Framsóknarflokkurinn ný hækja VG?

Lengi getur vont versnað. Samfylkingin hefur með yfirlýsingum sínum gefið Framsóknarflokknum til kynna að ekki sé áhugi á samstarfi við Framsókn í framtíðinni, enda flokkurinn líklega hættulegasta samkeppnin á miðjunni. Þetta eru nú þakkirnar frá Samfylkingunni fyrir að gera fyrstu vinstri stjórnina í 18 ár mögulega. Eftir samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og erfiðan skilnað hefði Framsókn átt að vera ljóst hverslags tækifærissinnar eru í Samfylkingunni og hversu margklofinn hann í raun er. Þar hittir skrattinn (Framsókn) vissulega ömmu sína í Samfylkingunni! Nú er Framsókn farin að hjálpa VG í von um að verða nýja hækjan þeirra.

Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn færir sig meira inn á miðjuna og gerist hættulegur keppinautur Samfylkingar og Framsóknarflokks, því ljóst er að stjórnmálin öll hafa færst meira inn á miðjuna eða í raun til vinstri. Miðað við úrslitin í Reykjavík og í Norðausturkjördæmi eru líkur á miklum breytingum á stefnu Sjálfstæðisflokksins hverfandi og líklegra að flokkurinn haldi sig meira til hægri líkt og undanfarin ár.

Í lýðræðislegum flokki, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn vissulega er, er það þó grasrótin sem ræður stefnu flokksins og tekur um hana ákvarðanir á fjölmennum Landsfundi. Allir hljóta að bíða spennir eftir niðurstöðu þess fundar. 


mbl.is Samfylkingin „loftbóluflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðbjörn. Þetta eru kaldar kveðjur sem samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins til margra ára og margra góðra verka.

Mannstu að það var Sjálfstæðisflokkurinn sem henti "hækjunni", sem flokkurinn studdist við í öll þessi ár.

Þú getur varla ætlast til, að Framsóknarflokkurinn bíði eftir því að sjálfstæðismönnum hugnist það, að grípa aftur til "hækjunnar" þegar þeim hentar. 

Stjórnmál ganga út á það að reyna að koma einhverju í framkvæmd, ekki ýta skaflinum á undan sér eins og Geir Haarde gerði.  Hann var í slíkri afneitun á ástandinu og haldinn svo ofboðslegum verkkvíða að ekkert gerðist í marga mánuði.  Lestu bara gamlan Mogga þá áttar þú þig á hvað var að gerast og að Geir gerði ekkert á sama tíma.

Það á aldrei við, allra síst núna  í þessu ástandi.

Benedikt V. Warén, 19.3.2009 kl. 08:38

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Benedikt:

Ég var einn sá fyrsti í Sjálfstæðisflokknum sem gagnrýndi aðgerða- og ákvarðanaleysi formannsins. Það er manni ekki til framdráttar að gagnrýna forystuna í flokknum, stefnu hans eða annað sem tengist flokknum. Það segir mér hins vegar enginn hvað ég á að skrifa eða segja! Ég segi líkt og afi minn: Ég er frjáls maður í frjálsu landi!

Það var yfirlýsing Bjarna Harðarsonar sem gerði útslagið að sjálfstæðismenn sáu að ekki var treystandi á samstarf við Framsóknarflokkinn með eins manns meirihluta. Sú spá var rétt en líkt og við sjáum var ekkí á hann treystandi fyrir Framsóknarflokkinn, hvað þá í meirihlutasamstarfi þessara flokka.

Það er Framsóknarflokkurinn sem þrálátlega frábiður sér allt samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að kosningum loknum - því miður segi ég!!!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 19.3.2009 kl. 09:13

3 Smámynd: corvus corax

Vonandi þurrkast framsóknarflokkurinn út í komandi kosningum. Þetta formannsviðrini þeirra er skilgetið afkvæmi spillingarinnar og er í stíl við hina rotnu innviði flokksins sem hafa ekki verið endurnýjaðir til betri verka. Rotþró er eins og dauðhreinsað þvottahús við hliðina á framsóknarflokknum.

corvus corax, 20.3.2009 kl. 01:27

4 Smámynd: Stefanía

Nú ferðu yfir strikið corvus corax.....  Svona skrifar maður ekki !

Stefanía, 20.3.2009 kl. 20:44

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega ósammála corvus corax, því ég tel að eina vonin fyrir þessa þjóð felist í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að kosningum loknum.

Framsóknarflokkurinn hefur ekki áttað sig á því að VG og Samfylking hefur engan áhuga á samstarfi við þá. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.3.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband