20.8.2008 | 09:54
Framleiða, framleiða, framleiða ...
Ég vil síðan taka fram að mér finnst þetta skemmtileg, jákvæð taktík hjá Björgvini að "hvetja" olíufélögin til dáða á þennan hátt. Viðskiptaráðherra hefur eflaust önnur ráð í pokahorninu ef þetta virkar ekki. En er ekki sagt að maður eigi alltaf að reynda kurteisu leiðina fyrst?
Nú í framhaldi af þessu lofi á Björgvin G. Sigurðsson, vil ég lýsa yfir ánægju minni með ítarlegt viðtal við formanninn minn, Geir H. Haarde, í Fréttablaðinu í dag. Þarna skýrir Geir málin út frá sínu sjónarhorni, leiðréttir ýmsan misskilning og svarar gagnrýni. Þetta gerir hann á mjög rökfastan, heiðarlegan og vandaðan hátt, líkt og honum einum er lagið.
Geir er mjög bjartsýnn á framtíðina og bendir á að horfur Íslendinga til lengri tíma séu öfundsverðar og þetta styðji erlendar skýrslur. Hér sé aðeins um tímabundinn vanda að ræða, sem við munum ná að jafna okkur fljótt af.
Hann bendir á að til þess að öðlast aftur jafnvægi í efnahagslífinu, þurfum við aðeins að uppfylla þau skilyrði sem ESB setur fyrir myntbandalaginu og þá sé aðild að ESB og myntbandalaginu í sjálfu sér óþörf.
Ég efast ekki um að þetta sé satt hjá Geir, en hvað er þá langt í næsta skell? Verður hægt að afnema verðtrygginguna, verður hægt að bjóða okkur upp á svipað verð á matvöru og annarri þjónustu og innan sambærilegra ESB landa, lækka vextirnir hjá okkur?
Þar sem ég er 100% sammála forsætisráðherra - og það þekki ég af eigin reynslu - er að eina leiðin út úr erfiðleikum, sem þessum, er að framleiða, framleiða, framleiða eða vinna, vinna, vinna og spara, spara og spara!
![]() |
Viðskiptaráðherra: Eldsneyti á að lækka hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2008 | 11:22
Spyrjum að leikslokum
Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, sagði eitt sinn að ein vika væri langur tími í stjórnmálum. Þessi orð mín má ekki skilja sem svo að létt verk sé framundan fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskar Bergsson við að endurheimta traust borgarbúa. Verkefnið er samt að mínu mati viðráðanlegt og treysti ég Hönnu Birnu ágætlega til þeirrar vinnu. Hanna Birna hefur sýnt af sér festu og myndugleika og minnist ég sérstaklega frammistöðu hennar á hinum fyrsta borgarstjórnarfundi fyrrverandi meirihluta - númer 3 - í janúar síðastliðnum, þegar krakkalýður, stjórnleysingar og kommúnistar voru uppi með skrílslæti, dyggilega studd af borgarfulltrúum þáverandi og núverandi minnihluta í Reykjavík.
Ég held samt sem áður, að mikilvægt sé fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík að skoða árangur borgarstjórnarflokks síns næsta árið og taka að því loknu ákvörðun, hvort nauðsynlegt sé að stilla upp algjörlega nýjum frambjóðendum í næstu kosningum. Ljóst er að flokksforustan verður einnig að fylgjast betur með gangi mála í Reykjavík og annarsstaðar en hún hefur gert undanfarin tvö ár. Það getur borið vott um mikinn styrk og vilja formanns og varaformanns að vera ekki sífellt að grípa inn í atburðarásina og vísa ég þá til stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum nú um stundir. Það þarf líka sterkan formann til að leyfa þingmönnum - og jafnvel ráðherrum - að tjá sig frjálst og óhindrað í sumum málum, þar sem menn greinir á, s.s. innan Samfylkingarinnar varðandi virkjunar-og stóriðjuáform. Síðan þarf auðvitað tvo sterka forystumenn þegar flokkar eru ekki alltaf sammála, líkt og auðsjáanlegt er varðandi Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Flokkarnir eru tveir ólíkir stjórnmálaflokkar - annar miðjuflokkur til vinstri og hinn miðjuflokkur til hægri. Oft er flokkarnir sammála en auðvitað greinir þá einnig á og slíkt er fullkomlega eðlilegt.
Mér fannst aginn innan Sjálfstæðisflokksins á stundum allt of mikill þegar Davíð var við völd og kann í raun betur að meta stjórnunarstíl Geirs H. Haarde og Þorgerðar Katrínar. Hins vegar finnst mér að bæði Geir Hilmar og Ingibjörg Sólrún ættu að íhuga, hvort ekki færi betur á að reyna að lækka "prófílinn" aðeins á ágreiningnum í haust og næsta vetur og sýna meiri samstöðu. Sjálfstæðar skoðanir þingmanna og ráðherra eru góðar og gildar og auðvitað eru þingmenn samkvæmt stjórnarskrá aðeins bundnir af eigin samvisku, en allt er gott í hófi. Þegar almenningur er órólegur er óskað eftir festu og öryggi í stjórn landsins. Ég sakna þessa í núverandi samstarfi og minnist með söknuði samstarfs Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Ljóst er að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa fengið tvö tækifæri á þessu kjörtímabili og klúðrað þeim báðum. Nú hafa þau fengið þriðja tækifærið til að sanna sig og væri að mínu mati óskynsamlegt og óréttlátt að veita þessu sama fólki fleiri tækifæri til að sanna sig. Það er mikið til að hæfu fólki á öllum aldri innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem bíður á hliðarlínunni. Það sama gildir að sjálfsögðu um landsmálin.
![]() |
26,2% segjast styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2008 | 10:22
Vinnur vel fyrir hvaða flokk sem er
Mín kynni af Jakobi Frímann eru nú þau að hann muni vinna sitt starf jafn vel, hvort sem það er fyrir fyrrverandi eða núverandi meirihluta.
Reyndar fannst mér margar af hugmyndum fyrrverandi meirihluta varðandi miðborgina mjög góðar, t.d. varðandi uppkaup á húsum - þótt þau hafi verið of dýru verði keypt - og fegrun garða og húsa.
Mér finnst óþolandi þegar fólk snyrtir ekki garða sína og heldur ekki húseignum sínum við og við hin þurfum síðan að horfa upp á óskapnaðinn svo árum og áratugum skiptir. Svona fólk á auðvitað að búa í fjölbýlishúsum, þar sem sameignin sér um að viðhalda húsum og hafa umhverfið snyrtilegt. Af þessum sökum fannst mér ekkert að því að senda út bréf til þeirra, sem ekki voru að standa sig í þessum efnum og mættu fleiri bæjarfélög taka sér þetta til fyrirmyndar.
Staðreynd er að þörf er að gera átak í miðbæ Reykjavík og í fleiri hverfum - og reyndar í fleiri bæjarfélögum - bæði varðandi snyrtimennsku almennt, umhirðu og viðhald fasteigna og heildarsvip götumynda og bæjarhverfa.
![]() |
Ráðning Jakobs Frímanns óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.8.2008 | 09:18
Einkennilegir útreikningar sem skipta engu
Ég sé ekki hvaða máli það skiptir í dag, hvort íbúar landa eru svartir, hvítir eða gulir. Í framtíðinni -með auknum þjóðflutningum - mun þetta skipta enn minna máli. Menningarlegur bakgrunnur viðkomandi og trúarbrögð skipta meira máli en húðliturinn. Að auki er ég þeirrar skoðunar að allar forsendur bresti til að reikna þetta nákvæmlega út.
Eflaust hefði niðurstaðan verið önnur varðandi svarta ef útreikningarnir hefðu verið gerðir fyrir 2-3 áratugum síðan, þegar svartir eignuðust meira af börnum en í dag. Nokkuð langt er síðan að hvítir Bandaríkjamenn hættu að eignast mikið af börnum og nú með aukinni menntun eignast svartir auðsjáanlega einnig minna af börnum.
Ekki er óeðlilegt að álykta að Bandaríkjamenn af rómönskum uppruna muni einnig hætta að hrúga niður börnum á næstu árum og áratugum. Reyndar er það skilgreiningaratriði, hvort Bandaríkjamenn af rómönskum uppruna séu ekki bara hvítir líka. Ekki tölum við um Spánverja, Portúgali og Ítali og aðra íbúa Suður-Evrópu sem rómanska íbúa Evrópu og íbúa austurhluta Evrópu sem slavneska íbúa Evrópu.
Þetta er ógeðfellt tal.
![]() |
Hvítir ekki meirihluti Bandaríkjamanna 2042 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 09:05
Auðvitað einnig á evrusvæðinu
Ég held að nokkuð ljóst sé að um samdrátt verður að ræða á evrusvæðinu líkt og annarsstaðar í hinum vestræna heimi.
ESB fór ekkert betur út úr bankakreppunni en aðrir og engin önnur vestræn þjóð er eins háð innflutningi og útflutningi og mörg lönd innan ESB, t.d. Þýskaland. Minni neysla á innfluttri vöru í viðskiptalöndum innan ESB og viðskiptalanda ESB leiðir að sjálfsögðu af sér efnahagssamdrátt.
![]() |
Samdráttur í stærstu hagkerfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 10:39
Davíð Oddsson: Nauðsynlegt að koma aga á í herbúðunum
Góð yfirlýsing Geirs, en hefði mátt koma fyrr
Ekki er ég sammála gagnrýni margra á nýlega yfirlýsingu Geirs Haarde forsætisráðherra. Yfirlýsingin er að mínu mati skýr og greinileg og þar af leiðandi auðskiljanleg. Eftir þessum orðum hef ég beðið í marga mánuði. Yfirlýsingin kom að mínu mati allt of seint, en þó ekki of seint. Ég hef reyndar verið þessarar sömu skoðunar og Geir lengi og skrifað um það á blogginu mínu. Það eru einfaldlega engar "töfralausnir" til á þeim efnahagsvandamálum, sem við óneitanlega stöndum frammi fyrir líkt og flestar aðrar þjóðir heims. Skilaboð Geirs eru að þótt ríkisstjórnin geti eitthvað hjálpað til við lausn mála, verði markaðurinn og almenningur á endanum að koma lagi á efnahagsmálin og það það verður erfitt og sársaukafullt. Þetta er því miður hárrétt.
Unnið hörðum höndum - vantar hvatningu og huggun
Þótt ég hafi fulla trú á að unnið hafi verið hörðum höndum á öllum vígstöðvum að lausn vandamálanna, verð ég að viðurkenna að ég hef verið einn af þeim, sem hefði viljað sjá fleiri aðgerðir ríkisstjórnarinnar og þó aðallega miklu fyrr. Fleiri litlar aðgerðir, þannig að fólk sjái að eitthvað sé verið að gera. Efalaust eru góðar ástæður fyrir að það var ekki hægt, en stjórnmál snúast fyrst og fremst um fólk og þar sem er fólk eru tilfinningar. Hlutverk stórra stjórnmálamanna er m.a. að þekkja þjóðarsálina og geta huggað hana og hvatt til dáða. Gott dæmi um slíkt var þegar þegar Tony Blair huggaði bresku þjóðina í kjölfar dauða Díönu prinsessu eða þegar Giuliani huggaði íbúa New York í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana. Þótt menn hefðu ekki gert annað en að koma fram og viðurkenna ákveðin hagstjórnarmistök og benda aftur og aftur á lausnirnar og hinar "öfundsverðu" framtíðarhorfur landsins, hefði ég og flestir aðrir verið ánægðir. Okkur fannst við vera algjörlega yfirgefin af landföðurnum og það er slæm tilfinning. Mér hafa fundist vanta huggunar- og hvatningarorð frá ríkisstjórninni, lík þeim sem forsetinn kom með í sínu ávarpi ekki fyrir alls löngu síðan.
Fólk og fyrirtæki verða að taka afleiðingum gjörða sinna
Annað mál, sem ég held að sé ekki síður mikilvægt fyrir fólk og fyrirtæki að átta sig á, er að mikið álitamál er hvort stjórnvöldum sé það heimilt út frá framtíðarhagsmunum og hagsmunum heildarinnar að hjálpa þeim einstaklingum og fyrirtækjum, sem hafa hagað sér óskynsamlega undanfarin ár. Þetta gildir einnig um ótímabærar erlendar lántökur til styrkingar á krónunni á okurvöxtum. Þarna væri hugsanlega verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri og þá verðum við að treysta þeim, sem eru við stjórnvölinn. Ég fór nú ekki fremstur í flokki í þessari vitleysu, en er samt samsekur í sukkinu. Ég keypti mér t.d. einbýlishús áður en allt hækkaði árið 2004 - og stórgræddi á því - og nýjan bíl á sl. ári! Þarf að bjarga mér? Nei, það tel ég ekki vera. Verður róðurinn þyngri á næstunni? Já, örugglega. Lærði ég mína lexíu af þessu? Já, ég vona það.
Kaupæði Íslendinga með ólíkindum
Ég man sérstaklega hvað ég varð hissa og hneykslaður þegar leikfangakeðjan "Just 4 Kids" var opnuð í byrjun nóvember árið 2007. Þar var mitt gamla "idol" Davíð Oddsson mér sammála, sbr. frétt af Vísi frá 10. nóvember 2007. Davíð sagði við þetta tækifæri að kaupæði Íslendinga væri með ólíkindum. Þetta voru orð að sönnu og ég á von á að Davíð hafi verið búið að blöskra þetta í nokkuð langan tíma áður en hann lét hafa þetta eftir sér opinberlega:
Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir nauðsynlegt að koma á aga í herbúðunum en hann er ekki hrifinn af gauragangi við opnun leikfangaverslana á höfuðborgarsvæðinu.
Ég spyr hvers vegna tók ríkisstjórnin ekki kröftuglega undir orð Davíðs - vitandi vits hvaða snillingur hann er - og varaði almenning við? Þá hefði allavega ekki verið hægt að saka ríkisstjórnina um að hafa ekki varað við þessari "katastrófu".
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2008 | 21:23
Hægri krati - "after all" ?
Ég var afskaplega ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson í dag.
Hann virðist vera einn af fáum vinstri mönnum, sem áttar sig á þeirri auðlegð sem býr í fallvötnum okkar og í iðrum jarðar Íslands og er til í skoða skynsamlega nýtingu þeirra.
Annað í ræðunni bar vott um að þarna væri á ferðinni "Staatsmann" en ég þekki því miður ekki íslenska orðið yfir það fyrirbæri, enda eru slíkir menn afskaplega sjaldgæfir í flóru íslenskra stjórnmálamanna.
![]() |
Fáar þjóðir eiga slíkan auð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2008 | 19:39
Kominn tími til að skoða ríkisstjórn með Framsókn og Frjálslyndum
Hér er bókstaflega allt að fara Andskotans til og einu fréttirnar sem við heyrum frá atvinnuvegunum eru gjaldþrot og hópuppsagnir.
það eina sem Samfylkingunni dettur í hug til að bæta úr málum er að leggja Þránd í Götu þeirrar einu atvinnuuppbyggingar, sem á sér stað á Íslandi í dag og komið getur okkur til hjálpar í þeim erfiðleikum sem við munum eiga við næstu misserin, þ.e. virkjanaframkvæmdum og stóriðju.
Ég held satt best að segja að tími sé kominn til að Sjálfstæðisflokkurinn skoði ríkisstjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum og Frjálslynda flokknum.
Það er hreint út sagt sagt ótrúlegt, að ráðherra láti sínar einkaskoðanir ráða ferðinni á þann hátt, sem umhverfisráðherra gerir núna. Með þessu athæfi sínu setur hún sínar einstrengingslegu skoðanir á hærri stall en velferð allrar þjóðarinnar næstu 10-15 árin.
Það hefði eitthvað verið sagt ef einhver umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins hefði tekið andstæða ákvörðun, t.d. varðandi Gjástykki eða Bitruvirkjun.
Það er sorglegt ef við þurfum að horfa upp á atvinnuleysi 15-20.000 Íslendinga áður en "umhverfisöfgasinnar" á borð við Þórunni sjá hvaða óbætanlega "óafturkræfa" skaða þeir hafa unnið íslensku þjóðinni með athæfi sínu.
Hvað er íslenska þjóðin að hugsa - erum við gjörsamlega búin að tapa öllu jarðsambandi?
![]() |
Framkvæmdir metnar heildstætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2008 | 22:17
Furðulegt að þessir dýrlingar pynti einhvern
Ég verð að segja að þessi frétt kemur mér á óvart og þá ekki fréttin sjálf, heldur að þetta sé yfirleitt frétt!
Helstu fréttir okkar frá þessum svæðum koma venjulega frá einhverjum íslenskum krökkum, sem eru orðin leið á að hlekkja sig við vinnuvélar á virkjunarstöðum á Íslandi og fljúga til Palestínu til að bjarga heiminum þar (Saving Palestina). Ef mark er takandi á þessum ljóshærðu krökkum með svarthvítu klútana um hálsinn, þá eru Fatah og Hamas samtökin helst upptekin við að byggja sjúkrahús og skóla fyrir Palestínumenn.
Myndin sem "Saving Palestina" liðið dregur upp af Ísraelum er hins vegar sú að þar séu á ferðinni algjör skrímsli. Helsta sport þessara skrímsla er að fremja fjöldamorð á sárasaklausum palestínskum börnum, konum og gamalmennum og síðan auðvitað þessum karlmönnum, sem eru jú aðeins að byggja barnasjúkrahús og barnaskóla fyrir sitt fólk.
Miðað við þessar fréttir sem sjást í íslenskum fjölmiðlum, þá hélt ég satt best að segja að þetta væru hálfgerðir fermingardrengir - já svona eins og íslensku skátarnir. Kynni maður sér málin hins vegar má sjá að auðvitað eru þessir samtök algjörlega samviskulaus hryðjuverkasamtök, sem dyljast sem stjórnmálasamtök.
Ég ætla með ekki að fegra mannréttindabrot Ísraela, sem eru auðvitað líka glæpur gegn mannkyninu, en vil samt benda á að Ísraelar eiga í stríði við samtök, sem eru gjörsamlega miskunnarlaus og beita hryðjuverkum og sjálfsmorðsárásum í baráttu sinni.
Síðan eru núna allir hissa þegar þegar kemst upp að Palestínumenn pynta fanga sína.
Ég spyr, bjóst einhver við einhverju öðru?
Halda menn að Ísraelar geri eitthvað annað eða Bandaríkjamenn eða Rússar eða Kínverjar?
![]() |
Pyntingar í Palestínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2008 | 10:44
Tófa bítur konu = ekki frétt - kona bítur tófu = frétt
Einhvern tíma sagði vinur minn Þór Jónsson, fyrrverandi blaðurmaður og núverandi blaðurfulltrúi Kópavogsbæjar, að ekki væri um frétt að ræða ef hundur biti mann (konu), hins vegar væri það frétt ef maður (kona) biti hund.
Auðvitað er hundur ekki sama og refur, þótt báðar tegundir séu af hundaætt, en til að vera svolítið kvikindislegur langar mig samt sem áður til að álykta sem svo að um þessar mundir sé hápunkti gúrkutíðar náð hjá fréttastofum landsins.
![]() |
Tófa beit konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)