Árangur af starfi þriggja ríkisstjórna að koma í ljós

Undirritun RómarsáttmálansÞað má segja að hvert stórmálið reki annað þessa dagana. Þetta er þó engin tilviljun, því öll þessi mál eru nátengd og verða að fá lausn í ákveðinni tímaröð. Fyrst er auðvitað að nefna, að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu, sem er eitt stærsta skrefið sem við höfum tekið til framtíðaruppbyggingar hér á landi frá því að við gerðumst aðilar að EES samningnum 2. maí árið 1992.

Landsbanki ÍslandSíðan er auðvitað að nefna enduruppbyggingu bankakerfisins með þátttöku erlendra kröfuhafa. Eðlilegt er að álykta að að þátttaka erlendra banka og fjárfestingarsjóða verði til þess að traust á íslensku bönkunum aukist eitthvað og að lánalínur opnist aftur. Án þess að ég vilji vera með of mikla bjartsýni er jafnvel hugsanlegt að lánakjör bankanna batni eitthvað. Eftir það sem á undan er gengið munu hinir nýju eigendur bankanna og íslenska Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa vakandi auka með íslensku bönkunum og því hugsanlega um "öruggustu" banka í heimi að ræða. Þetta eykur vonandi traust á íslensku bönkunum, sem eru auðvitað ekki lengur íslenskir. Að mínu mati er í raun er verið að segja Íslendingum að þeim sé ekki treystandi til að reka banka og betra sé að útlendingar sjái um það. Þetta er kannski í ljósi reynslu undanfarinna ára rétt staðhæfing hjá þeim, sem illa fóru út úr viðskiptum við okkur.

Nú þarf ríkisstjórnin "einungis" að tryggja að Icesave samningurinn verði samþykktur, en þá eru öll stóru málin komin í höfn. Þá getur ríkisstjórnin farið að einbeita sér að fjölskyldum og fyrirtækjum landsins, með þeirra verðtryggðu lán og myntkörfulánin, 9% atvinnuleysi, gífurlegan halla á ríkissjóði o.s.frv. 

Ráðhúsið í BrusselPlan vinstri stjórnarinnar er eins og ég hef alltaf sagt frekar einfalt. Þetta plan þekkja sjálfstæðismenn að hluta til, enda var það kynnt þeim í vetur á meðan á stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar stóð. Líkt og ég hef bent á, hér á blogginu, í marga mánuði hefur ekkert verið gert hér á Íslandi í vetur án þess að ESB hafi verið með puttana í því. Gildir þar einu hvort við tölum um lánin frá AGS, Norðurlöndunum eða annarsstaðar frá, Icesave samningana eða enduruppbyggingu bankakerfisins. Þetta var í raun staðfest af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir og síðan í kjölfarið af Svavari Gestssyni. Ég tel að efnahagsáætlun Samfylkingarinnar sé í raun samsuða efnahagsáætlunar AGS, gömlu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og Evrópusambandsins og þá sérstaklega Breta og Hollendinga.

Árni Sigfússon í ham í HelguvíkEndurreisn Íslands mun virðast okkur Íslendingum hægfara, þótt í raun sé margt á seiði, sem við sjáum fyrst rætast eftir 6-12 mánuði. Endurreisnin gæti þó náð ágætis skriði þegar lánsfé fæst til virkjunarframkvæmda. Við megum ekki gleyma að erlendar spár - bæði AGS og annarra - segja að langtímahorfur séu öfundsverðar, m.a. vegna auðlinda okkar. Það er því ljóst að lánadrottnar okkar og AGS mun verða fylgjandi slíkum framkvæmdum og munu beita sér fyrir því að þær komist á koppinn. Þetta gera þeir ekki endilega af vorkunnsemi og til að hjálpa okkur, heldur til að fá skuldir sínar greiddar til baka.

Fyrirhugaðar framkvæmdir í HelguvíkMörgum óhagkvæmum álverum hefur verið lokað að undanförnu. Álverð fer núna hækkandi og því ekki óeðlilegt að ætla, að margir álframleiðendur vilji nota árin 2010-2012 til að undirbúa uppsveifluna í efnahagslífi heimsins, sem mun byrja hægfara á næsta ári og fara verulega af stað árið 2011-13. Það er mín spá, að framkvæmdir í Helguvík, bæði í álverinu og Kísilverksmiðjunni, fari á mikinn skrið á næsta ári. Þetta er ekki síst að þakka sölu Hitaveitu Suðurnesja til erlendra aðila, sem tryggir fjármögnun Hitaveitunnar og þar með orkusölu til beggja fyrrgreindra verkefna. Ég er einnig þeirrar skoðunar að erlendir aðilar muni "melda" sig vegna álvers á Húsavík auk annarra orkufrekra fyrirtækja hér á landi.

Íslenska sauðkindinÞegar vorið 2010 mun koma í ljós, í aðildarviðræðum við ESB, að sambandið mun koma Íslandi til einhverrar hjálpar vegna Icesave skuldanna. Mjög góð lausn finnst á fisveiðistjórnunar- og landbúnaðarmálum á Íslandi í aðildarviðræðunum. Í reynd er að mínu mati búið að vera að vinna að lausn þessara ágreiningsmála í allan vetur, m.a. samfara Icesave samningunum. Íslendingar munu sjá að eina skynsamlega leiðin er að samþykkja aðildarsamninginn og verða 28 aðildarríki ESB. Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson hafa áttað sig á þessari staðreynd, en aðrir þráast við, m.a. vegna andstöðu kjósenda í kjördæmum þeirra, t.d. Jón Bjarnason og frændi minn Ásmundur Einar Daðason. Þetta er í raun eina skynsamlega skýringin á viðsnúningi Steigríms og Ögmundar í ESB málum og Icesave málinu.

KárahnjúkarSigur Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gæti orðið sætur, ef þeim endist þá tími til að njóta hans. Hætta er á að mjög mikil spenna og óánægja verði innanborðs hjá VG þegar fram í sækir og það sama gildir auðvitað um Samfylkinguna. Massífur niðurskurður á fjárlögum ríkisins bitnar ekki aðeins á velferðarkerfinu, en skjólstæðingar þess kerfis eru tryggustu kjósendur beggja þessara flokka. Niðurskurður í menntakerfinu verður að sama skapi óvinsæll, en mikið af kennurum og nemendum eru fylgismenn beggja þessara flokka. Laun opinberra starfsmanna munu standa í stað eða lækka á þessu og næsta ári, en stór hluti opinberra starfsmanna kýs báða þessa flokka. Að auki mun Samfylkingin þrýsta á VG að samþykkja miklar virkjunarframkvæmdir og framkvæmdir á sviði orkufreks iðnaðar, sem kjósendur VG og Samfylkingar eiga erfitt með að sætta sig við. Forusta VG er hins vegar tilneydd til að gera tilslakanir varðandi orkufrekan iðnað, sem er eitt af fáu sem gæti að einhverju leyti bjargað efnahagsmálunum næstu 4 árin. Við megum heldur ekki gleyma að Samfylkingin er með mjög stóran hóp umhverfissinna innanborðs (Fagra Ísland). Þessu til viðbótar bætast síðan "svik" forystu VG við kjósendur þeirra í ESB málinu og ekki síður í Icesave málinu. Kjósendum VG hlýtur að finnast Samfylkingin vera að ná öllum sínum málum fram á meðan hún gefur endalaust eftir. Jóhanna Sigurðardóttir, og þó sérstaklega Steingrímur J. Sigfússon, verða að vera algjörir snillingar til að halda þessari ríkisstjórn saman næstu fjögur árin. Það verður þó að segjast, að þetta hefur Steingrími tekist allt frá stofnun flokkins 6. febrúar 1999 - geri aðrir betur!


mbl.is Flensan lengir kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðildarviðræður - mikil tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn ...

Hinir fornu GrikkirSú staða, sem komin er upp í kjölfar þess að sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu, er í raun ágætis staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þ.e.a.s. ef menn þar á bæ hafa vit á að halda rétt á spilunum.

Viðbúið er að samningaviðræður hefjist í febrúar 2010 og ljúki á mjög stuttum tíma, hugsanlega jafnvel sex mánuðum. Aðild Íslands að ESB gæti því blasað við 1. júlí 2011. Sjálfstæðisflokkurinn verður því að hafa hraðar hendur til að mála sig ekki út í horn í þessu máli. 

Hinir fornu RómverjarÍ bók Auðuns Arnórssonar, Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið, er mjög vel farið í samningaferlið sjálft og síðan auðvitað hvaða málaflokkar verða erfiðir. Það var ekki að undra að þau tvö svið, sem talin eru erfið, eru sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Ég tel einsýnt að yfirlýsingar Joe Borg, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB, sem hann gaf frá sér í vetur þess efnis að Íslendingar yrðu kallaðir að borðinu við endurskipulagningu fiskveiðimála innan ESB, sem á að ljúka í síðasta lagi 2012, hafi ekki verið tilviljun einni að kenna. Mjög líklegt er að fiskveiðistefnunni verði breytt á þann hátt að fiskveiðar verði ekki ásteytingarsteinn í viðræðum okkar Íslendinga við ESB, en þannig gætu einnig opnast dyr fyrir aðild Noregs að sambandinu. Það voru einmitt ákvæði um fiskveiðar í aðildarsamningi Noregs og ESB, sem urðu aðildarsamningnum síðast að falli. Þá er útilokað annað en að bjóða Íslendingum svipaðar undanþágur og Finnar fengu vegna landbúnaðar. Slíkar tilslakanir myndu leysa viss vandamál hér á landi og hugsanlega einnig minnka andstöðu í Noregi.

 Ég vil minna á að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir:

„ ... jafnframt [er] talið mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja‟. 

Að auki stendur í ályktuninni:

„Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna‟.


Hinir fornu KeltarSjálfstæðisflokkurinn reyndi allt hvað hann gat til að framkvæma stefnuskrá flokksins, en allt kom fyrir ekki, þar sem meirihluti Alþingis kaus að fara öðruvísi í hlutina. Að auki má benda á að málið sé og hafi verið umdeilt innan flokksins, líkt og sást á afstöðu varaformanns flokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og eins þingmanns flokksins, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, við atkvæðagreiðsluna á Alþingi. Þetta hefur þó ekki síður verið áberandi í allri fjölmiðlaumræðu á undanförnum mánuðum, þar sem m.a. fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson og ýmsir aðrir frammámenn innan flokksins lýstu yfir stuðningi við aðildarviðræður við ESB. Bjarni Benediktsson minntist einmitt á þetta í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi.

Fari málin nefnilega á þann veg, að mjög góður samningur náist við ESB, þar sem ekki aðeins verður að mestu fallist á okkar sjónarmið varðandi fiskveiðistjórnunar- og landbúnaðarmál, heldur einnig fallist á að hjálpa okkur varðandi Icesave-skuldbindingarnar og uppbyggingu efnahagslífsins í kjölfar efnahagshrunsins, þá erum við sjálfstæðismenn ekki í góðri aðstöðu. Þetta á ekki síst við ef við höldum andstöðu okkar við aðildarviðræðurnar áfram og sjáum þeim og gangi viðræðna allt til foráttu. Þá munu auðvitað fyrst og fremst Samfylkingin hirða allar rentur af þeim samningi, þótt VG muni auðvitað reyna að ná einhverjum hluta hagnaðarins í sinn hlut, m.a. með því að minna á að stór hluti þeirra hafi jú greitt atkvæði með því að fara í aðildarviðræður.

Hinir fornu VíkingarÚtgönguleiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn - fyrst við klúðruðum þessu við atkvæðagreiðsluna - er að lýsa því yfir, að við höfum ekki viljað fara í aðildarviðræður á þessum tímapunkti, en að flokkurinn hafi aldrei útilokað þann möguleika að ganga til aðildarviðræðna við ESB, myndi hagsmunamat flokksins leiða í ljós að það væri landsmönnum hagstætt. En þar sem það sé nú orðin staðreynd, að við höfum sótt um aðild að Evrópusambandinu, vilji Sjálfstæðisflokkurinn taka virkan þátt í samningaviðræðunum og það sé gert með fullum heilindum og von um að góður samningur náist í aðildarviðræðunum. Jafnframt verður að lýsa því yfir, að náist sátt um landbúnaðar- og fiskveiðimálin, sé alls ekki útilokað að flokkurinn styðji aðild að Evrópusambandinu, en það sé eitthvað sem einungis tíminn og aðildarviðræður geti leitt í ljós.

Með þessu móti geta Sjálfstæðismenn einnig hoppað inn í ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni að nýju slettist uppá vinskapinn við VG, sem mér finnst reyndar frekar ótrúlegt næstu 4 árin. Ástæðan fyrir því að VG verður að vera í stjórn í 4 ár og klára ekki aðeins ESB málið, heldur einnig að koma málum hér í lag, er að verði farið í kosningar næstu 2 árin mun flokkurinn fara mjög illa út úr kosningum. Kjósendur VG telja flokkinn hafa brugðist í ESB málum auk þess sem byrjað að skera niður í velferðarmálum og hækka skatta. Auðvitað þurfti að gera þetta allt saman, en það skilja kjósendur VG ekki mjög vel, frekar en að hluti lausnanna sé fólgin í ESB aðild.

Það eru mikil tækifæri fólgin í kreppum og öllum aðstæðum, ef maður kann að notfæra sér það! 


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagur, en ekki er búið, þótt byrjað sé.

ESB fániMikið heillaskref var tekið í dag á Alþingi, þegar ákveðið var að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið og að aðildarsamningurinn verði síðan borinn undir þjóðaratkvæði. Alþingi sigraði og lýðræðið sigraði. Það er von mín og trú að þær viðræður, sem vonandi munu hefjast á næstu vikum, muni skila okkur Íslendingum hagstæðum samningi. Það er vissa mín að takist samningar, muni aðild að ESB hjálpa okkur Íslendingum í þeim vanda, sem við eru nú í, þótt í raun séu aðeins til tvær lausnir á því vandamáli, en það er að framleiða meira, flytja meira út og spara. Til þess að ná þessum markmiðum þurfum við stöðugleika, sem m.a. fæst með nýjum lögeyri. Að auki þurfum við á fjárhagslegri hjálp að halda, þ.e. lánum til að endurræsa efnahagslífið. Aðild að ESB og upptaka evru mun einmitt hjálpa okkur við að ná þessum markmiðum, en ESB mun síðan í fjarlægari framtíð hjálpa okkur enn frekar við uppbyggingu landsins, þjóðinni allri til heilla.

Þrátt fyrir að hafa barist fyrir ESB aðildarviðræðum um áraraðir - innan Sjálfstæðisflokksins sem utan hans - áskil ég mér fullan rétt til að greiða gegn samningnum, skili hann okkur Íslendingum ekki ásættanlegri niðurstöðu og þá sérstaklega m.t.t. ríkra hagsmuna okkar í landbúnaði og sjávarútvegi.

Hetja dagsins - Ragnheiður RíkharðsdóttirÉg var stoltur af Ragnheiði Ríkharðsdóttur í dag, sem var í mínum augum hetja dagsins. Þarna fer ótrúlega huguð kona, sem þorir að standa á sannfæringu sinni gegn öllum flokksklíkum og valdamiklum gæslumönnum vissra hagsmuna innan Sjálfstæðisflokksins. Þarna fer kona sem ég myndi vilja sjá a.m.k. sem varaformann flokksins! Ragnheiður, ég tek ofan fyrir þér! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætti hins vegar að skammast fyrir hugleysi sitt. Hennar pólitíski ferill er að mínu mati búinn!

Fólk, sem skiptir um skoðun nokkrum sinnum á ári, á ekkert erindi á í stjórnmál og gildir þar einu hvort það heitir Þorgerður Katrín, Bjarni, Illugi, Guðlaugur Þór eða aðrir sjálfstæðismenn, sem gert hafa hosur sínar grænar fyrir ESB allan síðasta vetur. Við þurfum stjórnmálamenn, sem þora að skipta um skoðun að vel athuguðu máli, en geta einnig staðið í fæturna og eru staðfastir ef svo ber undir.

Það er mikilvægt að kjósendur minnist þess – hvar í flokki sem þeir eru – hvernig þingmenn greiddu atkvæði í dag. Sérstaklega á þetta við um Framsóknarflokkinn og Borgarahreyfinguna, sem sögðust aðhyllast ESB aðildarviðræður, en sigldu auðsjáanlega undir fölsku flaggi. Það kemur ekki á óvart varðandi Framsóknarflokkinn, en ég átti von á öðru frá Borgarahreyfingunni.
mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB aðild - öll sund gætu lokast

ESB fániÉg hef áður komið fram með spádóma, sem ótrúlega oft hafa ræst. Að vísu hefur minn stærsti spádómur ekki enn komið fram, en hann er að Samfylkingin hafi nú þegar undir höndum drög að aðildarsamningi Íslands við ESB. Í þessum drögum er tekið á öllum helstu atriðum, sem orðið gætu ásteytingarsteinn í aðildarviðræðum Íslendinga og ESB. Yfirlýsingar Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, og Joe Borg, fiskveiðistjóra ESB, renna að mínu mati styrkum stoðum undir þessa tilgátu mína.

Seðlabanki EvrópuÍ óformlegum þreifingum Íslendinga við embættismenn og stjórnmálamenn innan ESB, sem fram fóru samhliða viðræðum Breta og Hollendinga - og með vitund og vilja allra aðila -, var gengið frá því að Íslendingar gengju í Evrópusambandið 1. janúar 2011. Á sama tíma tæki Seðlabanki Evrópu að sér að verja gengi íslensku krónunnar miðað við ákveðið viðmiðunargengi, sem líklega er ásættanlegt fyrir Íslendinga. Á sama hátt er samkomulag um að hafi Íslendingar ekki greiðslugetu varðandi Icesave samninganna og aðrar gífurlegar skuldbindingar þjóðarinnar, muni Bretland og Holland fella niður hluta Icesave skuldanna, lækka vexti og lengja í lánstímanum og ESB koma landinu á einn eða annan hátt til aðstoðar.

 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Þetta er hluti af efnahagsáætlun Samfylkingarinnar, sem enginn hefur í raun séð og sósíaldemókratarnir hafa - eðli málsins samkvæmt - ekki getað opinberað og hefur ekki einu sinni lekið út eins og vaninn er þar á bæ.

Hinn hluti áætlunarinnar eru að sjálfsögðu lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslendinga og önnur lán frá Norðurlöndunum og síðan minni lán frá öðrum aðilum.

Öllum þessum efnahagsaðgerðum er stillt upp í ákveðinni tímaröð, sem ekki má riðlast. Þannig var ESB aðild Íslendinga skilyrði fyrir lánveitingu Norðurlandanna og AGS, en annað skilyrði er að gengið yrði frá Icesave samkomulaginu. Þetta eru auðvitað þau skilyrði, sem Norðurlöndin og önnur ríki hafa gert alla tíð síðan í vetur. Af þessum sökum hefur allt tafist svona von úr viti, þ.e.a.s. vegna þess að binda varð alla lausa enda við ESB, AGS, Icesave, erlendu lánadrottnana vestanhafs o.s.frv.

Krónan að sökkvaÞetta er í raun frumraun á svo flóknu ferli, þ.e.a.s. heimskreppu, hálfgerðu þjóðargjaldþroti efnaðs Vesturevrópuríkis, sem er meðlimur í NATO og EES og í Norðurlandasamstarfi. Þessu til viðbótar flækir málin réttaróvissa vegna Icesave vegna stórgallaðrar ESB reglugerðar, undarlegra og hugsanlega ólöglegra viðbragða Breta. o.s.frv. Það er því ekki að undra að þetta hafi staðið í öllu þessa mjög svo klára fólki hjá ESB, Evrópska Seðlabankanum, AGS, ríkistjórnum þeirra ESB aðildarríkja, sem hlut áttu að máli, t.d. Bretlands, Hollands, Þýskalands, Lúxemborg o.s.frv., íslensku ráðuneytanna, Seðlabanka Íslands og margra fleiri.

Hollenskir túlípanarÁ síðari stigum varð meira að segja endurfjármögnun bankanna hluti af þessum aðgerðum, en áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum bönkum vaknaði einmitt við hugsanlega ESB aðild landsins og eftir að ljóst var að gengið yrði frá Icesave skuldbindingunum. Það var fyrst þá sem þessir vogunarsjóðir og aðrir fjárfestar gerðu alvöru úr hótunum sínum varðandi málssókn á grundvelli neyðarlaganna frá því haust, en áður töldu þeir eignirnar í þrotabúinu einskis virði. Ríkisstjórninni tókst reyndar að semja um að ekki yrði af málssókn á grundvelli neyðarlaganna, en stjórnin verður í stað fyir því tjóni, að þeir geta ekki selt þessar eignir. Sennilega er hagur að þessu fyrir báða aðila, því málssókn er tímafrek og dýr og óvíst hvað aðilar hagnast á henni.

Eflaust naga þýskir og aðrir evrópskir bankar sig nú í handabökin fyrir að hafa ekki tekið tilboði ríkisins fyrr í vetur. Erlendir fjárfestar, t.d. vestanhafs, AGS, Bretar og Hollendingar og ESB átta sig auðvitað á því að aðildarumsókn að ESB stóreykur virði íslenskra banka, tryggingarfélaga og annarra fjármálafyrirtækja og fyrirtækja á Íslandi almennt. Mér finnst þetta liggja í augum uppi og skil ekki að enginn annar en ég sjái samhengið þarna á milli. Af þessum sökum er tímaröðin á öllum þessum hlutum svona:

  1. Aðildarumsókn ESB
  2. Icesave samningurinn
  3. Fjármögnun viðskiptabankanna og aðkoma erlendra lánadrottna að fjármögnun þeirra
  4. Lánafyrirgreiðsla AGS, Norðurlandanna og annarra landa
  5. Hægfara endurreisn Íslands
  6. Sigur "vinstri stjórnarinnar" og hugsanleg vinstri stjórn í 8-12 ár

Verði ESB aðild ekki samþykkt og verði Icesave samningurinn ekki samþykktur, mun ríkisstjórnin halda velli. Samfylkingin er að sjálfsögðu með Áætlun B og hefur ámálgað þennan möguleika við AGS og ESB, Breta og Hollendinga og aðra lánadrottna og samþykkt fyrir sitt leyti að Íslendingar verði þá að finna fyrir refsivendi AGS, ESB og annarra lánadrottna - enda lítið annað fyrir Samfylkinguna og aðra landsmenn að gera úr því!

Alþingi ÍslendingaVerði þetta niðurstaða Alþingis verða bankarnir ekki endurreistir á föstudaginn, fjármagn mun ekki flæða til Íslands frá AGS, Norðurlöndunum og öðrum sem vildu lána okkur fjármuni. Það sem við blasir eru fjöldagjaldþrot, 20-25% atvinnuleysi, 20% niðurskurður á fjárlögum ríkisins og sveitarfélaga og skattahækkanir. Þetta myndi m.ö.o. þýða að efnahagsáætlun Samfylkingarinnar myndi ekki verða að veruleika og við myndum líklega lepja dauðann úr skel næstu 10-15 ár. Samfylkingin mun nota hvert tækifæri til að benda á að meirihluti Alþingis hafi hafnað ESB aðild, hafnað Icesave samningnum og þar með skapað sér sjálft þessi grimmu örlög. Samfylkingin verður með pálmann í höndunum, hvernig sem þetta mál fer - því miður!

Samfylkingin mun síðan slíta þingi og boða til nýrra kosninga þegar henni hentar, þ.e. þegar þeir eru á flugi og fylgi VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins er í lágmarki. Ekki yrði ég þá hissa á að hún hlyti hreinan meirihluta á Alþingi. Það er einmitt af þessum sökum sem Samfylkingin er algjörlega róleg núna. Sáuð þið glottið á Helga Hjörvar nýlega og hversu sjálfumglaður hann var í Kastljósinu og hversu glaður og sjálfsöruggur Össur var í ræðu sinni og hversu róleg og yfirveguð Jóhanna var þegar hún sagði að þetta yrði knappt. Undanfarna mánuði hefur hún skolfið eins og lauf í vindi við minnstu áreynslu. Hún veit nákvæmlega hvernig þessi atkvæðagreiðsla fer á morgun. Samfylkingin hefur ýjað að öllu þessu við forystu VG og hún mun tryggja að gengið verður til aðildarviðræðna og að Icesave samkomulagið verður samþykkt.

Er þetta ekki allt borðleggjandi?

 

 


mbl.is Niðurstaða um ESB á hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur málflutningur minna manna - talandi um skoðanakúgun

Tangó

Mínir menn - sjálfstæðismenn - fara mikinn í gagnrýni sinni á viðsnúning Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, varðandi Icesave skuldbindingarnar og fyrirhugaðar aðildarviðræður við ESB. Þessi gagnrýni væri að mörgu leyti skiljanleg og eðlileg ef þessir ágætu menn hefðu verið staðfastari í sinni trú varðandi sömu málaflokka síðustu misseri. Mér líður hálf skringilega að vera stanslaust að gagnrýna þann flokk, sem ég fylgi enn að málum, en mér er bara ekki stætt á öðru síðastliðið tæpt ár eða svo. Ég man ekki betur en að fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafi talið Alþingi vera eina rétta aðilann til að útkljá mál eins og ESB aðildarviðræður. Þess ber þó að geta að þá voru þeir í meirihluta ríkisstjórn á þinginu. Ég veit ekki betur en að núverandi formaður, Bjarni Benediktsson, hafi, ásamt núverandi þingflokksformanni, Illuga Gunnarssyni, gert sér dælt við ESB aðildarviðræður á síðasta ári og sömu sögu má reyndar segja um varaformanninn, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og einhverja nokkra aðra í þingflokknum, t.d. hina ágætu Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur, sem reyndar er því miður hætt á þingi. Ég man heldur ekki betur en að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hafi lagt grunninn að drögum þess samkomulags, sem nú nú liggur fyrir þinginu varðandi Icesave deiluna. Sennilega sáu fyrrum forystumenn Sjálfstæðisflokksins - líkt og Steingrímur sér nú - að þetta var eina færa leiðin í þessu bölvuða klúðursmáli. Sjálfstæðismenn virðast því vera í sama tangó og Vinstrigræn, hvað þessi mál varðar. Íslendingar kunna ekki að meta „pólitískan skollaleik“ í dag, heldur óskum við eftir heilsteyptum, heiðarlegum stjórnmálamönnum með framtíðarsýn og lausnir. Fáa slíka þingmenn virðist vera að finna á þingi í dag, sama hvaða stjórnmálaflokk maður skoðar. Mestur mannauðurinn virðist þeir þó vera innan vébanda VG, en því miður er ég algjörlega ósammála þeirra stefnumálum og get því aldrei kosið þann flokk.

Reykfyllt bakherbergiÉg skal viðurkenna, að ég gaf lítið fyrir gagnrýni VG, Samfylkingarinnar, og síðar Framsóknarflokksins, varðandi stöðu efnahagsmála á árunum 2002-2008. Hefðum við betur gefið þeim orðum meiri gaum. Líkt og okkur sjálfstæðismönnum er svo oft tamt - jafnvel enn þann dag í dag - treysti ég og trúði mínum forystumönnum í hálfgerðri blindni. Þó má segja að ég hafi fengið sjónina á annað augað í nokkrum málum á undanförnum 5-6 árum. Það sem sérstaklega fór fyrir brjóstið á mér var tilhneiging minna manna til að taka ákvarðanir í reykfylltum bakherbergjum, keyra málin oft vanreifuð og á allt of stuttum tíma og af gífurlegu offorsi í gegnum þingið og hikuðu þeir þá ekki við að svínbeygja þingmenn ef þess þurfti. Þessi vinnubrögð hafa arftakarnir - VG og Samfylking - verið fljót að tileinka sér og virðist þetta því vera eitt af séreinkennum íslenskra stjórnmála. Flestum þessara umdeildu mála var ég samt sem áður sammála og er enn - s.s. fjölmiðlamálið. Þetta snýst að mínu mati meira um aðferðafræðina, þ.e. málsmeðferð við undirbúning og afgreiðslu og síðan auðvitað framkvæmdina á breytingunum. Nú sem fyrr er beitt hér á landi „gamaldags stjórnmálum“, líkt og Borgarahreyfingin hefur réttilega nefnt ýmis vinnubrögð á Alþingi.

Davíð á landsfundiValdaþreyta hefur eflaust spilað stóra rullu í þessu máli hjá Sjálfstæðisflokknum, en stærra hlutverk spilaði sennilega stjórnunarstíll fyrrverandi formanns flokksins Davíðs Oddssonar. Davíð nam meira og minna úr gildi allt lýðræði innan Sjálfstæðisflokksins. Þannig var þingflokknum stjórnað eins og rómverskri herdeild og miðstjórn flokksins helst ekki kölluð saman í hans stjórnartíð. Stórar ákvarðanir voru teknar af Davíð og Halldóri, Davíð og viðkomandi fagráðherra, Davíð og einhverri flokksklíku eða af Davíð og einhverjum hagsmunaaðilum, sem tengdust flokknum. Landsfundirnir hafa alltaf verið undirbúnir af miklu kappi og allar ályktanir nánast tilbúnar fyrir fundina. Reynt hefur verið af fremsta megni að koma í veg fyrir að öðru en orðalagi sé breytt í ályktununum. Hlutverk formanna nefndanna á landsfundum flokkanna var að vera framlenging á valdi þeirra ráðherra sem með málaflokkana fóru. Þegar einhverjar deilur fara af stað fjölmenntu hagsmunaaðilar á fundina eða útsendarar ráðherra eða jafnvel ráðherra sjálfur. Stundum taka ályktanir jafnvel breytingum eftir að þær höfðu verið samþykktar í nefndum. Þar sem sjálfstæðismenn þekkja ekki önnur vinnubrögð en þessi í innra starfinu eða í landsmálunum undanfarin 20 ár - þ.e.a.s. fullkomið valdaafsal flokksmanna til forystu, flokksklíku og valda- og hagsmunaaðila - eru þeir orðnir samdauna þessu og líta menn eins og mig, sem vilja breytingar, illu auga. Jafnvel hin uppreisnargjarna æska lærir að hlýða frá barnsaldri:

 

Haltu kjafti hlýddu og vertu góður, heiðra skaltu föður þinn og móður!

 

Fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins eru valdir af allra harðasta kjarna sjálfstæðismanna. Harðasti kjarni flokksins er almennt meira andsnúinn ESB aðild en venjulegir kjósendur flokksins. Þessi harði kjarni - fulltrúaráðin - velja síðan aðra sjálfstæðismenn af sama sauðahúsi, þ.e. þá sem eru innvígðir og innmúraðir. Þetta kemur í veg fyrir að nokkur „vandamál“ komi upp á landsfundinum. Hlutfall „kverúlanta“ - á borð við mig - er mjög lágt og þeir alltaf ofurliði bornir á öllum landsfundum. Hlutfallslega fleiri fulltrúar koma utan af landi en frá suðvestur-horninu, sem skekkir að mínu mati áherslur fundarins, t.d. eru fleiri á landsbyggðinni andsnúnir ESB aðild. Fleiri eldri sjálfstæðismenn koma á landsfund en yngri, en afstaða eldri harðlínumanna innan flokksins til ESB er hatrömm á móti á meðan yngra fólkið vill frekar í aðildarviðræður.

Eldri borgararFlestir halda áfram að fara á landsfund þar til þeir eru ekki lengur ferðafærir eða deyja. Fyrir okkur, sem starfað hafa lengi innan flokksins, er um nokkurskonar endurfundi (e. reunion) að ræða. Umgjörð fundarins er hátíðleg og vönduð. Mikið um skemmtanir, veislur og partí, sem að mínu mati veikja málefnalegt starf nefndanna. Þetta er að mínu mati gert með vilja til að fundurinn verði ekki of „pólitískur“, til að ekki sé farið í of mikil „smáatriði eða útfærsluatriði“. Með þessu móti hefur flokksklíkan fulla stjórn á landsfundinum. Þetta á reyndar einnig við um starf þeirra fulltrúaráða, sem ég hef tekið þátt í. Þar eru sveitarstjórnarmenn með sína útsendara, sem hafa fulla stjórn á atburðarrásinni. Í fulltrúaráðum er meira talað um allskyns formsatriði og sárasjaldan talað um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum - meira eins og Lyons eða Kiwanis. Þegar að kosningum fer síðan allur krafturinn í kosningabaráttuna sjálfa, en þar erum við sjálfstæðismenn meistarar. Stjórnmál eru sem sagt lítið rædd innan Sjálfstæðisflokksins og hvað þá skipst á rökum um stór mál á borð aðild að Evrópusambandinu. Nei, þarna ráða flokksklíkurnar og ýmsir hagsmunaðilar ferðinni og síðan er okkur í grasrótinni talin trú um að við ráðum í raun og veru einhverju. 

Sjálfstæðismenn grillaMargir hægri menn sem ég þekki virðast ánægðir með ofangreinda tilhögun mála - þeir pæla sennilega lítið í stjórnmálum, en græða sennilega þeim mun meira á daginn og grilla síðan einhver ósköp á kvöldin. Þó þekki ég nokkra hægri menn, sem myndu vilja lýðræðislegri vinnubrögð: minni klíkuskap og ættdrægni (e. nepotism) og minni hagsmunagæslu á hægri væng stjórnmálanna. Hvað gera skoðanabræður mínir á hægri vængnum í þessu máli? Hvað gera hægri menn sem vilja fara í ESB aðildarviðræður í næstu þingkosningum? Getum við hugsað okkur að kjósa þingmenn, sem eru á allt annarri skoðun en við í þessu stóra máli og reynar mörgum öðrum? Er þessu við bjargandi? Ég segi já við þeirri spurningu. Þótt ég sé hjartanlega ósammála náfrænda mínum, Ásmundi Einari Daðasyni, þingmanni VG, varðandi aðildina að ESB, styrkti einörð afstaða hans ásetning minn, en hann er að ná fram breytingum á hægri vængnum í stjórnmálum á Íslandi.


mbl.is Áfram deilt um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opinberir aðilar eiga ekki að stunda áhætturekstur á kostnað skattborgara

StraumsvíkNokkur gagnrýni hefur komið fram vegna sölu Reykjanesbæjar á hluta sínum í HS orku og kaup bæjarins í HS veitum og landi á Reykjanesi og Svartsengi. Nær öll gagnrýni sem ég hef séð er á litlum rökum reist og byggir á misskilningi. Það sem mesta furðu vekur er að sumir fjölmiðlar skuli ekki kynna sér málið betur, heldur skuli þeir frekar éta upp órökstuddar fullyrðingar um málið, sem ekki standast við nánari skoðun. Hvað aðkomu Grindvíkurbæjar varðar, þá hefur það bæjarfélag staðið í samningaviðræðum við HS orku í allan vetur, en ekki komist að samkomulagi um verð landsins innan þeirra bæjarmarka. Þegar samningar náðust ekki var því fullkomlega eðlilegt að HS orka snéri sér til annarra aðila, sem gerðu sér grein fyrir verðmæti landsins. Árni Sigfússon bæjarstjóri hefur marglýst því yfir að Grindvíkingum sé velkomið að kaupa það land, sem er innan þeirra bæjarmarka. Þrátt fyrir að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé umhugað um gott samstarf við Grindavík eru hvorki bæjarstjórnarfulltrúar eða ég, sem íbúi Reykjanesbæjar, til í að gefa bæjarfélaginu, sem er mikils virði.


Bláa lóniðAlrangt er að verið sé að selja HS á undirverði, því bæjarfélagið er að fá 2007 „góðærisverð“ fyrir fyrirtækið, en það verð er langt yfir svokölluðu „matsvirði“. Sumir bæjarbúar virðast halda að við séum að kaupa „röradraslið“ en hin raunverulegu verðmæti verði eftir í HS orku. Þegar sveitarfélögin á Reykjanesi og í Hafnarfirði seldu sinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja lagðist ég eindregið gegn því að Reykjanesbær gerði slíkt hið sama. Skoðun mín var og er að hitaveitur og rafmagnsveitur eigi að vera í meirihlutaeigu opinberra aðila, að eitt af grundvallarhlutverkum sveitarfélaga sé einmitt að þjónusta sína íbúa hvað varðar heitt og kalt vatn og rafmagn. Rökin fyrir þessu eru að sveitarfélögin eigi að tryggja fullt öryggi í sölu og þjónustu til íbúa og hafa stjórn á þeirri þjónustu. 
Með þessum samningi er ekki verið að einkavæða auðlindirnar – líkt og margir halda fram –, heldur er verið að tryggja opinbert eignarhald íslensks sveitarfélags á auðlindunum. Löggjafinn var mér auðsjáanlega ekki sammála, því að í fyrra voru samþykkt á Alþingi lög, sem Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra hafði forgöngu um, er heimiluðu orkufyrirtækjum – innlendum sem erlendum – að eignast náttúruauðlindir landsins. Ég á mér hins vegar skoðanabræður í meirihluta Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, er lýstu yfir afdráttarlausum vilja til að koma auðlindum HS í eigu bæjarins og því hlýt ég að fagna. Reykjanesbær hefur nú þegar sýnt vilja í verki og keypt landið undir virkjununum og þann auðlindarétt sem því fylgdi af HS orku. Landið hefur síðan verið leigt HS orku til 65 ára, en mögulegt er að lengja leigusamninginn um 65 ár, ef báðum aðilum stendur hugur til. Á 15-20 árum hefur leigan greitt upp kaupverðið á öllu landinu og í 40-50 ár nýtur bærinn síðan tekna af auðlindinni í takt við hversu mörg megavött nást á svæðinu. Þetta er að mínu mati hin ákjósanlegasta lausn.


HS orkaMargir hafa áhyggjur af verðhækkunum á orku til íbúa Reykjanesbæjar. Af þessu hef ég minni áhyggjur en áður, því nú eru engin rekstrar- eða eignatengsl milli HS fyrirtækjanna og því hverfandi líkur á hagsmunaárekstrum stjórnenda, sem vinna bæði fyrir bæinn og einkaaðila úti í bæ. Allar verðbreytingar á heitu og köldu vatni og rafmagni þurfa hvort eð er að hljóta samþykki yfirvalda. Að auki er um fullkomna samkeppnisvöru að ræða hvað rafmagnið áhrærir, en eðli málsins samkvæmt er því miður ekki hægt að segja það sama um heitt og kalt vatn. Hækki HS orka rafmagnið á okkur íbúa Reykjanesbæjar, er okkur í lófa lagið að leita eftir tilboðum til Orkuveitu Reykjavíkur, Orkusölunnar(Rarik), Norðurorku og Orkubús Vestfjarða, því allir þessir aðilar eru að selja rafmagn á markaði. Heita og kalda vatnið er hins vegar undir verðlagseftirliti hins opinbera líkt og tíðkast um slíkt víða annarsstaðar í heiminum og veitufyrirtækið í meirihlutaeigu opinbers aðila, sem tryggir mikið og gott aðhald.


OrkaVið Íslendingar erum í miklum vanda um þessar mundir og ljóst að hluti lausnar vandamálsins felst í meiri nýtingu auðlinda landsins til atvinnuuppbyggingar og gjaldeyrissköpunar. Þetta á ekki síst við um Reykjanesið, þar sem atvinnuleysi er risastórt vandamál. Erfitt hefur reynst að fjármagna framkvæmdir HS á undanförnum mánuðum og önnur orkufyrirtæki hér á landi eiga við sama vanda að etja. Ljóst er að engin stór breyting verður á erlendum lánamörkuðum næstu misserin gagnvart Íslandi, en nýlegt mjög lélegt lánshæfismat Landsvirkjunar staðfestir þetta enn frekar. Eina færa leiðin til fjármögnunar orkufyrirtækja er því í gegnum beina fjármögnun eigenda fyrirtækisins. Ekkert sveitarfélag á landinu er svo stöndugt um þessar mundir, að það ráði við slíka fjármögnun og það sama gildir um íslenska banka og einkaaðila. Af þessum sökum er aðeins mögulegt að tryggja fjármögnun með eignaraðild erlendra aðila svo hægt verði að standa við þær orkuskuldbindingar, sem við þurfum að uppfylla fyrir álver og kísilverksmiðju í Helguvík og gagnaver á gamla varnarsvæðinu.


Árni SigfússonOrkuframleiðsla er áhættusöm atvinnugrein og gildir þar einu hvort um rafmagnsframleiðslu eða olíuframleiðslu er að ræða – orkuverð sveiflast einfaldlega mjög mikið. Þetta á sérstaklega við um raforkuframleiðslu fyrir orkufrekan iðnað, þar sem rafmagnsverð tengist oft verði á framleiðsluvörunni. Öðru máli gegnir um rekstur veitustarfsemi, sem inniheldur ekki marga rekstrarlega óvissuþætti. Reykjanesbær tapaði á sl. ári rúmlega fjórum milljörðum króna á HS og Orkuveita Reykjavíkur tapaði um 70 milljörðum á sama tíma. Allt þetta tap er borgað af skattgreiðendum í Reykjanesbæ og Reykjavík. Það er skoðun mín, að borgarinn eigi ekki að greiða í sköttum sínum fyrir tap einkafyrirtækja, hvort sem um er að ræða álver, kísilverksmiðjur, gagnaver, einkabanka eða fyrirtæki útrásarvíkinga. Ég vona að lesendur séu mér sammála um þetta. Af þessari ástæðu gleðst ég ekki aðeins yfir því að fyrirtækið HS orka hafi verið selt á góðu verði, heldur einnig yfir því að vera laus við þessa áhættufjárfestingu – nóg er nú samt lagt á skattborgara á þessum síðustu og verstu tímum.


Einhverjir halda því fram, að Geysir Green Energy muni njóta betri kjara í viðskiptum við okkur í framtíðinni en við gagnvart þeim. Við nánari skoðun stenst þessi fullyrðing þó ekki og með nokkrum rökum má halda fram að sennilega verði þessu öfugt farið í framtíðinni. Reykjanesbær kaupir land af HS orku með skuldabréfi á 5% vöxtum en selur hlut til Geysis með 7% áætluðum meðalvöxtum, en 3,5% lágmarksvöxtum. Reykjanesbær lagði til að vextir tengdust þróun álverðs og við því var orðið. Álverð er í algjöru lágmarki nú um stundir og nær öruggt að það hækkar umtalsvert á næstu árum, sem tryggir hagstæðari vexti fyrir bæinn en fyrir GGE. Fari svo illa að álverð lækki enn meir myndi það þýða taprekstur fyrir HS orku – og hefði þannig þýtt tap fyrir Reykjanesbæ ef hann hefði ekki selt hlut sinn í því fyrirtæki.

Víkjum að síðustu aðeins að söluvirðinu. Reykjanesbær seldi sinn eignarhluta í HS orku fyrir 13.1 milljarð króna, en kaupir um leið HS veituhlutann fyrir 4,3 milljarða króna og að auki land við Svartsengi og á Reykjanesi fyrir 940 milljónir króna. Kaupverðið er greitt við þannig að bein útborgun strax er 1,9 milljarðar kr. og 625 milljónir munu síðan koma í bæjasjóð í mars á næsta ári. Þá eru 6,3 milljarðar greiddir með skuldabréfi til 7 ára, með 7% áætluðum meðalvöxtum en 3,5% lágmarksvöxtum.


Við erum öll dálítið tortryggin þessa dagana og þegar við sjáum svona góðan samning hugsum við með okkur að þetta sé of gott til að vera satt. Þetta er hins vegar satt og ekkert smátt letur að sjá. Ég óska því Árna Sigfússyni, bæjarstjórninni, Reyknesingum og landsmönnum öllum til hamingju með þennan frábæra samning.


Versalasamningurinn – lærum af sögunni

Undirritun í Versalahöllinni

Hermenn í heimsstyrjöldinni fyrriFriðarsamningurinn frá Versailles var undirritaður 28. júní 1919 og þannig endaði formlega heimsstyrjöldin fyrri, þótt vopnahléið í Compiègne 11. nóvember 1918 hafi í raun endað öll stríðsátök. Versalasamningurinn tók gildi 10. janúar 1920 eftir að þing allra ríkja samningsins, nema Bandaríkjanna, höfðu staðfest hann og skipst hafði verið á undirrituðum eintökum.

Við lítum oft til Versalasamninganna og gleymum, að þótt stærsti og örlagaríkasti samningurinn hafi verið við Þýskaland, þá voru einnig gerðir samningar við Ungverjaland (Trianon samningurinn við Ungverjaland), Austurríki (St. Germain samningurinn), Búlgaríu (Neuilly-sur-Seine samninginn við Búlgaríu) og Tyrkland (Sèvres samninginn við Osmaníska ríkið). Niðurstaða samningaviðræðnanna var að Þýskaland og bandamenn þess bæru fulla ábyrgð á að stríð breiddist út í Evrópu og lagði þær skyldur á stríðsaðila, að þeir þyrftu að borga sigurveldunum með stórum landspildum og gífurlegum skaðabótagreiðslum.

Eitt af því sem var mest einkennandi fyrir Versalasamninginn var að engar eiginlegar viðræður fóru fram á milli sigurveldanna og Þýskalands og bandamanna þess. Sigurveldin hittust aðeins og ákváðu í sameiningu hversu mikið Þýskaland og bandamenn áttu að greiða í stríðsskaðabætur. Einungis var skipst á minnisblöðum (þ. Memorandum) við hin sigruðu ríki og drög að samningi voru síðan lögð fyrir þær 7. maí 1919. Þýska sendinefndin neitaði að skrifa undir samninginn og krafðist mildari niðurstöðu og að fá að setjast við samningaborðið. Engin breyting varð á samningatækninni og engar viðræður fóru fram, heldur var skipst á skriflegum sendiboðum. Sigurveldin sögðust ekki samþykkja neinar breytingar á samningnum og hótuðu Þjóðverjum að þeir hertækju landið að öðrum kosti, en fylkingar hermanna bandamanna stóðu tilbúnar við Rínarfljótið. Ein af fáum breytingum, sem gerðar voru var að íbúum Efri-Slesíu (þ. Oberschlesien – hluti Póllands í dag) var leyfð þjóðaratkvæðagreiðsla um sín örlög. Þann 12. maí 1919 skýrði Philipp Scheidemann ríkiskanslari stöðu Þýskalands með þessum fleygu orðum á þjóðþinginu í Weimar: „Hvaða hönd myndi ekki visna, sem hneppti sig og okkur í slíka fjötra?”, sem hljómar svo á þýsku: „Welche Hand müsste nicht verdorren, die sich und uns in solche Fesseln legte?“. 

Undir þeim þrýstingi, sem þingið var vegna hótana um innrás sigurveldanna, staðfesti þingið samninginn 23. júní 1919 eða fyrir því sem næst 90 árum upp á dag með 257 atkvæðum gegn 138. Flokksfélagi Scheidemanns og eftirmaður sagði við þetta tækifæri: 

„Við stöndum hér af skyldurækni vitandi vits, að það er skyldukvöð okkar að bjarga því sem bjargað verður […]. Þegar ríkisstjórnin […] undirritar þetta samkomulag með fyrirvara, þá undirstrikar hún, að hún vill með þessari ákvörðun sinni forðast valdbeitingu, sem með nýrri styrjöld gæti leitt ótrúlegar hörmungar yfir þýsku þjóðina, með hernámi yrði landinu skipt upp, konur og börn yrðu hungri að bráð, auk þess sem þýskum herföngum yrði ekki sleppt úr haldi“. 

Það voru á endanum Hermann Müller utanríkisráðherra (SPD/Þýskir sósíaldemókratar) og Johannes Bell samgönguráðherra (Zentrum/Miðjuflokkurinn, ekki lengur til staðar á þingi), sem undirrituðu samninginn við mótmæli viðstaddra þann 28. Juni 1919. Rétt er að benda á, að sendinefnd Bandaríkjanna, mikilvægasta sigurveldisins, undirritaði samninginn fyrst af öllum, en hann var aldrei staðfestur af þinginu og því kröfðust Bandaríkjamenn aldrei neinna skaðabóta af Þjóðverjum.

Ég ætla ekki að eyða tíma lesenda að útlista í smáatriðum hver áhersluatriði hvers ríkis fyrir sig voru, enda hægt að nálgast þær upplýsingar á veraldarvefnum. Þó er rétt að benda á að það voru Frakkland, Belgía og Þýskaland, sem höfðu orðið fyrir mestum stríðskaða í fyrri heimsstyrjöldinni. Mig langar í stuttu máli að minnast á afstöðu Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna, því það varpar góðu ljósi á þjóðirnar þrjár og sýnir vel sérstöðu Breta og Frakka þegar að slíkum málum kemur.

Stríðsskaðabætur Þjóðverja

Samlíking Icesave samningsins við Versalasamninginn svokallaða er í raun mjög góð, því að í þeim samningi var eitt aðalatriðið að Þjóðverjar lýstu yfir allri ábyrgð á fyrri heimsstyrjöldinni (þ. Kriegsschuldartikel 231). Einnig var hin endanlega upphæð og tímarammi skaðabótagreiðslnanna eða hámarksupphæð ekki festur niður í Versalasamningnum frekar en í Icesave samkomulaginu.

Skaðabótanefndin (þ. Reparationskommission) hafði með höndum eftirlit með greiðslugetu Þjóðverja og ákvað í framhaldi hversu háar bætur Þýskaland ætti að borga árlega. Segja má að lækkun, frestun og endalok Versalasamninganna hafi verið aðalmarkmið þýskra utanríkismála allt frá því að samningarnir tóku gildi í byrjun janúar árið 1920 til ársins 1932, þegar að málamiðlun náðist um málið í Lausanne í Sviss. Síðustu greiðslur vegna Versalasamningsins verða á næsta ári, á því herrans ári 2010, 90 árum eftir undirritun Versalasamninganna.

Ef litið er til söguskýringa nútímans má segja að fræðimenn séu almennt ásáttir um að stríðsskaðabætur Þjóðverja vegna Versalasamningsins hafi út af fyrir sig ekki verið hindrun við uppbyggingu efnahagslífsins Þýskalands í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar og það ekki einu sinni meðan á erfiðleikum Weimar-lýðveldisins stóð. Það var fremur vegna þess hversu skaðabæturnar tengdust umræðunni um sekt Þýskalandi og bandamanna þeirra, að þeim væri einum um að kenna hvernig mál þróuðust í aðdraganda stríðsins (þ. Kriegsschulddebatte ) og síðan hversu þýski iðnaðurinn varð háður lántökum frá Bandaríkjunum, að þýskar ríkisstjórnir Weimar-lýðveldisins reyndu að komast hjá skuldbindingum sínum. Þannig urðu greiðslurnar að pólitísku bitbeini, sérstaklega hjá stjórnmálaöflum lengst til hægri og vinstri á stjórnmálaskalanum. Þessi öfgaöfl reyndu allt hvað þau gátu til að nota þetta mál til að grafa undan Weimar-lýðveldinu svokallaða eða lýðræðinu með hrapalegum afleiðingum fyrir Evrópu alla. Það liggur því nærri að fullyrða að stríðsskaðabæturnar hafi grafið meira undan stjórnmálalegum stöðugleika Þýskalands og Evrópu á þessum árum, en þeim efnahagslega, þótt hvorutveggja sé að sjálfsögðu tengt órjúfanlegum böndum, líkt og við höfum séð í vetur og svo oft áður í sögu heimsins.

Markmið sigurveldanna

Markmið sigurveldanna þriggja voru jafnólík og þau voru mörg og má sérstaklega segja að markmið Frakklands hafi skilið sig mikið frá þeim engilsaxnesku.

Frakkland André Tardieu, aðstoðarmaður franska forsætisráðherrans Georges Clemenceau, kom samningsmarkmiðum Frakka fyrir í tveim stuttum, vel orðuðum setningum:

 

 „Að skapa öryggi var okkar fyrsta skylda. Hin skylda okkar var að skipuleggja enduruppbygginguna.“ (André Tardieu: La Paix. Paris 1921, bls. 308.; tilvitnun úr Wikipedia).

 


Frakkar höfðu orðið fyrir tveimur árásum frá Þjóðverjum á innan við 50 árum, en þá fyrri höfðu Þjóðverjar unnið (þýsk-franska stríðið 1870–1871) og nú höfðu Frakkar unnið það síðara. Frakkar vildu ná fram hefndum. Stjórnmálamenn á borð við Poincaré vildu styrkja stöðu Frakklands enn frekar innan Evrópu á meðan aðrir – Aristide Briand – vildu ná sáttum við Þjóðverja. Líkt og svo oft á öfgatímum náðu öfgamenn yfirhöndinni og markmið Frakka urðu þrjú: að ná til baka Elsass-Lothringen héraðinu, að veikja þýska ríkið og þó sérstaklega við landamæri ríkjanna við Rín, þar sem Frakkar vildu ná yfirráðum yfir sterkum iðnaði Þjóðverja og koma þannig í veg fyrir að þýsk árás gæti endurtekið sig. Þessi markmið héldust í raun hendur í við þriðja markmiðið, sem var að krefjast ríkulegra stríðsskaðabóta til að borga til baka þær stríðsskuldir við Bandaríkjamenn og til uppbyggingar landsins í kjölfar stríðsins.

Bretland – hafði orðið fyrir mun minni skaða en Frakkland í stríðinu, en voru stórskuldugir við Bandaríkjamenn að stríði loknu. Versalasamningnum var hafnað af Bretum og þeir tóku ekki þátt í hernámi Ruhr-héraðsins, heldur töldu hernámið brot á Versalasamningnum, svo sem vikið verður að síðar. Af ótta við útbreiðslu kommúnismans í Evrópu vildu Bretar halda valdajafnvægi í Evrópu og voru því ekki til í að veikja Þjóðverja um of. Við megum ekki gleyma að Sovétríkin höfðu litið dagsins ljós um svipað leyti og að kommúnistar og sósíalistar voru mjög sterkir í Þýskaland, enda Karl Marx og Friedrich Engels, upphafsmenn kommúnismans, báðir Þjóðverjar. Uppþot eða hálfgerðar uppreisnir höfðu átt sér stað í Þýskalandi, sem voru kæfðar í fæðingu með miklum blóðsúthellingum.

Í minnisblaði David Lloyd George, forsætisráðherra Breta, má sjá að hann gerði sér fullkomlega grein fyrir þeirri hættu, sem skapast gæti, ef Þjóðverjar yrðu á einhvern hátt niðurlægðir. Hann sagði að það væri hægt að ræna nýlendunum frá Þjóðverjum, minnka herinn niður í stærð meðal lögregluliðs og gera flota landsins að engu, en Þjóðverjar væru máttug, öflug og gáfuð stórþjóð, sem myndi finna leið til að komast hjá greiðslum. Ef að skaðabótagreiðslurnar yrðu óréttlátar myndu Þjóðverjar ekki gleyma því eða fyrirgefa sigurveldunum og hann sá þetta sem ástæðu fyrir annarri styrjöld í framtíðinni. Lloyd Georges vildi því ekki ganga jafn langt og breskur almenningur krafðist, en hann lét þó undan þeim kröfum á endanum.

Ítalía – hafði ekki haft mikinn áhuga á að taka þátt í stríðinu, en lét þó undan þrýstingi á endanum og notaði tækifærið í stríðslok og fékk í sinn hlut síðustu ítölsku landsvæðin, sem enn tilheyrðu austurríska keisaraveldinu „Irredenta“ – Trentino og Trieste. Að auki bættu þeir við sig svæðum við Brennerskarðið (Suður-Týról) og einni nýlendu Dodekanes eyjunum grísku, sem Ottóman stórveldið hafið ráðið yfir.

Bandaríkin – voru með þær kröfur helstar á dagskrá að koma á meira viðskiptafrelsi í heiminum og tryggja samgöngur á sjó, en raunveruleg ástæða fyrir þátttöku Bankaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni voru kafbátaárásir Þjóðverja á alþjóðasiglingaleiðum. Að auki barðist forseti Bandaríkjanna, Woodrow Wilson, fyrir bættu öryggi í heimsmálunum, sem koma átti í veg fyrir frekari heimsstyrjaldir. Í janúar 1918 setti forsetinn fram hina frægu 14 punkta dagskrá sína, en samkvæmt henni átti að banna allt leynimakk utanríkisþjónusta heimsins, tryggja sjálfsákvörðunarrétt þjóða, fara í alhliða afvopnun á heimsvísu, stofna þjóðabandalags með þátttöku Bandaríkjanna, að stórveldi Mið-Evrópu kölluðu heri sína til baka frá öllum herteknum svæðum og að Pólland fengi aftur sjálfstæði eftir að Rússar og Þjóðverjar höfðu skipt því á milli sín og að Pólland fengi aðgang að Eystrasaltinu.

Nauðasamningar Þjóðverja mættu andstöðu í Bandaríkjunum. Engu að síður voru Bandaríkjamenn áhugasamir um að Bretar og Frakkar fengju í hendurnar skaðabætur til að þeir gætu greitt til baka skuldir sínar til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn drógu sig til baka frá Evrópu að lokinni heimsstyrjöldinni fyrri og tóku ekki þátt í Þjóðabandalaginu, sem Wilson hafði þó barist svo mikið fyrir. Árið 1923 kynntu Bandaríkjamenn Dawes-áætlunina, en með henni voru Þjóðverjum lánaðir umtalsverðir fjármunir til enduruppbyggingar landsins. Árið 1931 kynnti forseti Bandaríkjanna, Herbert C. Hoover, gjaldfrest, sem nefndur var eftir honum, Hoover gjaldfresturinn, og ætlað var að bjarga bankakerfinu í Mið-Evrópu, sem var að hruni komið í lok heimskreppunnar miklu. Í þeirri áætlun var greiðslu stríðsskaðabóta til Frakklands og Bandaríkjanna frestað um eitt ár til að skapa fjárhagslegt andrými. En allt varð fyrir ekki og krísunni stóru varð ekki afstýrt. Þess má get að árið 1931 var Frakklandi eina landið, sem var andsnúið Hoover-greiðslufrestinum og einangraði sjálft sig í alþjóðlegu tilliti í kjölfar þessa.

Fyrstu kröfur

Strax eftir gildistöku Versalasamningsins var ákveðið að Þýskaland skyldi borga 20 milljarða gullmarka til ársins 1921 – sem voru um 7 tonn af gulli. Að auki urðu Þjóðverjar að afhenda sigurveldunum nær allan skipaflota sinn, sem gerði þeim mjög erfitt með útflutning, sem þeir voru þá sem nú mjög háðir. Á Bologna ráðstefnunni i apríl 1920 komust sigurveldin að mikið vantaði upp á að þjóðverjar hefðu greitt nægilega miklar bætur og kröfðust frekari bóta í kolum og gjaldeyri.

Greiðslur í vörum til Frakkland

Vörur á leið til FrakklandsÁrið 1920 voru nokkrar ráðstefnur haldnar (San Remo í apríl, Hythe og Boulogne-sur-Mer í júlí), þar sem m.a. uppskipting stríðsskaðabótanna milli sigurveldanna var ákveðin. Fyrst í júlí árið 1920 mátti Þýskaland vera með fulltrúa í viðræðunum. Ákveðið var að greiðslurnar yrðu þannig að Frakkland fengi 52 %, Bretland 22 %, Ítalía 10 % og Belgía 8 %. Sigurveldin hótuðu Þýskalandi að ef það borgaði ekki myndu bandamenn leggja undir sig Ruhr-héraðið, þar sem stærstu hluti þýskra kola var að finna og þar með iðnaður landsins. Frekari fundarhöld urðu vegna þessa í Brüssel í desember 1920. 

Árið 1921 fóru sigurveldin fram á að bæði nýju loftskip Þjóðverja (DELAG-Verkehrsluftschiffe LZ 120 und LZ 121) yrðu afhent sem skaðabætur og þannig stöðvuðust hin svokölluðu Zeppelin-loftferðaskip. Árið 1924 afhenti Þýskaland jafnframt sem stríðsskaðabætur það loftferðaskip, sem ferðast hafði til Bandaríkjanna. Þann 29. janúar 1921 kröfðust sigurveldin 269 milljarða gullmarka, sem greiðast áttu á 42 árum. Að auki voru Þjóðverjar neyddir til að greiða um 12% heildarútflutningi sínum til sigurveldanna. Þann 27. apríl 1921 kom síðan greiðsluáætlun Breta á hendur Þjóðverjum í ljós. Ríkisdagurinn (þýska þingið) hafnaði öllum þessum kröfum og sigurveldin lögðu í kjölfarið undir sig borgirnar Duisburg og Düsseldorf í Ruhr-héraðinu.

Í kjölfar þessa varð stjórnarkreppa í Þýskalandi og forsætisráðherra Breta, David Lloyd George, kallaði þýska sendiherrann á sinn fund og tilkynnti honum um nýjar kröfur breskra stjórnvalda um skaðabætur að upphæð 132 milljarða gullmarka, sem eru u.þ.b. 47.000 tonn af gulli að upphæð u.þ.b. 700 milljörðum evra, sem átti að greiða til baka á 66 árum. Að auki áttu Þjóðverjar að greiða hið minnsta 26 % af brúttó útflutningi sínum sem skaðabætur. Til viðbótar fylgdi hótun um að ef að skilmálunum yrði ekki gengið innan 6 daga myndu Bretar leggja undir sig allt Ruhr-héraðið.

Ný ríkisstjórn þýska ríkiskanslarans, Josephs Wirth, sá sig tilknúna til að samþykkja þessar kröfur Breta og var hann mikið gagnrýndur af hægri öfgamönnum fyrir vikið. Wirth var með þessu að fylgja eftir stefnu fyrrverandi fjármálaráðherra, Matthias Erzberg, sem var myrtur árið 1921 af öfgahægrimönnum fyrir “landráð”. Utanríkisráðherrann, Walther Rathenau, var myrtur árið síðar fyrir sömu “sakir”.

Skemmst er frá því að segja að Þjóðverjar náðu samningum við Frakka árið 1921 um að borga meira af skaðabótunum með vörum og minna með gulli. Einnig náðust samningar við Breta árið 1922, sem sáu að þeir högnuðust meira á að vernda kaupkraft launa hjá þýskum neytendum og auka viðskipti þýsks iðnaðar og bresks iðnaðar, en að ganga gjörsamlega frá þýskum neytendum og fyrirtækjum. Þetta var fyrsta skrefið í rétta átt hjá Þjóðverjum á langri og erfiðri braut að sýna sigurveldunum og öllum umheiminum að þeir væru komnir í hálfgert greiðsluþrot og að frekari kröfur myndu aðeins leiða til að ekkert fengist greitt.

Á ráðstefnunni í Genova gerðu Þýskaland Sovétríkin samning við Þjóðverja (Samninginn frá Rapallo), þar sem báðar þjóðir létu af öllum kröfum í garð hvors annars. Þessi bæði svo mjög einangruðu ríki í Evrópu tókum upp nánara samband í framhaldi af þessu. Þetta fór mjög í taugarnar á sigurveldunum og er m.a. talin ein af ástæðunum fyrir hertöku Ruhr-héraðsins.

Ruhr-héraðið hertekið

Ruhr Gebiet - 1930Spurningunni um hvernig greiðslu skaðabóta yrði háttað var enn ekki svarað. Þýska ríkisstjórnin var þeirrar skoðunar, að óðaverðbólgan, sem geisaði í Þýskalandi á þessum árum, og efnahagsörðugleikar því samfara, kæmu í veg fyrir greiðslu skaðabóta. Sigurveldin sögðu að Þjóðverjar héldu verðbólgustiginu uppi til að komast hjá greiðslum því og var það efalaust með nokkrum rétti. Vesturveldin voru aðeins tilbúin til að gera minniháttar tilslakanir varðandi tímaramma greiðslna, en höfnuðu öllum lengri gjaldfrestum, sem Þjóðverjar höfðu áhuga á. Þar sem viðræðum Þjóðverja og Vesturveldanna báru engan árangur, var þeim í meira mæli hafnað meðal almennings í Þýskalandi og í nóvember 1922 endaði ríkisstjórn Wilhelm Cuno þær snögglega.

Eftir Genova ráðstefnuna hafði Frakkland frumkvæði í öllum viðræðum sigurveldanna við Þjóðverja. Frakkar töldu réttast að ganga hart fram og gerðu tilkall til eigna Þjóðverja sem borgun fyrir stríðsskaðabætur, t.d. iðnfyrirtæki í Ruhr-héraðinu. Árið 1922 stöðvuðu Bretar af, að hluti þýsks iðnaðar yrði afhentur Frökkum sem stríðsskaðabætur. Þegar Þjóðverjar voru til þess að gera aðeins lítillega á eftir áætlun með greiðslur sínar árið 1923, hertóku franskar og belgískar hersveitir Ruhr-héraðið. Þýska ríkisstjórnin og almenningur svöruðu með “borgaralegri óhlýðni” og hlýddu ekki skipunum sigurveldanna tveggja. Allsherjarverkfall var skipulagt og þær lestar, sem fluttu kol til Frakka og Belga, voru sendar á ranga áfangastaði eða hreinlega stöðvaðar. Sigurveldin ráku alla starfsmenn járnbrautanna, sem voru engu að síður áfram á launaskrá þýska ríkisins.

Óðaverðbólga og endalok hernáms í Ruhr-héraðinu

Verðbólgan hækkaði á meðan á hernáminu stóð, þar sem peningar voru prentaðir til greiðslu fyrir þá íbúa Ruhr-héraðsins, sem tóku þátt í borgaralegu óhlýðninni og skiluðu þannig engri vinnu. Árið 1923 varð stöðugleiki Ríkismarksins (þ.Reichsmark) eitt af þeim undirstöðuatriðum, sem sigurveldin vildu ræða við Þjóðverja um í viðræðum um stríðsskaðabæturnar. Sigurveldunum var ljóst að efnahagslegur stöðugleiki Þýskalands var nauðsynlegur til að þau gætu fengið erlend lán sín og stríðsskaðabætur greiddar til baka.

Með nýjum ríkiskanslara, Gustav Stresemann, sumarið 1923, má segja að endalok baráttu Þjóðverja gegn hernámi Ruhr-héraðsins hafi byrjað og byrjun baráttunnar gegn óðaverðbólgu hafi komið til skjalanna. Þótt Stresemann hafi í byrjun verið harður stuðningsmaður baráttu Þjóðverja í Ruhr-héraðinu, sá hann að finna varð lausn á deilunni. Þýskaland bauð Bretum upp á margar málamiðlunarlausnir á meðan á mótmælunum stóð, en Bretar voru fyrst tilbúnir til viðræðna ef að mótmælin hættu. Stresemann hafði vonast til þess að herflokkarnir hyrfu frá Ruhr-héraðinu, en af því varð ekki. Frakkar gerðu sér grein fyrir vonlausri stöðu Þjóðverja og voru því ekki tilbúnir til að draga her sinn til baka. Málin þróuðust á þann veg að sumir Þjóðverjar vildu jafnvel að Ruhr-héraðið yrði hluti Frakklands og studdu Frakkar það leynt og ljóst. Uppreisnin endaði síðan 26. september, en ástandið batnaði seint og illa. Þann 28. september 1923 byrjuðu Þjóðverjar síðan aftur að borga stríðsskaðabætur til sigurveldanna.

Dawes-áætlunin

Það var fyrst fyrir þrýsting Breta, sem skipt höfðu um skoðun eftir að Frakkar fóru fyrir alvöru að ágirnast Ruhr-héraðið og vildu auðsjáanlega styrkja sína stöðu enn frekar innan Evrópu, og fyrir þrýsting Bandaríkjanna á Frakkland, að Frakkar samþykktu hina svokölluðu Dawes-áætlun. Að loknum gagngerum breytingum á peningastefnu Þýskalands og innleiðinu nýs gjaldmiðils lækkaði verðbólgan í landinu, sem var grundvöllur fyrir fyrrnefndri Dawes-áætlun. Sigurveldin lækkuðu skaðabótakröfur sínar fyrst um 1 milljað gullmarka og síðar um 2,5 milljarða gullmarka auk þess sem kröfurnar fóru að snúast meira um peningagreiðslur en stjórnmálalegar kröfur. Lokadagsetning á greiðslurnar var hins vegar ekki enn komin á hreint. Í bréfi Gustav Stresemann ríkiskanslara til krónprins Wilhelm frá 7. september 1925, skrifar kanslarinn að Þýskaland muni komast í greiðsluþrot árið 1927. 

Young-áætlunin

Árið 1929 var með Young-áætluninni ákveðið að greiðslum skaðabóta skyldi ljúka eftir 59 ár eða árið 1988. Í heildina áttu Þjóðverjar að greiða 112 milljarða gullmarka. Hægri öfgamenn reyndu að koma í veg fyrir þessa greiðsluáætlun með þjóðaratkvæðagreiðslu, en án árangurs. Áætlunin hjálpaði mjög til þess að koma Adólf Hitler aftur af stað í stjórnmálum og jók mjög á vinsældir hans og kommúnista.
 
Endalok stríðsskaðabóta Versalasamningsins

Geld - DeutschlandEftir að Young-áætlunin tók gildi reyndi fyrsta ríkisstjórnin undir stjórn Heinrich Brüning að koma þýska útflutningnum af stað aftur. Með þessu átti að útvega nægan gjaldeyri til að borga afborganir af lánum og stríðsskaðabæturnar til baka. Lán, sem höfðu verið á lausu frá Bandaríkjunum á árunum 1924 til 1929, voru ekki til staðar eftir kreppuna miklu 1929-1930. Brüning vonaði að gífurlegur útflutningur Þjóðverja yrði Frökkum og Bretum svo óþægilegur, að þeir myndu innan fárra ára vilja endursemja um Young-áætlunina. Aukningin á útflutningi mistókst hrapalega, þar sem allar þjóðir heims gripu til svipaðra ráðstafana og Þjóðverjar sjálfir, þ.e.a.s. þau reyndu að auka útflutning og hækkuðu að auki innflutningstolla.

Endalok greiðslu stríðsskaðabóta komu úr allt annarri átt en Brüning hafði átt von á. Tilraun Brünnings til að koma á tollabandalagi við Austurríki og þjóðernissinnaður áróður, sem hann reyndi að nota til að grafa undan nasistum, gerðu lánadrottnana taugaóstyrka, en bæði þýska ríkið og þýskur iðnaður voru stórskuldugir eftir lántökur á árunum 1921 – 1929. Vorið 1931 lokuðust skammtíma lánalínur þýska ríkisins að mestu og ríkissjóður var á jaðri greiðsluþrots. Á þessum tíma sló Herbert C. Hoover bandaríkjaforseti upp á að Þjóðverjar fengju eins árs greiðslufrest á öllum skuldbindingum sínum, en þetta var gert til að endurvekja trú fjármálamarkaða á þýskt efnahagslíf. Þetta mistókst vegna þess að Frakkar drógu lappirnar við að koma Hoover-gjaldfrestinum á. Þann 13. júlí 1931 urðu allir þýskir bankar að loka í marga daga, gjaldeyrisyfirfærslur voru bannaðar, Þýskaland var komið í greiðsluþrot.

Það var fyrst á þessum tímapunkti, sem erlendir lánadrottnar – aðallega bandarískir og breskir – sáu að eina leiðin til að þeir gætu fengið lán sín greidd til baka, væri ef breska, franska, belgíska og ítalska ríkið strikaði út allar stríðsskaðabætur. Þrátt fyrir að þýskt efnahagslíf myndi jafna sig fljótt, myndi það verða jafn greiðsluþrota í erlendum gjaldeyri um leið og Hoover-greiðslufresturinn rynni úr gildi. Þýska ríkið gat ekki prentað erlendan gjaldeyri til greiðslu á stríðsskaðabótum og þeim einkaskuldum, sem bankar og fyrirtæki skulduðu erlendum lánadrottnum.

Í tveimur álitsgerðum frá haustinu 1931, Layton-skýrslunni og Beneduce-skýrslunni, var var staðfest af alþjóðlegum fjármálasérfræðingum að Þjóðverjar yrðu nákvæmlega kæmust fljótlega aftur í greiðsluþrot þegar Hoover-greiðslufresturinn rynni út. Þessar skýrslur voru undirstaða þess að ráðstefnan í Lausanne var haldin sumarið 1932, þar sem gengið var frá samkomulagi um að stríðsskaðabótum Þjóðverja skyldi lokið með lokagreiðslu upp á 3 milljarða gullmarka (í gjaldeyri). Þýska ríkið lét Alþjóðagreiðslubankinn í Basel í Sviss (e. BIS – Bank for International Settlements ) skuldabréf í hendur. Þetta skuldabréf ætti síðan að reyna að koma á markað innan 15 ára og ef það tækist ekki yrði það eyðilagt.

Þegar þarna var við sögu komið var Brüning kanslari, sem hafði krafist þess að stríðsskaðabæturnar yrðu strikaðar út, horfinn úr embætti og Franz von Papen var orðinn ríkiskanslari. Þessi samningur frá Lausanne var aldrei staðfestur af þjóðþingum ríkjanna og var hann því brenndur við hátíðlega athöfn í Basel árið 1948.

Eftir seinni heimsstyrjöldina var gengið frá samningi í London um endurgreiðslu einkaskulda þýskra lögaðila við erlenda lögaðila. Þar á meðal voru m.a. skuldir vegna stríðsskaðabóta, en hluta af skuldum vegna stríðsskaðabóta hafði verið breytt í skuldabréf og þau seld á markaði til einkaaðilar árið 1930. 

Þessar kröfur voru að hálfu felldar niður, en afganginn skyldi þýska ríkið borga til baka. Þar til árið 1983 borgaði Sambandslýðveldið Þýskaland 14 milljarða þýskra marka af þessum skuldum til baka. Hins vegar voru áfallnir vextir frá árunum 1945 – 1952 ekki greiddir til baka fyrr en á gjalddaga, þ.e.a.s. eftir að þýsku ríkisins sameinuðust árið 1990, en um var að ræða um 251 milljónir þýskra marka. Þýska ríkisstjórnin gaf þá aftur út ríkisskuldabréf fyrir þeirri upphæð og er síðasta greiðslan á gjalddaga á næsta ári og er hún um 5 milljónir evra. Á næsta ári eru 80 ár liðin frá því að Versalasamningurinn var undirritaður.

Heimildir:

http://de.wikipedia.org/wiki/Deutsche_Reparationen_nach_dem_Ersten_Weltkrieg
http://de.wikipedia.org/wiki/Deutsche_Reparationen_nach_dem_Ersten_Weltkrieg,
sótt 5. júlí 2009.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á íslenskri „Realpolitik“ ...

Otto von BismarckÁ tímum sem þessum er ekki þörf á lýðskrumi heldur raunsæisstjórnmálum (þ. Realpolitik). Í stað þess að berja hausnum við steininn og halda áfram að tala um hversu „óréttlátt“ það er að við verðum að borga þær skuldir, sem við Íslendingar virðumst hafa komið okkur „óafvitandi“ í fyrir getuleysi okkar embættis- og stjórnmálamanna, verðum við „tækla“ þetta vandamál á yfirvegaðan og skynsamlegan hátt. Í því felst einmitt það sem Alþingi ákvað að gera í haust undir forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar og það sem núverandi ríkisstjórn er einnig að reyna að gera – þótt árangurinn hafi að mínu mati ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir –, þ.e.a.s. að semja okkur út úr þeim vanda sem við erum í.

SigurveldinVissulega eru vextirnir háir og ýmis ákvæði samningsins því sem næst óásættanleg. Spurningin er hvort eitthvað betra sé í boði og svar mitt er að því miður virðist það ekki vera tilfellið. Óréttlátt er þetta og grátlegt, en því miður er staðan þessi, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Aðalatriðið er að mínu mati að endurreisn bankanna og atvinnulífsins hefjist sem fyrst, því annars þurfum við ekki einu sinni að hafa áhyggjur af Iceasave reikningunum eða öðrum skuldbindingum, þar sem allt verður komið í þrot: ríkisfjármálin, atvinnurekstur og heimilin.

Richard Nixon í KínaEf að við ráðum ekki við greiðslur af lánunum – sem ég tel að niðurstaðan verði á endanum – verðum við hvort eð er tilneydd til að takast á við það seinna og semja aftur um Icesave málið og aðrar skuldir. Ég spyr ykkur því, landsmenn góðir, hvort við verðum ekki í betri aðstöðu til að endursemja um vexti og afborgunarskilmála, þegar bankarnir hafa verið endurreistir og hjólin aftur farin að snúast, búið að leysa úr sárasta vanda atvinnurekstrar í landinu, vanda heimilanna og vanda ríkissjóðs og sveitarfélagana. Verðum við ekki í betri aðstöðu til að semja við Breta og Hollendinga og aðra lánadrottna þegar við erum orðin aðildarríki ESB og okkar ráðamenn sitja fundi með ráðamönnum ESB nokkrum sinnum í mánuði. Getum við ekki rætt þessi mál á öðrum nótum en gert hefur verið undanfarna mánuði þegar því efnahagslega ofsaveðri, sem geisað hefur undanfarið tæpt ár, er lokið og þjóðarleiðtogar heimsins hafa róast niður og heimurinn allur er farinn að sjá út úr versta moldviðrinu.

Die NiederlageStundum verður maður að kyngja stoltinu um einhvern tíma og horfa á ástandið raunsæjum augum og vinna úr stöðunni eins og hún er í dag en ekki eins og við óskum okkur að hún sé. Það sama verða stjórnvöld einnig að gera. Þetta þurfa þjóðir að gera þegar þær tapa stríðum og við töpuðum þessu stríði og erum gjörsigruð þjóð, líkt og Sigurður Líndal benti réttilega á fyrir skömmu – þannig er nú einu sinni lífið, það er ekki alltaf réttlátt, skemmtilegt eða þægilegt!

Myndir:

  1. Otto von Biskmarck
  2. Churchill, Roosevelt og Stalin á Jöltu
  3. Nixon í Kína
  4. Hermaður í Berlín árið 1945 

mbl.is Geir Haarde: Hann tók því illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórsöngvarinn Michael Jackson er látinn ...

Michael Jackson ungurÉg tengi æsku mína og unglingsár stórmeistaranum Michael Jackson, sem án efa er einn af stærri dægurtónlistarmönnum 20. aldarinnar. Án söngs hans hefði æska mín verið tómlegri og ekki eins gaman að skemmta sér í Hollywood, Sigtúni og Klúbbnum, að ógleymdum skólaböllunum í Verzlunarskóla Íslands.

Michael var barnastjarna og það ekki af verri endanum eða að ástæðulausu. Þeir sem heyrt hafa upptökur hans frá þessum tíma geta staðfest að strax á þessum tíma var hægt að heyra að þarna voru ekki aðeins óvenjulega miklir hæfileikar á ferð, heldur hæfileikar á heimsmælikvarða. Líkt og aðrar barnastjörnur, t.d. Mozart, sem barinn var áfram af taumlausri metnaðargirni Leopold föður hans, var Michael laminn áfram af föður sínum, Joseph. Líklegt er að þetta hafi haft mikil neikvæði áhrif á þroska hans sem barn, sem átti eftir að hafa mikil áhrif á allt hans líf. Tónlistarhæfileikar Michael Jackson þroskuðust hins vegar þeim mun meir og úr því að vera undrabarn í því sem næst fullkominn tónlistarmann.

Michael Jackson eldriSem söngkennari og óperusöngvari dettur mér strax í hug að nefna ótrúlega túlkunarhæfileika Michael Jackson eða réttara sagt persónulega tjáningarhæfileika hans. Hendingarmótun var fullkomin og framkoma hans örugg og sannfærandi. Michael söng öll sín lög af gífurlegri tilfinningu og lagði allt sitt í þau - engin málamiðlun til frekar en hjá öðrum frábærum listamönnum. Hann hafði frá barnsaldri jafnframt til að bera fullkomið hrynskyn, sem ekki var vanþörf á í þeirri tónlist sem hann söng. Söngtæknilega séð var Michael frábær söngvari með eðlilega og góða öndun, hafði gott vald á styrkleika raddarinnar og gat sýnt ýmis blæbrigði og andstæður. Eini gallinn var að röddina vantaði stundum aðeins meiri dýpt. Þennan galla tókst honum þó að fela vel og jafnvel gera kosti úr með réttu verkefnavali og skynsamlegri beitingu raddarinnar.

Stórsöngvari, mikill tónlistarmaður og frábær "entertainer" er fallinn frá. 


mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýring á sinnaskiptum VG varðandi ESB aðild, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Icesave

Jóhanna og SteingrímurHvernig geta VG breytt svo hratt um skoðun á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, ESB aðildarviðræðum og Icesave samkomulaginu? Er þarna ekki eitthvað gruggugt á seiði? Stjórnmálamenn hafa logið að okkur árum saman og hversvegna ætti það að breytast? Höfum orðið við orðið þess áskynja að upplýsingastreymið hjá núverandi ríkisstjórn sé eitthvað skárra en hjá þeirri síðustu? Nei! Hvað eru Jóhanna og Steingrímur að segja okkur á öllum þessum fundum? Ekkert af viti! Hversvegna tóku stjórnarmyndunarviðræðurnar svona langan tíma? Mjög erfið mál að útkljá. Hvers vegna komu VG út úr þeim viðræðum með allt aðra stefnuskrá en fyrir kosningar? Af því að þá fengu þeir aðrar upplýsingar en áður, aðrar forsendur, sem þeir urðu að ganga út frá! Ég hef gaman af samsæriskenningum og einhvernvegin gengur mér betur að skilja umskipti Steingríms J. Sigfússonar og félaga hans í VG ef ég set þetta allt í ákveðið samhengi, sem ég ætla nú að segja ykkur frá.


Geir & IngibjörgÞað var ætlun Samfylkingarinnar við myndum Þingvallaríkisstjórnarinnar að ná ESB aðildarviðræðum í gegn, en þegar til kom var ekki hægt að bifa Sjálfstæðisflokknum í þá átt. Ingibjörg og Össur hugsuðu með sér: koma tímar, koma ráð! Þau byrjuðu strax sumarið 2007 að senda sitt fólk til skrafs og ráðalegginga til Brussel og til Sósíaldemókratanna á Norðurlöndum og víðar. Með tíð og tíma varð þeim embættismönnum innan ESB, sem áhuga hafa á að fá Íslendinga og Noreg inn í sambandið, ljóst að annar ríkisstjórnaraðilinn á Íslandi hafði áhuga á að fara inn. Halldór Ásgrímsson hefur eflaust lýst yfir persónulegum áhuga sínum á aðild á fundum Norðurlandanna og á fundum með utanríkisráðherrum ESB, en viðurkennt að hann vantaði baklandið í Framsóknarflokknum til að koma því í framkvæmd. Auk þess var hann - ólíkt Samfylkingunni - tryggur sínum samstarfsaðila og virti hann og fór ekki á bak við vin sinn Davíð Oddsson.


Davíð og HalldórMín skoðun er sem sagt að Samfylkingin sé búin að vera með annan fótinn í Brussel frá því haust og sé í raun búin að þreifa á flestum hugsanlegum ágreiningsmálum vegna ESB aðildar, s.s. fiskveiði- og landbúnaðarmálum. Þannig sé búið að fá vilyrði varðandi vissar tilslakanir að hálfu ESB í sjávarútvegsmálum og Ísland verði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði og að við fáum svipaðar undanþágur og Finnar varðandi „heimskautalandbúnað“. Útspil Joe Borg, fiskveiðimálastjóra ESB, og Olli Rehn, stækkunarstjóra sambandsins, auk yfirlýsinga annarra embættismanna ESB og stjórnmálamanna aðildarríkja ESB geta varla heldur verið tilviljun ein. Þessu til viðbótar hefur ESB umræðunni verið haldið skipulega á lofti sem aldrei fyrr af samtökum Evrópusinna, sem ég er félagi í enda mikill stuðningsmaður aðildarviðræðna.


Davíð og Jón BaldvinÉg heyri jafnvel kjaftasögur um að búið sé að semja um að Icesave samningurinn verði tekinn upp samhliða aðildarviðræðum, eða í kjölfar viðræðna, og skuldir Íslendinga vegna þessa að miklu leyti felldar niður. Þannig haldi ESB andlitinu vegna mjög svo gallaðra reglna sinna og stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi græða á að hafa tekið strangt á Íslendingum og varið hagsmuni sinna landa.


Þegar búið er að semja um skuldaniðurfellingu til viðbótar við tilslakanir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum verði leikur einn fyrir ESB-sinna að selja þjóðinni aðildarsamninginn. Þegar þjóðin sér stóran hluta skuldanna hverfa eins og dögg fyrir sólu við inngöngu og fær að auki evruna, lægra matarverð, lægri vexti o.s.frv. er ólíklegt að margir fari að velta sér upp úr göllunum á aðild. Aðildarsamningurinn yrði samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða - Samfylkingin og VG hetjur og næsta kjörtímabil gulltryggt!


Hvað segir þið um þessa samsæriskenningu, sem ég hef sett saman úr öllu því sem ég heyri fleygt í kringum mig. Hafið þið einhverja aðra skýringu á viðsnúningi VG í öllum málum?


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband