Færsluflokkur: Bloggar
12.6.2008 | 14:31
Kúba - einungis tímaspursmál
Það er mín spá að kommúnisminn á Kúbu sé í dauðateyjunum og þetta séu í raun dauðakippirnir. Þegar Fidel er allur munu annaðhvort brjótast út óeirðir eða að stjórnvöld ákveða að taka upp lýðræði líkt og gert var í Austur-Evrópu.
Þetta minnir mig óneitanlega á tilburðina í Austurþýska alþýðulýðveldinu (DDR) þegar Honecker var vikið frá og eftirmenn hans byrjuðu að reyna að nútímavæða kommúnismann. Það er hreinlega ekki hægt. Það sem verið er að gera í Kína er allt annars eðlis og byggist það sennilega á því að Kínverjar eru öðru vísi fólk. Einni byrjuðu þeir á þessum breytingum mikið fyrr og hafa verið að gera þetta í smáskömmtum.
Launajöfnuður afnuminn á Kúbu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 14:04
Snillingur - ekkert minna!
Davíð er án efa einn snjallasti ef ekki sá allra snjallasti stjórnmálamaður, sem íslenska þjóðin hefur átt og ég er sannfærður um að sagan mun leiða þetta í ljós!
Hitt er svo annað mál að hann gerði mistök síðustu árin - t.d. varðandi fjölmiðlamálið - sem án efa mátti rekja til veikinda hans, sem hafa auðvitað verið að grassera í einhvern tíma.
Maðurinn var og er snillingur og þeir eru oft misskildir!
Lengi lifi Davíð Oddsson!
Nánast hálfur maður sem utanríkisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 15:17
Þurfum að breyta um hugsunarhátt
Við þurfum ekkert að hreyfa við gjöldum á eldsneyti, heldur breyta hugsunarhætti og þótt fyrr hefði verið.
Leggja verður alla áherslu á að bæta almenningssamgöngur, sem eru mjög aftarlega á merinni hér á landi. Skoða verður alvarlega, hvort lestarsamgöngur séu ekki mögulegar um land allt til fólks- og vöruflutninga. Jafnframt að gera rútur og strætó meira aðlaðandi. Það verður best gert með því að fjölga ferðum, fjölga leiðum og hafa vagnana þrifalega, nýja og flottari! Þetta snýst líka um ímyndina á þessum fyrirtækjum, sem hefur ekki góðan stimpil á sér í augum almennings!
Síðan er það stóra málið, þ.e.a.s. að huga að öðrum möguleikum fyrir bílana okkar, rafmagn, vetni, "bíódísil" o.s.frv.!
Það er kominn tími til að Vesturlandabúar leggi höfuðið í bleyti og setji lausn þessa vandamáls ofar öllum öðrum í forgangsröðinni. Menn hefðu átt að vera búnir að læra sína lexíu af öllum þessum olíukreppum, en ég man í fljótu bragði eftir allavega eftir fjórum olíukreppum frá 1983: þá frá 16. október 1973 til 17. mars 1974 og síðan kom ein að mig minnir árið 1979 og fylgdi í kjölfar íslömsku byltingarinnar í Íran og enn ein fylgdi í kjölfarið árið 1991, þegar Írak réðst inn í Kúvæt og svo sú síðasta, sem byrjaði í raun með innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003 og er enn ekki lokið.
Í raun tengjast þessar olíukreppur og aðrar kreppur undanfarna áratugi alltaf einhverjum ófriði í Miðausturlöndum. Að einhver heimshluti hafi svo sterk áhrif á líf allra á Vesturlöndum verður að linna og að þessi lönd geti jafnvel kúgað okkur einnig. Ég veit að um gífurlega stórt verkefni er að ræða, en ég tel að Vesturlönd hafi séð það svartara og fundið lausn á því!
Olíuverð í 250 dali? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 22:11
Skiptum um skoðun
Ég á fallegan bíl - Mercedes Benz, C-Klasse, Avant Garde, með sóllúgu, árgerð 2007 (með nýja lúkkinu) - og er það sem kallað er léttur bílaáhugamaður.
Ég er einnig áhugamaður um almenningssamgöngur. Hvernig stendur á því að þetta land, sem ekki framleiðir bíla, olíu og bensín er ekki meira hrifið af almenningssamgöngum?
Svarið er einfalt:
1. Þær eru of sjaldan á ferðinni.
2. Þær taka of langan tíma.
3. Þær fara ekki nákvæmlega á þá staði, sem við viljum fara á.
4. Þær eru ekki nógu "töff", þar sem ég get ekki sýnt nýja bílinn minn.
Ég vil taka það fram að síðasta ástæðan vegum minnst og er ég til í að fórna henni fyrir hinar hvenær sem er, sem þýðir hins vegar ekki að ég vilji fórna bílnum mínum. Ég fer 3-4 á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur á viku og vildi svo gjarna nota lest, en hún er einfaldlega ekki fyrir hendi.
Í Þýskalandi notaði ég neðanjarðarlestir, sporvagna og strætisvagna um 12 ára skeið og átti allan tímann bíl. Spurningin er því ekki um það, hvort maður notar bíl eða almenningssamgöngur, heldur frekar, hvort boðið verði upp á almennilegar almenningssamgöngur til að maður geti sparað bílinn meira?
Olíuverð í nýjum hæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 18:07
Frjálst fólk í frjálsu landi
Ég verð að segja að mér fundust auglýsingarnar með kvöldmáltíðinni ganga aðeins of langt, en get ekki sagt það sama um þessar nýjustu auglýsingar símans, sem mér finnst vera fyndnar. Ekki getur nokkur kaþólikki litið á gjörðir kaþólsku kirkjunnar á miðöldum sem neitt annað en ákvarðanir, sem byggðust á fáfræði og hindurvitnum. Að gera grín að síðustu máltíðinni er hins vegar að mínu mati "tabú", þar sem verið er að gera grín að Biblíunni sjálfri og hennar boðskap.
Þegar farið er af stað með kaldhæðna auglýsingaherferð á borð við þá sem Síminn er í nú, verða auglýsendur að gera sér grein fyrir því að þær geta einnig skaðað og haft þveröfug áhrif. Þannig finnst mér það vera eðlileg viðbrögð hjá því fólki, sem er misboðið vegna þessara auglýsinga að segja upp áskrift sinni hjá Símanum.
Það má hins vegar ekki rugla þessu saman við viðbrögð múslima vegna skopteikninga af Múhameð, sem einkenndust af hatri og trúarofsa og síðan hryðjuverkum í garð Norðurlandabúa.
Kveðja,
Segja upp viðskiptum við Símann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 17:50
Til hamingju íbúar á Reykjanesi
Loksins trúir maður þessu - fyrsta skóflustungan hefur verið tekin að nýju álveri á Reykjanesi!
Ég vona að krónan taki hressilega við sér og að við köstum af okkur mestu svartsýninni. Það er allavega bjart framundan á Reykjanesinu.
Nú er bara byrja á undirbúningi að næsta álveri á Bakka og svo olíuhreinsunarstöðinni fyrir vestan og þá ættu við að vera í góðum málum fram til 2015.
Ég er orðinn leiður á þessu úrtölufólki hér á landi og vil sjá landsmenn brosa meira.
Kveðja,
Fyrsta skóflustunga að álveri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 21:22
Íslendingar borða bara Wall Street hamborgara!
Hafði gaman af þessari frétt, en skildi hana ekki alveg.
Ef verðlag á íslenskum veitingastöðum - og reyndar verslunum líka - er skoðað hljóta þetta allt að vera Wall Street steikur, fiskur o.s.frv.
Kveðja, Guðbjörn
Hamborgari á 13.000 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 21:23
Skrifað af mikilli fáfræði um Jón og Gunnu ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2008 | 18:39
Vel komin að þessari stöðu!
Ég verð að óska utanríkisráðherra til hamingju með þessa ákvörðun, því Ellisif Tinna Víðisdóttir er ákaflega vel komin að þessari stöðu.
Kveðja,
Guðbjörn Guðbjörnsson
Skipuð forstjóri Varnarmálastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 18:25
Hvalurinn er aðeins hluti fæðukeðjunnar ...
Það er nú farið að verða þreytandi þetta væl og raus um hvalina og virkjanir hjá honum Árna. Ég yrði ekki hissa, þótt að hann legðist næst gegn fiskadrápi, rollumorðum og sjófuglaaftökum. Í framhaldi af því verður okkur efalaust bannað að borða fjallagrösin, því þau eru einnig ætluð dýrunum. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá ,að hér er um óraunsætt öfgafólk að ræða, sem þekkir enga málamiðlun og getur ekki sætt við að við nýtum náttúruauðlindir landsins okkar og hafsins í kringum það á sjálfbæran hátt og okkur til hagsbóta, líkt og fyrri kynslóðir okkar Íslendinga hafa gert um aldaraðir.
Á hverjum andskotanum eigum við að lifa á þessum annars fallega grjóthólma hér langt norður í ballarhafi? Hér vex varla gras, hvað þá einhver gróður, sem við getum haft til matar. Hér svalt þjóðin heilu og hálfu hungri allt frá því að land byggðist, þegar einhverjir misvitrir uppreisnarmenn frá Noregi og fangar þeirra hröktust hingað fyrir algjör mistök í leit að einhverskonar paradís.
Er þetta fólk allt saman meira og minna veruleikafirrt? Erum við virkilega afkomendur sama fólks og eigum við sameiginlega menningararfleið? Ég skil þetta svo sem með fólk, sem býr í Mið-Evrópu og heldur að kjöt sé búið til í vélum og síðan pakkað inn í plast. En við Íslendingar, sem eigum að hafa aðeins meiri tengingu við náttúruna og fortíðina en svo að við vitum ekki á hverju við lifum og að við séu í samkeppni við aðrar dýrategundir um hituna.
Auðvitað vil ég ekki að hvalurinn deyi út, heldur að stofn hans sé það sterkur, að hann ekki sé hættu á að verða útdauða. En að leyfa honum að fjölga sér út í hið óendanlega er firra, þar sem hann á sér enga náttúrulega óvini nema okkur.
Samkvæmt vísindavef Háskóla Ísland er áætlað að þær 83 tegundir hvala, sem finnast í heiminum, éti um 300 til 500 milljón tonn af sjávarfangi árlega. Þetta er um það bil 3 til 5 sinnum meira en fiskveiðifloti allra landa aflar samanlagt. Mestur hluti fæðunnar er áta og smokkfiskur, sem eru fisktegundir sem menn nýta ekki. Talið er að hvalir við Ísland éti um 6 milljónir tonna af sjávarfangi árlega, sem skiptist niður í um 4 milljónir tonna af átu og smokkfiski og 2 milljónir tonna af fiski. Til samanburðar má nefna að við Íslendingar fiskum um 1,5 milljónir tonna af fiski árlega eða 0,5 milljónum tonna meira en Hrefna étur, en svo skemmtilega vill til að það er einmitt hún, sem étur langmest af fiski eða um 1 milljón tonna af fiski árlega.
Hvalkjöt er úrvalskjöt, sem allir landsmenn ættu að borða nokkrum sinnum á ári. Öfugt við kjúklingana og svínin, sem við borðum með góðri lyst og alin eru upp í þröngum búrum og svínastíum, þá elst Hrefnan upp í frelsi og hamingju við Íslandsstrendur. Þegar ég bjó í Þýskalandi lögðu þarlendir náttúruverndarsinnar mikið upp úr því að maður borðaði dýr, sem ólust upp við hamingju og við frelsi, líkt og Hrefnan hjá okkur. Árni ætti að kynna sér þessa sýn á hlutina og ég er viss um að Kristján í Hvalnum væri til í "sponsora" það!
Kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Hrefnuveiðar tilgangslausar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég er hugsi yfir orðum Þorgerðar Katrínar um Jón og Gunnu á Keilufirði, því auðsjáanlega er þarna ekki aðeins um vinafólk mitt að ræða heldur, heldur okkar beggja. Kannski að við höfum kynnst þeim í starfi Sjálfstæðisflokksins, en þau hafa líkt og við Þorgerður Katrín kosið Sjálfstæðisflokkinn frá því þau fengu kosningarétt. Líkt og við Þorgerður hafa þau kosið þennan flokk af því að þau hafa verið sannfærð um að það þjónaði þeirra hagsmunum best. Og þau skipta ekki um stjórnmálaskoðun eins og sokka og það þótt að smá lykt sé komin af þeim.
Þau Jón og Gunna eru ekki svo skyni skroppin að halda, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins eigi að hlaupa upp til handa og fóta, þótt þau hjónaleysin séu stundum ekki alveg sátt við flokkinn sinn - Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnmálamennirnir vita sem er, að þau hjónin eru ekki með gott "stjórnmálaminni", þau hafa eiginlega mjög slæmt "stjórnmálaminni", eru stundum kannski bara alveg "stjórnmálaminnislaus". Þetta má hugsanlega rekja til slæmra "stjórnmálaminninga" í "stjórnmálaæsku" þeirra. Ég vil nú kannski ekki ganga svo langt að halda því fram, að stjórnmálamennirnir notfæri sér þetta "stjórnmálaminnisleysi" þeirra, en samt sem áður vita þeir af því og það hentar þeim stundum ágætlega.
Á undanförnum árum hafa fyrirtæki, sem gera skoðanakannanir, stundum hringt í þau og stundum dirfðust þau jafnvel að segja í könnunum, að þau myndu kjósa annan stjórnmálaflokk. Þetta átti ekki síst við þegar mál voru í fréttum, þar sem þau voru alveg á flokkslínunni eða þeim fannst þeirra menn ganga ansi hart fram. Þau hjónin voru heldur ekki alltaf sammála. Jón vildi fara inn í Írak á meðan Gunna vildi það ekki og Jón vill virkja allsstaðar á meðan Gunnar vill fara varlegar í hlutina. Þeim fannst flokkurinn ganga óþarflega langt í Fjölmiðlamálinu og Baugsmálinu, þótt þau hafi efnislega verið sammála flokksforystunni.
Jóni og Gunnu leiðast svona þrætumál og vilja að sínir stjórnmálamenn einbeiti sér meira að stjórnmálum, sem gerir líf þeirra og barnanna þeirra betra og eyði minni tíma í mál, sem þeim finnst ekki þjóna miklum tilgangi, en kannski hafa þau ekkert stjórnmálavit - það hefur flögrað að þeim. Þau vilja ekki að stjórnmál snúist um hatur og hefnigirni, heldur að talað sé út um hlutina á málefnalegan hátt og skynsamleg ákvörðun tekin í kjölfarið. Auðvitað kjósa þau síðan alltaf Sjálfstæðisflokkinn, enda ekkert annað í boði fyrir fólk, sem er á hægri vængnum í stjórnmálum. Stundum hafa þau hugsað með sér að gott væri nú ef það væri til annar hægri flokkur, líkt og það eru a.m.k. tveir flokkar til á vinstri vængnum. Þá væri hægt að sýna Sjálfstæðisflokknum gula og rauða spjaldið, þegar þau væru óánægð. En svo hugsa þau með sér að það væri nú kannski ekki svo gott, því þá hefðum við ekki þessa kjölfestu í íslenskum stjórnmálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn vissulega er. Þau vilja festur í stjórnmálum, þau Jón og Gunna.
Vinahjón Jóns og Gunnu eru þau Stína og Palli, sem eru dyggt Samfylkingarfólk. Jón og Gunna - og vinafólk þeirra - eru alls ekki heimskt fólk. Nei þau halda því stíft fram, að þau hafi allnokkurt vit á rekstri, stjórnmálum og efnahagslífinu. Eins og aðrir kvarta Jón og Gunna, Stína og Palli nú undan myntkörfuláninu á bílnum sínum og svo yfir hækkunum í Bónus. Þau Jón og Gunna blanda þessu reyndar öllu saman, olíuverðshækkunum, hækkunum á aðföngum og hækkunum vegna falls krónunnar, en viðurkenna það ekki fyrir nokkrum manni.
Hjá fyrrnefndu vinafólki sínu, Stínu og Palla, sem unnu hjá Eimskip í Hamborg í nokkur ár, hafa þau að auki heyrt að tryggingar og ýmis önnur þjónusta séu ódýrari innan ESB. Þau lögðu reyndar ekki við hlustirnar, þegar vinir þeirra hneyksluðust á verðinu á leigunni á raðhúsinu, sem þau leigðu, rafmagns- og hitakostnaði eða kalda og heita vatninu úr krananum, sem allir Íslendingar líta á sem sjálfsagðan hlut. Þau bentu á margt annað, sem var dýrara þar en hér, t.d. að skattarnir væru þar hærri en hér og þjónusta hins opinbera lakari, t.d. leikskólarnir og almannatryggingar og eftirlaun, auk þess sem launin væru lægri. Svona eins og flest fólk á Keilufirði hafa þau farið til Spánar og keypt þar í matinn og séð hversu ódýr maturinn er. Þau hafa engan áhuga á að vita hvað venjulegur Spánverji hefur í laun og hversu hátt atvinnuleysið þar er. Líkt og við flest, heyrir þetta fólk einungis það sem þau vill heyra. Palli og Stína segja að lausnin við öllum þessum vandamálum sé í raun einföld: að ganga til aðildar við ESB. Þau Palli og Stína klifa á því að matvælaverð lækki við aðild að ESB og einnig bankavextir, stöðugleikinn aukist og við hættum að fá fyrir hjartað á nokkurra ára fresti, þegar krónan og verðbólgan fer af stað.
Líkt og Palli og Stína reka Jón og Gunna eigið fyrirtæki og því velta þau - auk fyrrnefndra kosta - einnig fyrir sér lægri viðskiptakostnaði vegna viðskipta í Evrum og þeirri óhagræðingu, sem stafar af verðbólgu og ótryggu ástandi, t.d. varðandi áætlanagerð o.s.frv. Jón og Gunna eiga börn, sem stunda nám í einu ESB landanna. Þau vita frá Palla og Stínu, að börnin þeirra þyrftu ekki að taka námslán fyrir skólagjöldum, ef við værum í ESB. Það er um fátt annað talað þegar þessi vinahjón hittast og síðan eru fjölmiðlarnir einnig fullir af fréttum um þessa undralausn.
Jón og Gunna eru ekkert að velta fyrir fullveldi þjóðarinnar og muna lítið eftir sjálfstæðisbaráttunni og Jóni Sigurðssyni, þjóðfundinum árið 1851 eða orðunum "Vér mótmælum allir". Aðspurð halda þau að Jón Sigurðsson hafi verið formaður einhvers stjórnmálaflokks, en muna ekki hvaða flokks það var. Þeim finnast þetta allt vera frekar gamaldags hugtök og geta ekki tengt það við nokkurn hlut, nema helst ræður á þjóðhátíðardaginn 17. júní og tímabilið frá öndverðri 19. öld og fram í byrjun 20. aldar. Þau muna mest eftir eigin lífsbaráttu og þá helst þegar þau voru að koma yfir sig einbýlishúsi, sem þau misstu árið 1983 á hinu svokallaða misgengistímabili - það voru erfiðir tímar. Af þessum sökum er verðbólga eins og eitur í þeirra beinum. Lífsbaráttan er einnig núna ansi hörð og þá aðallega í lok VISA tímabilsins, þegar þau koma úr fjórum árlegum ferðum sínum í húsið sitt á Spáni.
Þau hjónin átta sig heldur ekki röksemdum hagfræðinga Seðlabankans og finnst reyndar Seðlabankinn alls ekki hafa staðið sig neitt sérstaklega vel undanfarið ár eða svo. Jón og Gunna eru í ágætis vinnu og flest skyldmenna þeirra hafa örugga vinnu, annaðhvort í álveri staðarins eða í ferðaþjónustunni auk þess sem sumir vinna hjá hinu opinbera eða á frystiskipinu. Vinnan hefur verið nokkuð örugg undanfarin 10-12 ár og afkoma togarans góð og álverið aldrei verið hærra. Þau hitta helstu athafnamenn staðarins í Rotary og Jón álversstjóri, segir að ESB aðild skipti ekki öllu, þar sem þeir selja álið í dollurum. Stebbi hótelstjóri segir að allt yrði auðveldara ef við hefðum evruna, en Siggi útgerðarmaður sér svart þegar þau minnast á ESB aðild. Hverjum á að trúa?
Þau hjónin hafa yfirleitt trúað formanni Sjálfstæðisflokksins. Samt sem áður sjá þau ekki betur en að við Íslendingar höfum verið í hálfgerðum vandræðum í nokkur ár, þótt vissulega hafi margt verið vel gert og fólk haft það fínt. Viðskiptahallinn hefur verið gífurlegur undanfarin ár eða 15,8% af vergri landsframleiðslu árið 2007, en var 25,5% árið 2006 og stefnir í 12,6% árið 2008. Verðbólgan árið 2006 var 6,8% en lækkaði árið 2007 í 5%, núna er hún komin í 11-12% og enginn veit hvar hún endar. Þau hafa svolítið samviskubit af því að þau tóku nú þátt í þessu rugli og keyptu sér hús, nýjan fínan bíl og flatskjá. Þau ætluðu eiginlega að taka baðherbergið í gegn en hlýða formanninum sínum og ætla fresta því fram að næsta þensluskeiði.
Gengið hefur fallið stanslaust frá áramótum eða um rúmlega 20% og enginn getur sagt með vissu í hvaða gengi krónan endar. Jón og Gunna eru fegin að hafa keypt allt á gamla genginu, nema auðvitað helvítis bílinn, sem þau létu fjármögnunarfyrirtækið plata sig til að kaupa á myntkörfuláni. Gengið fellur víst af því einhverjir Íslendingar voru að græða á því að selja einhverjum fávísum útlendingum íslensk verðbréf í krónum og á þessum bréfum eru þessir okurvextir, sem eru reyndar vextirnir, sem Jón og Gunnar eru að borga. Þessir útlendingar, sem keyptu bréfin, ætluðu ekki að trúa sínum augum, þegar þeir sáu hvaða vextir voru í boði hér á klakanum, en kynntu sér landið og sáu ekki betur en að hér "drypi smjör af hverju strái", land með háa, ört vaxandi þjóðarframleiðslu, alvöru bankakerfi og ríki, sem er algjörlega skuldlaust og hér ríkti ekkert atvinnuleysi - paradís á jörðu! Það hlaut bara að vera í lagi að kaupa þessi jöklabréf - fannst þeim. Núna eru þessir útlendingar skíthræddir og vilja helst selja bréfin eða eru í það minnsta ekki til í að framlengja þau. Jón og Gunna vorkenna hálf þessum aumingja útlendingum, sem voru plataðir út í þessa vitleysu og eru viss um að þetta kemur óorði á okkur. Eru víst mest læknar frá Austurríki, sem koma örugglega ekki sem ferðamenn til Íslands á næstunni. Við það að þessir Íslendingar plötuðu gjaldeyri út úr útlendingum, streymdu peningar til landsins, sem bankarnir lánuðu svo Jóni og Gunnu og fyrir það keyptu þau húsið, bílinn og flatskjáinn. Allt þetta innstreymi á gjaldeyri gerði það svo að verkum að hér kom enn einu sinni gífurlegt þensluskeið og stýrivextir hér eru í hæstu hæðum og þar af leiðandi einnig vextirnir á yfirdráttarreikningnum hjá Jóni og Gunnu - reyndar svo háir að þau vilja helst ekki kynna sér það.
Allt þetta gerist þótt að Geir formaður flokksins segist nú hafa - og reyndar hafa haft - í höndunum mikið betri vopn gegn viðskiptahalla, verðbólgu, gjaldeyrisfellingum og atvinnuleysi heldur en evran sé. Fórnarkostnaðurinn sé að vísu sá, að við verðum á nokkurra ára fresti að taka á okkur mjög mikinn óstöðugleika í formi óðaverðbólgu, kaupmáttarmissis, gjaldeyrisfellinga, samdráttar í efnahagslífinu og atvinnuleysis, svo að eitthvað sé nefnt. Þau geta engan veginn áttað sig á því, hvernig íslenska krónan getur verið svona frábært vopn, þar sem þeim finnst bara allt vera í steik hjá okkur, fyrir utan að þau eru enn ekki atvinnulaus, þótt allt stefni í að þau gætu orðið það. Þau skilja ekki hvernig atvinnuleysi ættað frá Evrópu er eitthvað öðruvísi en íslenskt ættað atvinnuleysi og samdráttur. Tengist það eitthvað þjóðernishyggju, því þau vita að allt íslenskt er langbest: íslenskur fiskur, íslenskt kjöt og íslenskt grænmeti?
Jóni og Gunnu þætti að vísu betra ef að aðeins meiri ró væri yfir hlutunum hér á Íslandi, þ.e.a.s. ekki þessar bölvaðar þenslur og kreppur á víxl. Er engin leið að hafa bara jafnan hagvöxt upp á 3-4%? Nei, það virðist bara ekki vera svo!
Á svona tímum er létt að sannfæra fólk eins og Jón og Gunnu og Stínu og Palla um að ESB aðild sé einmitt lausnin á vandamálinu.
Af því að mér líkar vel við núverandi formann og vil honum og flokki mínum allt það besta, finnst mér hálfleiðinlegt að hann og flokksforustan sjái þetta í öðru ljósi en ég. Ég vona að þau hafi á réttu að standa en ekki ég. Ég veit af eigin reynslu að vopnin geta snúist hratt í höndunum á manni og þá er oft erfitt að bakka út úr hlutunum og þetta gildir jafnt um þingmenn, ráðherra og stjórnmálaflokka.
Einu sinni var flokkur, sem hét Framsóknarflokkurinn og var hann um langan tíma mikilvægt stjórnmálaafl á Íslandi ...
Kveðja,
Guðbjörn Guðbjörnsson