunum.  Þessi ótrúlega dramatík í fyrirsögninni er hlægileg. Hysterísk. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2009 kl. 08:52

5 identicon

Finnst þér Árni Páll betur eiga heima í VG?

Már K (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband