Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Segi það einu sinni og síðan aftur: maðurinn er snillingur

Ég verð að segja að aldrei á ævinni hef ég séð betra viðtal við nokkurn "stjórnmálamann" eða "embættismann" hér á landi eða erlendis! Davíð er og verður snillingur, sama hvað hver segir.

Á einfaldan og skýran hátt útskýrði Davíð kjarna málsins, sem er auðvitað að Íslendingar hafa ákveðið að menn beri ábyrgð á gjörðum sínum. Þetta þýðir að þeir sem féllu í þá gryfju vegna græðgi sinnar að leggja fé hlutabréf fyrirtækja "óreiðumanna" tapa sínu fé. Þeir sem lánuðu fé í fyrirtæki "óreiðumanna" eiga á hættu að fá lán sín ekki endurgreidd til baka nema að hluta. Þeir sem hins vegar treystu bankastofnun fyrir sparnaði sínum fá sitt endurgreidd.

Skilaboðin eru þessi:

  1. að kaupa hlutabréf er áhættusamt
  2. að lána fé er áhættusamt
  3. að leggja fé inn á sparireikning er ekki áhættusamt

Koma þessi skilaboð á óvænt eða er þetta eitthvað, sem við vissum ekki? Nei. Hversvegna er þessi ákvörðun tekin? Af því að allir áttu að vita þetta og af því að ef sparifé er ekki endurgreitt væri sparnaður í heiminum lagður af og það er ekki hægt, því þá þyrfti einnig að leggja útlán af og án þeirra stæðum við í sömu sporum og fyrir tíma fyrstu alvöru lánastofnana, sem ég held að rekja megi til þess tíma er Medici ættin réði ríkjum á 13. öld og fyrstu fjármálastarfssemi heimsins í Flórens á Ítalíu.

Íslenska þjóðin er kannski ekki alsaklaus, en við sitjum líka uppi með okkar eigin syndir, s.s. neyslulán, bílalán og húsnæðislán. Við þurfum hins vegar ekki að borga skuldir annarra, enda skrifaði þjóðin ekki upp á þessar skuldir Glitnis eða Landsbankans, en það gerðu hluthafar upp að því marki sem þeir lögðu hlutabréf í bankana, sem þeir vissu að var áhættufé.

Þetta finnst mér afskaplega sanngjörn ákvörðun Davíðs og félaga. Þetta er einnig í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins og stefnu Davíðs Oddssonar persónulega.

Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð verða hins vegar að viðurkenna, að þeir sofnuðu á verðinum. Sumir segja að öll lönd heimsins hafi sofið á verðinum. Ég vil meina að stigsmunur sé á milli Íslands og annarra landa og að við höfum sofið á verðinum, en að flest önnur lönd hafi dottað á verðinum. Það er að sofa á verðinum, þegar skuldbindingar bankanna eru orðnar 1200 -1500% af landsframleiðslu. Þær björgunaraðgerðir, sem nýlega var samþykkt á Bandaríkjaþingi, voru upp á 5% af landsframleiðslu. Ef ég orða það pent, þá er stigsmunur á þessum prósentutölum.

Þegar ölduganginn lægir er nauðsynlegt, að menn sæti ábyrgðar og þá er ég að tala um raunverulega sökudólga í þessu efni, en ekki einhverja embættismenn eða stjórnmálamenn. Það er líka stigsmunur á því, að átta sig ekki á því að verið er að fremja glæp og reyna að koma í veg fyrir hann eða vera vitorðsmaður glæpamanns eða vera glæpamaður. Refsingin er auðvitað heldur ekki sú sama, heldur í samræmi við glæpinn og hvaða hlutverk maður lék í honum.


mbl.is Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði verið gott að vera í réttum félagsskap - ESB

Það hefur verið eitt af höfuðrökum andstæðinga ESB aðildar, hversu gott það er að vera ekki bundinn neinum og geta samið við Bandaríkin jafnt og Kína. Það að vera í ESB er talið binda okkur, t.d. varðandi fríverslunarsamninga og annað.

Hvar eru þau rök núna?

Hefði ekki verið skynsamlegra að vera í réttum félagsskap, þ.e.a.s. innan ESB og með evruna við þessar aðstæður. Hefði Evrópski seðlabankinn þá lokað á lánalínur til okkar?


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

COMECON kemur Íslandi til hjálpar

Það er í raun furðulegt, að á sllíkri ögurstundu skuli það vera Rússar, sem koma okkur til hjálpar, en ekki "vinir" okkar Bandaríkjamenn og ekki vinir okkar á Norðurlöndum eða í Evrópu.

Eins og málin snúa við mér er líklegra að kunningsemi Björgúlfs Thors og Ólafs Ragnars vegi þyngra en "vinátta" ofangreindra þjóða.

Slíkt er geymt en ekki gleymt.

Guð blessi móður Rússland!


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mjög hissa - allt enn á sínum stað

Ég var hissa þegar ég vaknaði, því það er allt enn á sínum stað! Í gær var ég fullvissaður að allt yrði öðruvísi í dag en í gær.

Í nótt fór mig að dreyma furðulegustu hluti á borð við að  erlendur kranabíll væri búinn að sækja bílinn, sem eru á erlendu bílaláni, og búið væri að skipa honum um borð í eitthvert leiguskip frá Belize - Eimskip og Samskip farin á hausinn - og bíllinn á leið aftur til Þýskalands. Því miður var ég ekki svo heppinn. Bíllinn var enn þarna og ég þarf líklega að borga af okurbílaláninu um næstu mánaðarmót.

Ég var nokkuð viss um að húsið yrði á sínum stað, þegar ég vaknaði. Ég hugsaði samt með mér að einhverjir innheimtumenn gætu hugsanlega staðið fyrir utan húsið og heimtað að ég gerði upp húsnæðislánin frá Glitni eða að ég gæti hypjað mig burt úr húsinu. Nei, húsið er enn á sínum stað og ég get haldið áfram að borga af okurláninu og verðtrygginguna, sem smá saman eru að éta upp húsið mitt. Einu sinni átti ég í húsinu 60% í húsinu, svo 50% og bráðlega 40% ... Svona mun þetta ganga, koll af kolli, þar til þeir eiga allt húsið og ég skulda þeim meira en húsið kostar.

"Shit happens!"

Ég er síðan vakinn upp af farsímanum og ekkert hafði gerst. Fer fram úr og fæ mér kaffi, læsi húsinu "mínu" og er á leið í vinnuna, á bílnum hans Glitnis, sem ekkert fæst fyrir, en sem er með áhvílandi einhverjar 5 milljónir í blönduðu gjaldeyrisláni frá.

Eitt gott við þetta allt saman að ég treysti aldrei íslensku bönkunum fyrir séreignasparnaðinum og fór með hann til Allianz í Þýskalandi og Angela Merkel segir að hann sé öruggur.

Hversvegna í andskotanum var ég flytja til Íslands 1998? Ég var búinn að búa í Þýskalandi og var í öruggri vinnu og hafði það bara sæmilegt!

Jú, ég er svo klikkaður og fann að ég "fittaði" ekki inn hjá Þjóðverjunum, sem voru aðeins of "streit" fyrir minn smekk.

Kári ætti að rannsaka ekki hafi átt sér stað einhverskonar stigbreyting hjá allri þjóðinni og að hún sé öll með eitthvað stórmerkilegt geðveikisgen. Það er eina afsökunin, sem við höfum gagnvart umheiminum.

Ég elska þetta land og þessa þjóð með öllum kostum og göllum okkar!

God bless Iceland!

 


Allt í fína

Ég minni á hugtakið, sem vinur minn Snorri Magnússon, formaður Landssambands Lögreglumanna, fann upp: kreppugalsa.

Ég er alhaldinn kreppugalsa og segi: allt í fína.

Ríkið er skuldlaust og þarf eiginlega ekki á lánum að halda, þ.e.a.s. ekki á framlengingarlánum eða víxlum. Auðvitað verðum við þó að borga til baka yfirdráttinn, sem við erum að taka v/lánsins til KB banka og hugsanlega verður einhver kostnaður v/yfirtöku Landsbankans og Glitnis og sameiningar þeirra? Ríkisbúskapurinn er sem sagt eiginlega allt í fína. Viðskiptajöfnuðurinn er að jafna sig og verður brátt hagstæðari en hjá Kína, þ.e.a.s. hlutfallslega og miðað fólksfjölda (hef alltaf elskað þennan frasa). Íslenska efnahagslífið - að bankaiðnaðinum undanskildum - er einnig alveg í lagi.

Bankarnir þurfa á lánum að halda, en verða að halda sig við innlent lánsfé til að lána. Það mun enn lækka verðubólguna og þensluna og brátt koma okkur niður í 1-2% verðbólgu (erum strax farin að uppfylla Schengen skilyrðin).

Við munum upplifa mjög mikla kreppu og uppsagnir í byggingaiðnaði. Uppsagnir eru næstum óumflýjanlegar, nema að við gerum eitthvað sniðutg eins og:

að virkja og byggja upp stóriðju eins og andskotinn sé á eftir okkur ...

Þetta mun veita mörgum atvinnu og auka útflutningstekjur okkar svo um munar!

Síðan gleymdi ég leynivopninu:

ANDRI SNÆR (hugmyndir úr Draumalandinu) & BJARNI ÁRMANNS (Maraþonhlaup, falleg greiðsla og fallegt og heiðarlegt bros) - báðir tveir tengdasynir Íslands frá því í fyrra.

Núna eru þeir og hundruðir annarra gróðpunga víst komnir til Noregs í FJELLHYTTE byggð. Öruggar heimildir segja mér að íslenskir fjárglæpamenn séu þar búnir að koma upp pólitískum Fjellhytte flóttamannabúðum með hjálp og á kostnað norska ríkisins. Sumir halda því jafnvel fram að norska ríkið borgi sálfræðiaðstoð fyrir þá vegna eineltis og ofsókna, sem þeir hafa orðið fyrir hér á landi. Þeir hafa alltaf tekið vel á móti flóttamönnum, blessaðir Norðmennirnir. Síðan fáum við þessa kauða framselda einn af öðrum, þegar við erum búin að rannsaka mál þeirra.

Tveir ofangreindir verða allavega ekki í vandræðum - auk annars vinstra öfgaliðs - að finna aðrar og betri lausnir á öllum hlutum.

Allt þetta útrásarlið hefur komið slæmu orði á kapítalismann og sumir einnig á Sjálfstæðisflokkinn.

Að auki munum við Íslendingar innan skamms sækja um ESB aðild, sem mun styrkja ímynd okkar erlendis auk þess að styrkja íslensku krónuna.

Þetta og sterkur "infrastrúktúr", sterkar framtíðarhorfur landsins varðandi orkuöflun og stóriðju, ESB aðild og okkar almenni frábæri dugnaður og framtakssemi mun stytta þessa kreppu niður 1-2 ár.

Síðan komum við sterkt inn aftur!

 


mbl.is S&P lækkar lánshæfiseinkunn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glöggt er gests augað

Það er gott að erlendir ráðgjafar eru komnir að málinu. Við skulum vona að þeir séu eitthvað skárri en sá ráðlausi her hagfræðinga, sem við erum með í Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu, Háskólanum, greiningardeildum bankanna auk annarra hagspekinga, sem allt í einu hafa ráð undir rifi hverju, þótt enginn þeirra hafi séð vandann fyrr en hann var skollinn á.

Auðvitað vissu bankarnir - þ.m.t. Seðlabankinn og íslensk stjórnvöld - hver lánin voru og gjalddaga þeirra. Þeir vissu að bankarnir stunduðu að taka skammtímalán og lána síðan til lengri tíma og að slíkt gengi aðeins á meðan lán var að hafa erlendis.

Spurningin snýst að mínu mati einungis um, hvort stjórnvöldum hér á landi var frá byrjun ljóst, að leikurinn væri tapaður og að þeir réðu í raun ekki neitt við neitt. Þeir vissu hugsanlega að vegna stærðar vandans/bankanna, gætu þeir bjargað bönkunum eða krónunni og þess vegna hafa þeir ekkert reynt. Seinni kosturinn er að stjórnvöld séu svona rög að taka ákvarðanir. Ég aðhyllist fyrri skýringuna.

Ég hefði þó viljað sjá fundahrinu á borð við þá sem var um helgina gerast fyrr og aðgerðir, t.d. lántöku, fara fyrr að stað. Hugsanlega fengum við enga almennilega aðstoð og erum nú að fá "neyðaraðstoð" frá vinum okkar á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum og Evrópu. Kannski þurftum að hálflýsa yfir gjaldþroti áður en nokkur vildi koma okkur til aðstoðar.

Spurningin, sem brennur á mínum vörum, er hversvegna stjórnvöld hafi ekki allt frá árinu 2001, þegar fljótandi gengi var tekið upp, fylgst betur með bönkunum og fjármálastofnunum, en um svipað leyti hófu bankarnir þessa gríðarlegu útrás sína.

Í síðasta lagi árið 2002, þegar stór hluti Landsbankans var seldur til Samson og þegar Búnaðarbankinn var seldur og útrásin hófst fyrir alvöru hefðu stjórnvöld átt endurskoða stefnu sína og stórauka sérþekkingu í Seðlabankanum og hjá Fjármálaeftirlitinu.

Á þessu klikkuðu allir: ríkisstjórnin, Alþingi, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið, viðskiptabankarnir og landsmenn allir!

Umræðuna um til hvaða ráðstafa verður að grípa, s.s. varðandi lagasetningu og hvernig tekið skal á þeim mönnum, sem að mínu mati eru ekki einungis sekir um græðgi og ófyrirleitni, heldur öllu heldur landráð, verður að taka seinna. Það verður örugglega hægt að horfa yfir öxlina á Norðurlandaþjóðunum og ESB í því sambandi, því við erum ekki ein um að vera í vandræðum, þótt vissulega séum við í stærstu vandræðunum, vegna þess að við erum með handónýta mynt og engan bakhjarl á borð við ESB.


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk ríkisskuldabréf í stað öruggra eigna í erlendum gjaldmiðlum?

Viðtal var við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, í fréttatíma RÚV í kvöld.

Þar talaði Hrafn fyrir sölu öruggra eigna lífeyrissjóðanna erlendis í skiptum fyrir íslensk ríkisskuldabréf í "öruggum" íslenskum krónum. Hann sagði að þetta væri góður tímapunktur til að flytja eignir lífeyrissjóðanna heim, þar sem gengi krónunnar væri hagstætt.

Hvað finnst ykkur landsmenn góðir um þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans. Hvernig stendur á að slíkar ákvarðanir er hægt að taka fyrir tugi þúsunda greiðenda í lífeyrissjóði.

ER ÞETTA EINNIG FÉ ÁN EIGENDA, SEM EINHVERJIR MENN ÚTI Í BÆ ERU AÐ RÁÐSTAFA AÐ EIGIN VILD EÐA AÐ VILD EINHVERRA ANNARRA MANNA ÚTI Í BÆ?

HVAÐ MEÐ OKKUR EIGENDUR PENINGANNA, HVERSVEGNA HEFUR ENGINN ÁHUGA Á OKKAR SKOÐUN?


mbl.is Fororðið að tryggja sparnað landsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk ríkisskuldabréf í stað öruggra eigna í erlendum gjaldmiðlum?

Viðtal var við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, í fréttatíma RÚV í kvöld.

Þar talaði Hrafn fyrir sölu öruggra eigna lífeyrissjóðanna erlendis í skiptum fyrir íslensk ríkisskuldabréf í "öruggum" íslenskum krónum. Hann sagði að þetta væri góður tímapunktur til að flytja eignir lífeyrissjóðanna heim, þar sem gengi krónunnar væri hagstætt.

Hvað finnst ykkur landsmenn góðir um þessa fullyrðingu framkvæmdastjórans. Hvernig stendur á að slíkar ákvarðanir er hægt að taka fyrir tugi þúsunda greiðenda í lífeyrissjóði.

ER ÞETTA EINNIG FÉ ÁN EIGENDA, SEM EINHVERJIR MENN ÚTI Í BÆ ERU AÐ RÁÐSTAFA AÐ EIGIN VILD EÐA AÐ VILD EINHVERRA ANNARRA MANNA ÚTI Í BÆ?

HVAÐ MEÐ OKKUR EIGENDUR PENINGANNA, HVERSVEGNA HEFUR ENGINN ÁHUGA Á OKKAR SKOÐUN?


Það kostar að bjarga bönkunum frá snörunni

Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati heilagir og inneignir í þeim ætti því ekki að snerta til að eyða í einhverjar áhættufjárfestingar. Fjárfestingar í íslenskum fjárglæfrafyrirtækjum eða bönkum, sem eru á barmi gjaldþrots teljast til slíkra áhættufjárfestinga.

Á móti koma þau sjónarmið, að hér á landi sé allt á heljarþröm. Atvinnulífið sé að stöðvast og gífurlegt atvinnuleysi blasi við. Verðbólgan sé á leiðinni í 20% og allir bankarnir séu leiðinni á hausinn. Verðbólgan undanfarna mánuði hefur gert það að verkum að verðtryggð lán hafa hækkað mikið og ekkert lát er á þeim hækkunum á næstunni. Vegna falls krónunnar hafa lán tekin í erlendri mynt einnig hækkað um tugi prósenta á nokkrum mánuðum. Almenningur er ráðþrota og á barmi örvæntingar.

Illskásta lausnin er því líklega að lífeyrissjóðirnir hjálpi til við lausn mála. Tryggja verður að þeim fjármunum verði ekki fórnað af þeim sem komið hafa þjóðinni á hausinn - sjálftökuliðinu. Til að almennt launafólk og lífeyrisþegar samþykki slíkar ráðstafanir er eðlilegt að umbunin sé ríkuleg. Eðlilegt er að bankarnir skipti um eigendur og fari í hendur þeirra, sem björguðu þeim. Þeir sem eru að bjarga bönkunum eru þeir sömu og borgað hafa okurvexti á verðtryggðum lánum eða sitja uppi með lán í erlendri mynt sem hækkað hafa gífurlega í íslenskum krónum. Samúð almennings er skiljanlega minni en engin.

Með öllum ráðum verður að tryggja efnahagslegan stöðugleika í landinu og að slíkar hörmunar dynji ekki aftur á þjóðinni. Það verður að mínu mati aðeins gert með einu móti: aðild að ESB og upptöku evru. Samtök atvinnulífsins og samtök launamanna eiga ekki sætta sig við neina aðra lausn en að framan getur.

Stjórnmálamenn allra flokka verða loksins að leggja við hlustirnar, að öðrum kosti verður að skipta þeim sem ekki hlusta út fyrir þá sem kunna að hlusta á þjóð sína.


mbl.is Lífeyrissjóðir komi að lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrotið kom Seðlabankanum og ríkisstjórninni ekki á óvart

Undanfarna 6-7 mánuði hef ég beðið aðgerða ríkisstjórnarinnar, sem hafa til þessa tíma ekki verið mjög miklar eða áhrifaríkar. Ég tel mig þekkja sæmilega til minna manna í ráðherrastóli og þingmannaliðs Sjálfstæðisflokksins og tel þá bæði prýðismenn og vel gefna. Einnig tel ég að ráðherrar og þingmenn Samfylkingar séu að sama skapi gott fólk og vilji þjóðinni vel, þótt ég sé auðvitað síður sammála þeim ágæta stjórnmálaflokki.

Auðvitað hefur maður spurt sig hversvegna ekki hafi verið gripið fyrr til aðgerða. Ástæðan er að mínu mati einfaldlega sú, að þetta ágæta fólk í ríkisstjórn, fjármálaráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og Seðlabanka Íslands hefur allan tímann búið yfir meiri upplýsingum en við, sauðsvartur almúginn. Ég geri ráð fyrir að Seðlabankinn hafi haft nákvæma vitneskju um erlendar skuldir bankanna og gjalddaga lána þeirra. Þeir vita einnig u.þ.b. hvert gjaldeyrisinnstreymið er. Það þarf því engan snilling til að sjá að þegar venjulegt gjaldeyrisinnstreymi er til landsins og engin leið er að ná í gjaldeyri að láni - líkt og nú - þá skapast gífurlegur gjaldeyrisskortur á ákveðnum tímabilum. Lögmál markaðarins segja okkur, að þá hækkar gjaldeyrir í verði - líkt og við sjáum núna - og þetta er í raun ekki flókið að sjá fyrir.

Geir, Ingibjörg, Davíð, Árni og Björgvin hafa því haft tíma síðan í vor til að plana, hvað þeir gera. Þau hafa fljótlega séð, að lítið vit var í að eyða þeim litlu gjaldeyrissjóðum, sem landið á í að styrkja krónuna tímabundið, þar sem hún félli hvort eð er alltaf jafnóðum vegna gjaldeyrisskortsins, sem var fyrirsjáanlegur vegna Jöklabréfanna og annarra endurgreiðslna erlendra lána. Þess vegna ákváðu þeir að leyfa krónunni að falla líkt og þeir hafa gert og gripu ekki til neinna ráðstafana, sem hafði að sjálfsögðu góð áhrif á viðskiptajöfnuðinn og stöðvar núna að lokum þensluna í landinu.

Eflaust hafa þeir síðan bara beðið rólegir eftir að Glitnir eða einhver annar banki bankaði á dyrnar hjá Seðlabankanum og óskaði eftir aðstoð. Þeir hafa einnig verið búnir að sammælast um að ekki væri hægt að koma til hjálpar öðruvísi en að hagur ríkissjóðs væri tryggður. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að vinna í því í 17 ár að koma skuldum ríkissjóðs niður í 0 krónur vegna sukks á árunum 1971-91 til að taka á sig nýjar skuldir árið 2008 fyrir sukk og svínarí og ofurlaun útrásarliðsins og borga þær niður á 10-15 árum. Það væri pólitískt sjálfsmorð fyrir flokkinn. Eina leiðin var því sú leið, sem valin var og ég er afskaplega sáttur við hana. Glitni á auðvitað ekki að selja fyrr en gott verð fæst fyrir hann og þá til hæstbjóðandi, en ekki á afsláttarverði til þeirra, sem settu bankann á hausinn. Ríkissjóður er engin ölmusustofnun fyrir ríkisbubba þessa lands.

Hver bankar næst á dyr Stjórnarráðsins eða Seðlabanka Íslands? Hvað vildi Björgúlfur svo seint að kveldi? Hversvegna stóðu Landsbankinn og Straumur í þessum viðskiptum í dag? Getur verið að Björgúlfur hafi ekki viljað þekkjast svipað tilboð Geirs og Davíðs til bjargar Landsbankanum og sé að reyna að bjarga sér sjálfur út úr einhverjum vandræðum. Síðan fylgist KB banki með af hliðarlínunni.


mbl.is Jón Ásgeir: Sagði að þetta yrði feigðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband