25.10.2008 | 09:57
Til hughreystingar fyrir þá sem misst hafa vinnuna!
Tvisvar sinnum á ævinni hef ég orðið atvinnulaus. Í annað skiptið sagði ég sjálfur upp, af því að ég var ekki sáttur við þau verkefni, sem mér höfðu verið falin. Á þessum tíma var ég óperusöngvari og var titlaður 1. lýríski tenór Óperunnar í Kíl í Þýskalandi. Ég hafði í fjögur ár farið með öllu stærstu lýrísku hlutverkin, en fékk svo ekki eitt lýrískt hlutverk af því að óperustjórinn ákvað að gefa kollega mínum, sem til þessa hafði sungið hafði smáhlutverk, hlutverkið. Það var ekki aðeins að ég sá að sá söngvari myndi aldrei ráða við hlutverkið, heldur sá ég einnig að ég myndi brillera í því og að ég þurfti á þessu hlutverki að halda í mína hlutverkaskrá (fr./þ./e. Repertoire). Nú tenórinn söng aldrei nema eina sýningu af þessu og síðan var ráðinn gestasöngvari fyrir mikinn peninga. Nú aðeins tveimur mánuðum eftir að ég sagði upp, var óperustjóranum - sem allir voru orðnir þreyttir ár eftir mikið að röngum ákvörðunum - sagt upp. Þegar nýi óperustjórinn sá að mín staða var laus, réði hann kunningja sinn í hana - eins og títt er.
Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, en ákvað að flytja til Trier í Suður-Þýskalandi, þar sem söngkennarinn bjó. Ég flutti allar eigur fjölskyldu minnar sjálfur úti í flutningabíl og ók sem leið lá 750 km. til Trier, sem var 10-12 tíma ökuferð. Um miðnætti þegar ég kom, var miði á hurðinni frá Óperunni í Trier, þar sem ég var spurður, hvort ég kynni ekki óperu "Cosí fan tutte" eftir Mozart í nýju "Bärenreiter" útgáfunni? Ef svo væri ætti ég að koma og syngja allt hlutverkið fyrir hljómsveitarstjórann kl. 10.00 daginn eftir. Ég var fyrstur í heiminum til að syngja þá útgáfur og dauðþreyttur söng ég fyrir hljómsveitarstjóran og óperustjórann og tókst mjög vel upp. Hljómsveitarstjórinn var mjög hrifinn og bauð mér hlutverkið og tvö önnur hlutverk til viðbótar! Vetrinum var reddað og ég var ekki einu sinni búinn að koma mér fyrir í nýju íbúðinni. Til viðbótar við þessi hlutverk fékk ég síðan að syngja nokkrar sýningar í Töfraflautunni á mínum gamla vinnustað í Kíl, þar sem ég skildi ekki við í neinu fússi, heldur í góðri sátt við Guð og menn. þegar upp var staðið þénaði ég meira en veturinn áður og hafði mikið meiri frí, þ.e.a.s. tíma með fjölskyldunni, sem aldrei hafði gefist tími fyrir.
Reynslusagan frá Íslandi er öðruvísi. Vegna frjókornaofnæmis dró ég saman seglin í söngnum og flutti heim. Áður hafði ég lokið einhverju "pungaprófi" í ferðamálafræðum og fékk sumarvinnu á ferðarskrifstofu, sem ég missti um haustið, en fyrir tilviljun og heppni komst ég strax í tollinn á Keflavíkurflugvelli. Síðan, rétt eftir að ég var búinn með tollskólann, var ég ráðinn aftur á sömu ferðaskrifstofu sem sölustjóri. Allt gekk vel og með gífurlegri vinnu og fórnfýsi mér tókst að snúa miklum hallarekstri á minni deild í ágætis hagnað. Hvernig var mér launað? Jú, með því að mér var sagt upp og sonur forstjórans - nýútskrifaður viðskiptafræðingur, sem ekki fékk vinnu - var troðið í starfið og mér var meira að segja skipað að koma honum inn í starfið. Þetta var gífurleg niðurlæging.
Ég var atvinnulaus óperusöngvari og ferðaskrifstofumaður og þetta var í september 2001 (hryðjuverk, New York/engir ferðamenn). Verra gat það ekki orðið (við áttum eftir að sjá: bankastarfsmaður í október 2008). Ég sá fyrir mér að missa íbúðina, sem ég var nýbúinn að kaupa og lenda á götunni. Ég missti samt ekki vonina. Gömul vinkona mín og fyrrverandi mágkona, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, hringdi í mig og í sameiningu skipulögðum við söngnámskeið, sem gengu ágætlega. Ég fékk því að hluta til atvinnuleysisbætur og að hluta til námskeiðspeningana og veturinn reddaðist ágætlega. Enn og aftur hafði ég tíma fyrir börnin og tíma til að finna mig. Ég ákvað að klára BA námið í Þýsku í Háskólnum og stefna á framhaldsnám. Þremur mánuðum seinna var ég síðan kominn aftur í tollinn, þar sem ég hef haldið mig síðan. Aðeins tveimur árum seinna var ég settur deildarstjóri á tollskrifstofu tollstjórans á Suðurnesjum og ári síðar skipaður í sama embætti. Ég klárai BA prófið í Þýsku og meistargráðu í opinberri stjórnsýslu - allt eins og planað!
Hvað er hægt að læra af þessum sögum - þ.e.a.s. ef einhver hefur nennt að lesa þetta?
Jú, að þegar einar dyr lokast, þá opnast aðrar! Maður má aldrei missa vonina - aldrei, aldrei - heldur berjast áfram eins og ljón!
Eins og Þjóðverjinn segir:
"Wo ein Wille, ist ein Weg", sem útleggst í þýðingu minni: "Hvar vilji finnst, er leið!"
Óska formlega eftir aðstoð IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 07:46
Björgvin hefur enga ástæðu til að ljúga!
Mér finnst afskaplega ólíklegt að íslensku viðskiptaráðherra fari að blaðra um veika stöðu stöðu íslensku bankanna á fundi í byrjun september við breska fjármálaráðherrann.
Hvaða hugsanlega ástæðu hefur ráðherra til að segja þetta, þegar verið er að reyna að sannfæra Breta um að skipta Landsbankanum upp, þannig að við losnum við ábyrgð af lánunum?
Ef satt reynist - sem mér finnst afar ólíklegt -þá á maðurinn að segja af sér!
Líklegra þykir mér að Bretarnir hafi notað þetta í pólitískum tilgangi, sem er það sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fram allan tímann!
Líkt og ljóst var frá byrjun var viðskiptaráðherra upplýstur um þessa Icesave reikninga um langan tíma og þar með Samfylkingin ein bera þau því ábyrgð á þessu líkt og Sjálfstæðisflokkurinn!
Yfirlýsing viðskiptaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 22:00
Bjartsýni og uppbygging í Reykjanesbæ
Það var hressandi eftir allt svartnættið undanfarnar vikur að komast á fund sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í kvöld, þar sem ríkti sannkölluð bjartsýni og uppbyggingarandi.
Ríkharður Ibsen athafnamaður og Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Deloitte og formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, héldu stuttar en góðar ræður, en að þeim loknum tók bæjarstjórinn, Árni Sigfússon, við kyndlinum.
Árni fór vítt og breitt yfir þau tækifæri, sem eru að skapast hér á Reykjanesinu með uppbyggingu virkjana, stóriðju og kísilverksmiðju í Helguvík og uppbyggingu netþjónabús á gamla varnarsvæðinu. Þrátt fyrir að fundarmenn væru þess meðvitaðir, að við ættum við kröftugan mótbyr að stríða þessa stundina, þá var engan bylbug að finna á mönnum.
Andrúmsloftið var smitað af þeirri bjartsýni og öflugu framtíðarsýn, sem einkennt hefur Sjálfstæðiflokkurinn í Reykjanesbæ undanfarin ár undir öflugri forystu bæjarstjórans, Árna Sigfússonar. Það er gaman að vera hluti af því öfluga liði, sem er að byggja upp þetta samfélag hérna á Reykjanesskaganum.
Árni Johnsen þingmaður ávarpaði einnig fundinn og stappaði stálinu í mannskapinn eins og honum er einum lagið. Hann var einnig fullur bjartsýni og baráttuþreks. Hann sagðist þess viss, að við myndum sigrast fyrr en síðar á þeim erfiðleikum, sem við berjumst við.
Um var að ræða stofnfund Hugmyndahúss Reykjanesbæjar. Í stuttu máli var farið inn á rammaáætlun, markmiðssetningu og skipun verkefnastjórnar þessarar nýjungar hjá flokknum.
Ég var svo heppinn að vera skipaður annar formanna í Evrópunefnd Hugmyndahússins, en eins og lesendur þessarar síðu vita er ég yfirlýstur ESB aðildarviðræðusinni. Hinn formaðurinn er Árni Johnsen og hef ég á tilfinningunni, að hann sé á öndverðum meiði við mig. Það var afskaplega vel til fundið hjá fulltrúaráðinu, að formenn Evrópunefndarinnar væru úr andstæðum fylkingum innan flokksins, hvað þetta mál varðar.
Við Árni vorum strax sammála um að safna saman rökum með og á móti aðild að ESB og koma þeim yfir á mannamál, sem öllum er skiljanlegt. Báðir vorum við sammála um, að tími væri til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn blandaði sér í ESB umræðuna af meiri krafti en áður, hver sem niðurstaðan síðan verður.
Ég segi það enn og ég segi það aftur, að mínar áhyggjur eru, að skipti flokkurinn ekki um skoðun varðandi ESB aðild fyrir næstu kosningar, þá muni stór hluti þeirra kjósenda, sem til þessa hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn, kjósa þá flokka, sem aðhyllast ESB aðild.
Í framhaldi af því væri Samfylkingin með mikinn meirihluta á Alþingi og það væri þá vitanlega í höndum hennar og einhvers smáflokks að skilgreina samningsmarkmið Íslendinga og semja um aðild að ESB.
Það hugnast mér mjög illa, sérstaklega m.t.t. til hagsmuna landbúnaðar og sjávarútvegs á Íslandi. Við vitum öll, að Samfylkingin myndi taka hvaða afarkostum sem er til að ná markmiði sínum um aðild að ESB. Ég treysti Samfylkingunni ekki til þessa verks og vil því, að við sjálfstæðismenn skilgreinum okkar samningsmarkmið þannig m.a., að við höfum óskoruð yfirráð yfir fiskimiðum okkar og að íslenskum landbúnaði verði tryggð viðundandi starfsskilyrði í framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2008 | 07:53
Bandaríkjamenn ættu að skammast sín - þessu fólki treysti maður áratugum saman ...
Viðbrögð Bandaríkjamanna við því skipbroti, sem íslenskt bankakerfi, efnahagslíf og íslenska þjóðin hefur orðið fyrir eru til háborinnar skammar, ekki síður en viðbrögð Breta. Þeir ættu því ekki að standa í þeirri sýndarmennsku að senda einhverjar 2. flokks sendinefndir til Íslands að svo stöddu.
Allt frá NATO aðild Íslendinga og komu varnarliðsins til Íslands árið 1951 hefur stór hluti þjóðarinnar litið á Bandaríkjamenn, sem vini sína. Í þeim hópi var m.a. ég. Brottför varnarliðins árið 2006 voru okkur, sem studdu veru varnarliðsins hér áratugum saman, mikil vonbrigði. Hegðun Bandaríkjamanna núna í stærstu erfiðleikum, sem lýðveldið hefur átt í, hljóta - að mínu mati - að leiða til hálfgerðra vinaslita við þessa þjóð. Það er ekki þar með sagt, að við munum ekki eiga í eðlilegum og vinsamlegum viðskiptum við Bandaríkjamenn og reyndar einnig Breta. Satt best að segja held ég, að ég tali fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, þegar ég segi að því sérstaka vinasambandi, sem verið hefur á milli þessara bandamanna og Íslands allt frá síðari heimsstyrjöldinni, sé nú með öllu lokið. Við tekur "buslness as usual" þegar þessi lönd eiga í hlut og gildir það jafnt um hernaðarsamvinnu sem stuðning á alþjóðavettvangi.
Ljóst má hins vegar vera að Ísland - varnarlaus örþjóð á norðurhjara - getur ekki verið algjörlega vinalaus, en atburðir undanfarinna vikna sanna að nákvæmlega það erum við. Við þurfum því að styðja sterk vináttubönd okkar við Norðmenn og Dani og síðan auðvitað ESB.
Sú staðreynd að Bandaríkjamenn hafa algjörlega snúið baki við okkur er enn ein ástæða til að fara í aðildarviðræður við ESB.
Sendinefnd bandaríska fjármálaráðuneytisins væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2008 | 22:13
Geir: þú verður að hjálpa okkur að styðja við bakið á þér!
Það var erfitt fyrir mig að horfa upp á formann Sjálfstæðisflokksins í vörn í Kastljósinu í kvöld. Í þessari sömu vörn höfum við, sem erum yfirlýstir sjálfstæðismenn, staðið undanfarna mánuði og vikur. Geir, þú stóðst þig vel og vannst varnarsigur. Kannski er ekki hægt að ætlast til meira eins og sakir standa.
Ég ber mikla virðingu fyrir Geir H. Haarde og veit af eigin reynslu, að þarna fer grandvar og heiðarlegur maður. Ég geng svo langt að segja, að ég myndi setja heiður minn að veði fyrir þennan mann. Að sjálfsögðu hafa honum, Davíð Oddssyni og reyndar mörgum öðrum - sjálfstæðismönnum, sem flokksmönnum annarra flokka - orðið á alvarleg mistök á undanförnum árum, mánuðum og vikum. Í ljós hefur komið að sum mistakanna voru því miður grafalvarleg og eiga eftir að verða þeim dýrkeypt.
Í ljósi þessa hljómar það kannski hálf hjákátlega í eyrum sumra, að ég taki upp hanskann fyrir Geir og fleiri ráðamenn og vilji nákvæmlega núna tala um afrek þessara manna allt frá árinu 1991. Ég vil halda því til haga, að það voru þessir menn, sem komu Íslandi á þann stall, sem við nú erum að falla niður af. Þessu megum alls ekki gleyma þegar við "dæmum" þessa menn. Sá kasti fyrsta steininum, sem syndlaus er, sem aldrei lofaði útrásina, víkingseðlið og ódugandi dugnað og gáfur þessar "einstöku" þjóðar. Taki hver til sín það, sem hann eða hún á!
Það, sem mér sárnar er, að Geir skuli ekki bera gæfu til að segja skilið við þá, sem mesta ábyrgð bera í þessu stærsta áfalli Íslandssögunnar frá stofnun lýðveldisins. Það má sennilega rekja til þess, hversu góður og heiðarlegur drengur er þar á ferð. Þeir sem þurfa að víkja eru að sjálfsögðu Davíð Oddsson og stjórn Seðlabankans og Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn þeirrar stofnunar. Þeir sem þurfa að sæta ábyrgð eru útrásarpésarnir og þeir sem stjórnuðu bönkunum. Rannsókn þessara mála verður að hraða, sem mest má og það verður að fá til starfsins bestu erlenda sérfræðinga. Annars er allt það, sem við sjálfstæðismenn höfum unnið að undanfarin 17 ár í mikilli hættu.
Jafnframt finnst mér skjóta skökku við, þegar ráðherra og þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja, að engin ástæða sé til að endurskoða stjórnarsáttmálann, þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður í þjóðfélaginu. Landsmenn eru að skoða alla sína sáttmála þessa dagana. Aðstæður allra Íslendinga hafa gjörbreyst á nokkrum vikum. Fólk er að endurskipuleggja fjármál sin og sumt fólk er jafnvel að velta fyrir sér grundvallarlífsskoðunum sínum. Sumir - auðvitað ekki íhaldshundar eins og ég - eru jafnvel að skipta um stjórnmálaskoðun. Hvers vegna gildir ekki það sama um stjórnmálamenn? Endurskoða þeir aldrei afstöðu sína, þrátt fyrir að allar forsendur breytist?
Eitt af þeim málum, sem fólk er að skipta um skoðun á - og er hvað fyrirferðarmest í umræðunni núna - er ESB aðild og upptaka evru. Hvernig getur forsætisráðherra, ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og þingmenn enn og aftur fullyrt, að þetta mál sé hreinlega ekki á dagskrá. Hvernig er hægt að segja þetta, þegar þjóðin spyr sig þeirrar spurningar, hvort Geir og Björgvin séu að standa sig frábærlega í hlutverkum sínum, sem þrotabússtjórar eða dánarbússtjórar?
Geir - og aðrir þeim stjórnmálamenn, sem nú eru á þingi - verða síðan að taka dómi okkar kjósenda í næstu kosningum, sem ég hygg að séu ekki langt undan og síðar dómi sögunnar. Ég er þó sammála Geir, að ekki væri gott að slíta þingi á næstu mánuðum og efna til kosninga, því það er ekki það, sem við þurfum á að halda ofan í þetta mikla áfall, sem á okkur hefur dunið. Ljóst er þó, að almenningur krefst þess, að þingmenn endurnýji umboð sitt ekki seinna en næsta vor.
Geir og Sigmar voru báðir í erfiðum hlutverkum í kvöld og mátti vart á milli sjá hver stóð sig betur!
Við munum ekki láta kúga okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.10.2008 | 13:00
Steldu 100 milljörðum og þér er boðið til veisluhalda að Bessastöðum ...
Það er skrítið réttlætið á Íslandi:
- Steldu 100 milljörðum og þér boðið til "veisluhalda" að Bessastöðum
- Steldu 100 milljónum og þér boðið upp á "lúxusdýnur" og "listsköpun" á Kvíabryggju
- Steldu 100 þúsund krónum og þér boðið upp á "vatn og brauð" á Hrauninu
Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Rannsóknin hefur forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 13:49
Frábið mér, að einhver skrifi upp á skuldaviðurkenningu fyrir mína hönd, minna barna eða barnabarna!
Samkvæmt nýlegum fréttum eru skuldir þjóðarbúsins um 8.000 milljarðar króna.
Að sögn skiptast þær þannig, að um 15% erlendra skulda bankanna eru vegna mikillar neyslu, samneyslu og fjárfestinga landsmanna á undanförnum árum.
Stærstur hluti skuldanna, eða um 85%, er hins vegar tilkominn vegna skuldsetningar einkarekinna banka til fjármögnunar á fyrirtækjakaupum nokkurra tuga einstaklinga og fyrirtækja þeirra á erlendum mörkuðum.
Með undirskrift sinni ber þjóðin sannanlega ábyrgð á um 15% skuldanna og er að mínu mati meðvituð um þá ábyrgð sína. Til sönnunar skulda þjóðarinnar eru til staðar skuldabréf við ríkisbankana, Íbúðalánasjóð og ýmis fjármögnunarfyrirtæki. Það er siðferðisleg og lagaleg skylda mín og þjóðarinnar að standa skil á þeim skuldum.
Takist erlendum lánadrottnum ekki að leggja fram skuldabréf með minni undirskrift eða leiðtoga þjóðarinnar, þar sem ég/við erum annaðhvort greiðandi eða ábyrgðarmaður, vil ég fá að sjá vitni, myndir eða myndbönd, þar sem ég hægt er að sanna á óyggjandi hátt, að ég persónulega, eða réttkjörin stjórnvöld, hafi undirritaði slíka gjörninga.
Sé hægt að sanna fyrir mér á framangreindan hátt, að ég, eða leiðtogar þjóðarinnar, standi að baki 8.000 milljarða skuld, lýsi ég mig fyrir mitt leyti hér með gjaldþrota. Hafi leiðtogar þjóðarinnar undirritað yfirlýsingar eða skuldbindingar var það ekki með samþykki eða vitund þjóðarinnar eða Alþingis. Af þeim sökum er slíkur gjörningur marklaus með öllu, sbr. 40. gr. Stjórnarskrárinnar. Lánadrottnum mínum - og þjóðarinnar - mátti og má vera ljóst, að hvorki ég eða þjóðin vorum eða verðum borgunarmenn fyrir slíkri upphæð.
Jafnframt lýsi ég því formlega yfir, að enginn - hvorki íslensk stjórnvöld eða aðrir - hafa leyfi til að undirrita fyrir mína hönd, minna barna eða barnabarna samninga um yfirtöku fyrrgreindra skulda eða fara út í aðrar þjóðréttarlegar skuldbindingar til lúkningar þessara skulda. Gildir þar einu, hvort um samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn er að ræða eða aðra aðila, erlenda eða innlenda.
Reykjanesbæ, 21. október 2008.
Vonandi niðurstaða fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.10.2008 | 17:59
Höfuðlausn
Það er mín skoðun að við sjálfstæðismenn eigum að viðurkenna þær syndir, sem við frömdum og þótt ég hafi ekki verið þingmaður, ráðherra eða í valdamiklu embætti hjá flokknum, þá ber ég einnig ábyrgð.
Ég ætla mér því - fyrstur sjálfstæðismanna - að gangast við þeirri litlu ábyrgð, sem ég ber. Ég hef aðhyllst sjálfstæðisstefnuna frá árinu 1977, þegar ég var 15 ára gamall og kosið flokkinn í öllum kosningum síðan. Ég hef starfað innan flokksins í stjórnum sjálfstæðisfélaga, fulltrúaráða og kjördæmisráða og unnið í Alþingis- og sveitastjórnarkosningum frá því áður en ég fór erlendis 1986 og síðan að ég kom aftur heim 1998.
Jafnmikið og ég er stoltur af verkum Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til ársins 2004, þá verð ég að viðurkenna að ég er ekki mjög stoltur af afrekum hans undanfarin 4 ár. Það var á því herrans ári 2004, að mér var ljóst að flokkurinn gekk ekki heill til skógar, frekar en þáverandi formaður hans. Á fundi fulltrúaráðsins á þessu ári benti ég í mjög stuttri tölu á nauðsyn þess, að flokkurinn gengi í gegnum hugmyndafræðilega endurnýjun, sem að sjálfsögðu átti að byggjast á sjálfstæðisstefnunni. Nokkrir samflokksmenn virtust skilja hvað ég átti við, en flestir skelltu við þessu skollaeyrum og sennilega er ég fyrir vikið enn litinn hornauga í flokknum, sem "kverúlant". Síðastliðið vor bætti ég um betur og mótmælti formanni mínum, Geir Hilmari Haarde, þegar hann sagði að Evrópumálin væru ekki á dagskrá!
Nú er líklega komið að þeirri stundu, að velflestir sjálfstæðismenn átta sig á því, að ekki einungis Evrópumálin eru á dagskrá, heldur verður flokkurinn að fara í gengum hugmyndafræðilega erfiðisvinnu og endurskilgreina hlutverk sitt og markmið í anda hinnar klassísku sjálfstæðistefnu.
Án þess að það sé beint mitt hlutverk, tel ég að Framsóknarflokkurinn - og reyndar Samfylkingin einnig - verði að axla sinn hluta ábyrgðarinnar og fara í svipaða vinnu.
Frjálshyggjan er hugsanlega dauð, en auðhyggjan og sjálfstæðishyggjan eru langt frá því að vera dauð.
Sjálfstæðismenn verða að átta sig á því að það eru engin svik við málstaðinn að aðhyllast ESB aðild, vilja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni.
Vinstri menn verða að átta sig á því að það eru ekki svik við málstaðinn að vera á móti ESB aðild, og aðhyllast mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut.
Hægri og vinstri mennska snýst um grundvallarlífsskoðun manna, en ekki slík dægurmál!
Óska eftir 6 milljörðum dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 20:58
Vonandi verður Björk að ósk sinni
Við verðum að fagna öllum, sem vilja leggja hönd á plóginn við framtíðaruppbyggingu landsins. Ljóst er að draumur margra, m.a. náttúruverndarsinna, forsetans og allra stjórnmálaflokka nema VG, um að Ísland myndi að mestu lifa á fjárplógsstarfsemi í framtíðinni, hefur brugðist.
Mér líst vel á hugmyndir Bjarkar um fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun. Ég sé ekki annað en að álver fyrir norðan á Bakka og olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum passi vel inn í þá mynd. Ég viðurkenni að þá er nú gott komið í álinu og tími kominn til að snúa sér að öðru.
En sem sagt, ég fagna þessu framtaki Bjarkar!
Róttæk endurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2008 | 18:06
Þurfa tæplega hjálp frá háskólaprófessor ef stjórnin er að springa!
Ég á fastlega von á að verið sé að bera undir ráðherrana þau skilyrði, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fyrir lánveitingu til Íslendinga.
Mér finnst ólíklegt að Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, sé fundi með ríkisstjórninni, sem einhverskonar málamiðlari.
Það er vonandi að einhver niðurstaða fari að koma í öll þessi mál og þjóðin sjái frammi fyrir hverju hún stendur.
Ráðherrar funda á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |