Nýtt herbragð Heimssýnar - er ESB nú farið að óttast Ísland?

Lestur setur heimskuna i haettuForheimsku og þröngsýni innan samtakanna Heimssýn eru virkilega engin takmörk sett. Nýjasta herbragð þeirra er auðsjáanlega að halda því fram, að ESB sé farið að óttast þá niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi, að aðild Íslands að sambandinu verði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkvæmt þessu höfum við ekki aðeins að óttast við inngöngu í ESB, heldur einnig Evrópusambandið gerumst við ekki aðilar að sambandinu. Engan rökstuðning er að finna fyrir þessari "hræðslu ESB" við Íslendinga. Eru þeir kannski hræddir við að við setjum þá á hausinn, að þeir verði fyrir annarri innrás eða útrás og sú atlaga geri endanlega út af við bankakerfið í Evrópu ef þeir hafa ekki stjórn á okkur?

MannsheiliHalda þeir ágætu einstaklingar, sem standa að þessum samtökum, að Evrópusambandinu standi ekki á sama um þótt okkar fámenna þjóð kjósi ekki að gerast aðilar samtökum sem telja rétt um 500 milljónir manna. Ég var að vona að útrásarhrokinn yrði leystur af með heilbrigðri skynsemi, en auðsjáanlega á að leysa hann af með þröngsýni og þjóðarrembu af verstu sort! Öll þessi umræða um ESB minnir mig óneitanlega þá heimskulegu umræðu, sem var svo áberandi vegna veru bandarísks varnarliðs á meðan á Kalda stríðinu stóð. Guð gefi okkur að þetta mjög svo ágæta fólk í Heimssýn sameinist ekki á annan hátt, t.d. í ríkisstjórn Íslands. Það væri ekki líft á þessu landi ef öfga þjóðernissinnar úr VG og Sjálfstæðisflokknum sameinuðust á þann hátt. Þá flyt ég af landi brott - það sver ég og sárt við legg!


mbl.is ESB óttist að vera hafnað af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um þennan vaxandi ótta Evrópusambandsins á undanförnum vikum og mánuðum og hann mun vera til kominn vegna þess að sambandið hafi hér á landi fólk til þess að þýða flest allt efni sem tengist umræðunni hér á landi um þessa blessaða umsókn um inngöngu í það. Ekki er um að ræða neitt "herbragð" hjá Heimssýn.

En ekki misskilja þetta Guðbjörn. Óttin Evrópusambandsins er ímyndarlegs eðlis fyrst og fremst. Sambandið er nýbúið að standa í erfiðleikum við að fá Írar til þess að samþykkja Stjórnarskrá þess og almennt hefur því gengið illa að ná sínu fram í þau fáu skipti sem almenningur í Vestur-Evrópu hefur fengið að segja álit sitt á einhverju samrunaskrefinu á vettvangi þess.

Evrópusambandið hefur engan áhuga á að tapa enn einni þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þú getur líka rétt ímyndað þér hvað það kæmi illa út fyrir sambandið ímyndarlega ef þjóð sem hefði lent í sömu efnahagserfiðleikum og við hafnaði því að ganga í það.

Það er ekki að undra að talsmaður Evrópusambandsins hafi lagt áherslu á það fyrir skömmu að sambandið hefði ekki beðið íslenzk stjórnvöld um að sækja um inngöngu í það, sú ósk hefði komið frá íslenzkum ráðamönnum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Forheimsku og þröngsýni innan samtakanna Heimssýn eru virkilega engin takmörk sett.

Já, hvorki meira né minna!

Sá sem hefur vondan málstað að verja getur alltaf gripið til þess ráðs að lyfta sjálfum sér upp með því að gera lítið úr þeim sem er ósammála. Það er að vísu ómerkilegur málflutningur, en þegar ekkert betra býðst má grípa til þess.

Sá sem byrjar bloggfærslu á svona yfirlýsingu hefur ekki mikinn áhuga á málefnalegri umræðu.

Haraldur Hansson, 28.11.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi örvænting Evrópusambandssinna tekur á sig ýmsar myndir.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ísland hefur tangarhald á allri Evrópu.  

Samkvæmt upplýsingum formanna Samfylkingarinnar og yfirstjórnar þeirra í Evrópusambandinu, heldur Ísland lífi í brothættu bankakerfi 27 ríkja sambandsins - og jafnvel lífinu í öllu myntbandalaginu. Auðvitað óttast ESB reiði risans í norðri. Þó það nú væri.

Svona mynt eins og íslenska krónan okkar er því áhrifamesti gjaldmiðill í Evrópu. Þessi völd fást ekki með evru. Þú ert ekki sérlega vel inni í málunum Guðbjörn

Velkominn til baka á Moggann okkar Guðbjörn

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 15:36

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jamm, Guðbjörn kom aftur. Kannski ekki nógu mikið lesinn á Eyjunni?

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 15:41

6 identicon

Hjörtur, Gunnar og Haraldur:

Mér rann nú í grun að um ímyndarlegt áfall yrði að ræða!

Ágætis viðtökur á Eyjunni, nema að það er of mikið af vinstra fólki að blogga þar og athugasemdir enn svæsnari en hér þegar femínistar og frjálshyggjuandstæðingar ætla að kveða mig í kútinn!

Ég ákvað að snúa aftur á Moggabloggið og blogga á báðum stöðum af því að ég saknaði ykkar Gunnars og Haraldar svo mikið. Nú fer í hönd spennandi tíma tími fyrir andstæðinga og fylgismenn ESB aðildar! 

Guðbjörn Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 15:55

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjörtur, Haraldur og Gunnar:

Ég þakka kveðjurnar.

Viðtökurnar á Eyjunni voru góðar og ég ætla mér að blogga bæði á Morgunblaðinu og á Eyjunni. Stærri pistlar verða á Eyjunni, en fréttatengt blogg hjá Morgunblaðinu.

Nú fara í hönd spennandi tímar og þá verður maður að geta tekist á við ykkur ESB andstæðinga af fullum krafti! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.11.2009 kl. 18:59

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í gamladaga tók ég þátt í sýningum á Ævintýri Hoffmanns. Í eitt sinn sló út í fyrir einni söngkonunni í aukahlutverki. Einn stórsöngvaranna útskýrði fyrir unglingum að þetta væri kallað prímadonnustælar. Hendir oftast söngvara sem eru ekki nógu góðir, eða misþroska. Þeir reyna að breiða fyrir vanmáttakenndina með hroka og dónaskap. Ég spurði einn af þeim góðu, hvort bestu söngararnir yrðu aldrei fyrir svona prímadonnuáfalli. Jú svaraði stórsöngvarinn, ef þeir fara of hratt upp.

Guðbjörn upphefðin á Eyjunni hefur sennilega stigð þér til höfuðs.

Sigurður Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 19:05

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sigurður - jú þetta skal nok passa hjá þér.

Var það ekki "forheimska og þröngsýni" sem stóð í fyrstu línu Guðbjartar. Línu eitt?

Þetta kallar maður að "fara hratt upp" - eða - að koma leifturhratt upp um sjálfan sig í grænum hvelli.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 19:21

10 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður og Gunnar:

Þetta er einungis sama orðbragð og þið sjálfir notið, því ekki fer mikið fyrir rökstuðningnum hjá ykkur. Alltaf þetta sama kjaftaæði um að við missum auðlindirnar, fullveldið og að hér verði stofnaður erlendur her! Það er allir orðnir langþreyttir á þessum rangfærslum og bulli. Andstaðan við ESB um þessar mundir má að öllu rekja til framkomu Breta og Hollendinga í Icesave málinu! Hún mun réna þegar glæsilegur aðildarsamningur Íslands við ESB verður kynntur í byrjun árs 2011.

Ég er hvorki misþroska né slæmur söngvari. Þið gangið svo langt að ýja að því á prenti að ég sem einstaklingur sé hvoru tveggja, það er lengra en ég gekk! Á laugardagskvöldið var góður rómur gerður að söng mínum í Duus húsum í Reykjanesbæ og í fyrrakvöld var mér klappað lof í lófa í Keflavíkurkirkju. Ég er afskaplega minnugur á texta. Ég man eftir tveimur skiptum, sem sló út í fyrir mér á tæplega 30 ára söngferli, þar sem ég söng tæplega 1000 óperusýningar og hundruð tónleika! Það slær út í fyrir öllum söngvurum og leikurum, sem á annað borð þora að stíga á svið og hefja upp rödd sína. Sigurður, varstu í kórnum eða söngstu smáhlutverk? Kórsöngvarar og þeir sem syngja smáhlutverk hafa aldrei sparað gagnrýnina á þá aðalleikendur og aðalsöngvara!

Ég man eftir því að hafa verið á sýningu með þeim mikla snillingi Placido Domingo í Bayreuth og hann gjörsamlega klúðraði bæði texta og tónlist í óperunni Parsifal. Í annað skipti sá ég hann í óperunni La fanciulla del West eftir Puccini í Deutsche Oper í Berlín, þar sem Domingo sprakk á nær hverjum einasta tóni. Ég get fullvissað þig um að Domingo er hvorki slæmur söngvari eða misþroska, illa gefinn eða ómúsíkalskur, heldur einn af bestu söngvurum sem uppi hafa verið!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.11.2009 kl. 19:40

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Um þá sem nota málfluting eins og þú gerir  hér að ofan, s.s. : "Forheimsku og þröngsýni innan samtakanna Heimssýn eru virkilega engin takmörk sett" myndi þjóðverjar stundum lýsa sem einstaklinga sem hafa:  

mit Roller Shue durch die Kinderstube fahren, ef ég skrifa það rétt á þýsku.

Sigurður Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 20:13

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurður:

"Auf/mit Rollschuhen durch die Kinderstube fahren...".

Ég þekki ekki þetta orðatiltæki, en veit að þetta myndu nær allir Þjóðverjar aldrei leyfa, en margir Íslendingar myndu eflaust ekki gera neitt í málinu?

Þú verður að fyrirgefa orðbragðið, en þessi frétt Morgunblaðsins um fund forsvarsmanna Heimssýnar og Nei til EU í Noregi bauð upp á skot af þessu tagi og þau koma ekki einungis frá mér. Þessi orð Norðmannsins Heming Olaussen, að ESB hræðist höfnun Íslendinga á aðildarsamningi eru út af fyrir sig svo heimskuleg, að ég gat ekki orða bundist! Haldið bara svona áróðri bara áfram, því hann hjálpar þeim sem hlynntir eru aðild að ESB.

Ég segi enn og aftur að ég hef verið hlynntur ESB aðildarviðræðum undanfarin 3-4 ár. Nú bíð ég spenntur eftir niðurstöðu aðildarviðræðna og þegar ég hef séð hana mun ég gera upp hug minn; hvorki fyrr né seinna!

Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk skuli berjast með og á móti aðild, þegar engin niðurstaða liggur fyrir. Það skiptir auðvitað höfuðmáli hver niðurstaðan verður úr viðræðunum. Verði samningurinn hagstæður munu Íslendingar að sjálfsögðu greiða atkvæði með samningnum, en verði samningurinn afleitur mun þjóðin hafna honum. Svona einfalt er þetta mál og það þrátt fyrir tímabundið andóf gegn ESB nú um stundir. Fólk er nefnilega ekki fífl! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.11.2009 kl. 21:48

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Máltækið þýðir eitthvað á þá leið, að ef barnið fer í gegnum barnauppeldið of létt, geti það kallað á aukaverkanir síðar á ævinni.

Það er ekkert að því að hafa mismunandi skoðanir á því hvort aðild að ESB sé okkur til góðs eða ekki, en vaxandi dónaskapur í þeim umræðum er málstaðnum ekki til framdráttar. Mikill meirihluti mælist nú í skoðanakönnunum sem telur að við náum ekki þeirri niðurstöðu sem þjóðin telur lágmarkskröfur okkar. Stuðningsmenn nota mikið rök eins og að andstæðingar ESB aðilar sé á suðskinsskóm, séu á móti alþjóðlegu samstarfi eða þeir sem ganga lengst að andstæðingar séu heimskir. Svona málflutningur er aumkunarverður.

Sigurður Þorsteinsson, 28.11.2009 kl. 22:12

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað er þetta, auðvitað hefur Heimssýn rétt fyrir sér. Vitanlega eigum við að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Við ættum jafnvel að ganga enn lengra og hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Ef einhverjum finnst það ekki duga til að fullnægja kröfum um lýðræði skulum við hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB.

Theódór Norðkvist, 28.11.2009 kl. 22:49

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Guðbjörn

Ég held ekki að neinn hafi verið að gera athugasemdir við sönghæfileika þína. Það kæmi mér allavega á óvart.

En þessi skriflega óratóría þín hér að ofan hófst á loft og sprakk strax í fyrstu linu með orðunum: "Forheimsku og þröngsýni". Þú gafst á garðann.

Kveðjur  

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2009 kl. 23:16

16 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Það sem fer í taugarnar á mér er að fólk skuli berjast með og á móti aðild, þegar engin niðurstaða liggur fyrir. Það skiptir auðvitað höfuðmáli hver niðurstaðan verður úr viðræðunum."

Guðbjörn minn, þú ert sjálfur mikill baráttumaður fyrir því að við göngum í Evrópusambandið. 

Bara sem lítið dæmi af fjölmörgum, þú sagðir hér fyrr í umræðunni:

"Hún mun réna þegar glæsilegur aðildarsamningur Íslands við ESB verður kynntur í byrjun árs 2011."

Þú ert þegar viss um að niðurstaðan verði glæsileg.

Ferðu í taugarnar á sjálfum þér? :D

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2009 kl. 23:26

17 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjörtur:

Jú, auðvitað kemur það fyrir mig að stundum fer ég í taugarnar á sjálfum mér eða kannski meira það ef ég geri mistök. En að öðru leyti er ég fullkomlega sáttu við mig, bara ekki umhverfið sem ég er í núna og ég held að þar séu flestir Íslendingar mér sammála.

Ég er að því leyti sammála Heimssýn að ég tel ESB vilja fá okkur inn í sambandið og ég tel að af þeim sökum muni þeir bjóða okkur afskaplega góðan samning. ESB hræðist það hins vegar ekki að við höfnum aðildarsamningnum, en það væri þeim eflaust ekki að skapi. þarna er um stigsmun að ræða! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 29.11.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband