Máttlaus kjarabarátta: BSRB, BHM og KÍ

Það er með ólíkindum hversu máttlaus bandalög starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru, hvort sem þau eru á vegum háskólamanna, kennara eða þeirra sem eru í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja! Þetta kemur mér þó ekki á óvart eftir að hafa starfað innan stjórnar BSRB í nokkur ár. Stærstur hluti forystufólks starfsmannafélaga og bandalaga hins opinbera eru virkir meðlimir í VG og einhver smá minnihluti í Samfylkingu, en enn smærri hluti eru meðlimir Sjálfstæðisflokks, þótt smæsti hlutinn séu líklega framsóknarmenn. Framsóknarmennirnir eru þó líklega þó áhrifamestir, þar sem það fólk ræður yfirleitt ferðinni allsstaðar, eru t.d. mjög margir forstöðumenn hjá ríki og sveitarfélögum og þeir hafa þar af leiðandi meira að segja meðal ríkisstarfsmenn almennt.

Ég veit það ekki, en einhvernvegin finnst mér það þjóna litlum tilgangi að hafa bandalög starfsmanna af þessu tagi, þegar þau eru öll svo höll undir ríkisstjórnina og hvorki æmta né skræmta þegar vinstri stjórn er við völd. Væri ekki nær að leggja þessi "batterí" niður tímabundið og nota peningana í eitthvað annað, t.d. í að byggja upp norrænt velferðarþjóðfélag á Íslandi eða til að hækka örorkubætur?

Þegar laun hjá hinu opinbera eru skoðuð verður að segja að útskýringin á eitthvað hærri launum en t.d. hjá ASÍ felst í því að flestir starfsmenn eru frekar menntað fólk og margir hverjir vinna vaktavinnu. Leikskólakennarar eru með stúdentspróf og 3 ára háskólanám, kennarar eru einnig stúdentar með a.m.k. 3 ára háskólanám, menntaskólakennarar og háskólakennarar eru reyndar yfirleitt með meistaragráðu eða doktorsgráðu. Félagar í BHM eru eðli málsins samkvæmt með háskólamenntun, grunnmenntun, meistaragráðu eða doktorsgráðu. Menn sem borga ein mánaðarlaun í námslán á ári og eytt hafa 7-10 árum meiri tíma í nám en ómenntað fólk hlýtur að geta gert kröfu um meiri laun. Er það ekki bara sanngirnisatriði, eða hvernig eigum við annars að hvetja börn okkar til að fara í langskólanám?

 Eigum við að taka meðallaun sjómanna og bera þau saman við meðallaun þessa háskólafólks - finnst það einhverjum sanngjarnt? Eigum við, sem erum með námslán að borga af, að krefjast "námslánaskattaafslátta"? Hver vill senda börn sín í hendur ómenntaðra leikskólakennara, grunnskólakennara, menntaskólakennara eða háskóla? Hver vill láta einhvern sem ekki hefur lokið háskólanámi skera upp á sér heilann eða hjartað? Hver vill láta ólöglærðan mann dæma sig o.s.frv.? 

Koma svo: BSRB, BHM, og KÍ - aðeins meira stolt fyrir okkar hönd - berjast aðeins fyrir hagsmunum okkar sem á bak við ykkur standa - kynna fólki að opinberir starfsmenn eru fólk sem ekki á alltaf skilið lægstu launin í þjóðfélaginu!


mbl.is Meðallaun ríkisstarfsmanna 458 þúsund á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Um starfsmenn ríkis og bæja eiga að gilda sömu lög sömu reglur og um annað fólk sem er á vinnumarkaði.Sömu reglur um lífeyrissjóði.Ríki og sveitarfélög eiga að ganga í Vinnuveitendasamband Íslands og láta það semja fyrir sig.Þessi íslenski aðall sem er obinberir starfsmenn eiga að vera liðin tíð.

Sigurgeir Jónsson, 8.12.2009 kl. 22:50

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sigurgeir:

Ef opinberir starfsmenn nytu sömu kjara og aðrir - að öllu leyti - væri það alls ekki svo slæmt.

Vandamálið er að launakjör hjá hinu opinbera hafa verið falin á ýmsan hátt, t.d. á þann hátt sem þú nefnir. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 8.12.2009 kl. 22:53

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

það þarf að binda enda á ýmisleg sérkjör eins og opinberalífeyrissjóðskerfið. allir eiga að borga í samskonar lífeyrissjóði. hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, iðnaðarmenn eða alþingismenn. viss prósenta fer í sjóðin af laununum.

Fannar frá Rifi, 13.12.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki miklu skynsamlegra að halda hltunum gangandi og virkja fólk til að vinna frekar en að vera að hræra í kerfinu með tilgangslausum sameiningum í nafni hagræðingar, sem skilar svo engu nema óþægindum og kostnaði. Það kostar sko sitt að henda fólki út á gaddinn og borga sumum himinháa starfslokasamninga fyrir að gera ekki neitt.

Þetta er akkúrat ekki tíminn í svonleiðis vitleysu og þarfnast undirbúnings og tíma ef eitthvað vit á að vera í.

Ómar Bjarki Smárason, 13.12.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband