28.6.2008 | 10:16
Talandi um ráðherraræði
Auðvitað getur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra haft sína skoðun á þessum hlutum, en hún ræður þessu nú varla ein. Ég er nú ekki viss um að iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samgönguráðherra séu sammála henni í þessu máli.
Búa Íslendingar við þingræði eða ráðherraræði? Þessarar spurningar hefur maður spurt sig undanfarin ár.
![]() |
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 22:32
Ekki hættur að skjálfa, en ...
Frábærar fréttir!
Ég tók lán hjá Glitni, þegar ég keypti húsið mitt fyrir 3 1/2 ári síðan, á 4.15% vöxtum og var farinn að hafa áhyggjur af næsta ári.
Kannski að bankarnir afsanni mína núverandi kenningu, um að Íbúðalánasjóður sé nauðsynlegur til að bankarni bjóði "eðlilega" vexti af húsnæðislánum.
Ef ekki, þá erum við á leiðinni inn í nýtt blómskeið "ríkislánakerfis" og ég skammast mín ekkert fyrir að styðja við það!
![]() |
Kaupþing lækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2008 | 21:23
SÞ munu eflaust styðja umhverfisvæna íslenska stóriðju
![]() |
SÞ, Björk og Sigur Rós taka upp samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2008 | 18:37
Hvað finnst ESA um verðtrygginguna og vaxtastigið hjá okkur?
Ég er svo sem ekkert hissa á þessari niðurstöðu, því eftirlitsmönnum ESA hlýtur að koma það spánskt fyrir sjónir, að ríkisvaldið á Íslandi skuli standa í fasteignalánastarfsemi á því herrans ári 2008! Ég væri líka hissa á því, sem ESB-búi, Norðmaður, Svisslendingur eða íbúi Liechtenstein.
Auðvitað skilja þeir okkur og okkar efnahagskerfi ekki. Þeir skilja ekki verðtrygginguna, óðaverðbólguna, gengissveiflurnar, og okurvextina. Hversvegna ekki? Svarið er einfalt: þeir búa ekki við þetta ástand heima hjá sér!
Við erum búnir að koma upp hér landi svona nokkurskonar Monopoly efnahagskerfi. Á þessu Íslandopoly fer maður hring eftir hring og lendir í ýmsum ævintýrum. Maður lendir á reitnum "Íslenskur viðskiptabanki" og borgar 18% yfirdráttarvexti (í öðrum löndum lentu menn í fangelsi fyrir slíka okurvexti), síðan lendir maður á reitnum "Lögreglurannsókn á þér og fyrirtæki þínu", að því loknu dregur maður spjald og þar stendur "Borgaðu tvöfalt matvælaverð miðað við annars staðar í Evrópu", Þá heldur maður að heppnin hljóti nú að fara að vera með manni, en þá lendir maður aftur í að draga spjald "40% gengisfall og bílalánið þitt hækkar um 700.000 krónur"!
Hvernig í ósköpunum er hægt að halda að einhver venjulegur Evrópubúi skilji þennan leik?
Þrátt fyrir að vera sjálfstæðismaður og maður frjálsrar samkeppni (og hafa mikinn skilning á sjónarmiðum ESA og íslensku viðskiptabankanna varðandi Íbúðalánasjóð) er ég samt 100% stuðningsmaður Íbúðalánasjóðs.
Mörgum finnst ég eflaust vera ósamkvæmur sjálfum mér og eflaust er það rétt. Vandamálið er að kerfið, sem við búum við er fullt af mótsögnum og einkennist vissri tvíhyggju og því erfitt fyrir venjulega dauðlega eftirlitsmenn ESA að átta sig á því, þar sem við skiljum það vart sjálf. Seðlabankinn skilur það ekki, ríkisstjórnin skilur það ekki, Alþingi skilur það ekki og viðskiptabankarnir skilja það ekki, en skilja þó hvernig er hægt að græða á því og það hafa ýmsir erlendir vogunarsjóðir og einstaklingar einnig skilið.
![]() |
Gengur gegn ríkisstyrkjareglum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2008 | 00:13
Ekki hægt að skorast undan umræðu
Ég held að þessi niðurstaða sýni okkur, að þeir sjálfstæðismenn, sem ekki einu sinni vilja skoða kosti og galla ESB aðildar með m.t.t. þess að komast að vitrænni niðurstöðu um, hvort hag okkar sé ekki hugsanlega betur borgið innan sambandsins, gætu endað sem nátttröll í litlum hægri flokki.
Finnst ykkur lesendur góðir sennilegt að það fólk, sem er í forystu Samtaka verslunar og þjónustu eða í forystu Samtaka Iðnaðarins sé mjög langt til vinstri í stjórnmálum?
Ég fæ ekki betur séð en að grasrót Sjálfstæðisflokksins verði að taka af skarið í þessu máli og mynda sér sína eigin skoðun á þessu máli. Þeir sem virkilega vilja Sjálfstæðisflokknum vel, verða að hugsa sinn gang núna og sýna þor til að taka umræðuna og komast að sjálfstæðri niðurstöðu.
Að öðrum kosti gæti birst nýtt alvöru afl til hægri í næstu kosningum. Sá flokkur yrði með alvöru hægri fólk í sínum röðum og það yrði studd af alvöru peningamönnum og með stefnumál, sem venjulegt hægra fólk hefur áhuga á að komist í framkvæmd. Hver veit nema að til viðbótar við óánægjufylgi frá Sjálfstæðisflokki gæti einnig bæst við einhver fjöldi kjósenda frá Samfylkingunni og Framsóknarflokknum (óánægðir hægri kratar og ESB framsóknarmenn).
Til þessa hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið eini raunhæfi valkosturinn til hægri í stjórnmálum. Ég tel stjórnmálaflokka eða stjórnmálahreyfingar á borð við Frjálslynda flokkinn, Íslandshreyfinunguna eða Lýðræðisflokkinn ekki vera valkost fyrir viti borna sjálfstæðismenn. Nei, ég er hér að tala um alvöru afl, sem gæti hrifsað til sín helminginn af fylgi Sjálfstæðisflokksins og ætti létt með mynda ríkisstjórn með Samfylkingu, sem hefði þá hugsanlega 35-40% fylgi eftir næstu kosningar. Þá væru komnir 1 stór og 1 lítill flokkur til vinstri og 1 stór og 1 lítill flokkur til hægri í stjórnmálum. Þetta væri mjög slæmt fyrir íslensku þjóðina, því Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ankerið í íslenskum stjórnmálum allt frá stríðslokum og tryggt hér stöðugleika.
Þetta er það, sem við stöndum frammi fyrir góðir sjálfstæðismenn. Það er ekki einfaldlega hægt að lifa endalaust á fornri frægð, hversu glæst sem hún var! Nú þarf að leggja höfuðið í bleyti og koma með nýja djarfa og framsækna stefnuskrá á næsta Landsfundi, þar sem tekið er á málum málanna í dag: ESB aðild (evru), Umhverfismálum í víðari skilningi þess orðs (lestarsamgöngur og efling almenningssamgangna, því sem næst útrýmingu jarðeldsneytis, vistvæna stóriðju - ég er alls ekki að tala um stopp stefnu), atvinnumálum (stórefla stuðning við sprotafyrirtæki og hátækniiðnað), menntamál (verðum að komast í allra fremstu röð og þar verðum við að setja okkur háleit en raunsæ markmið), fjölskyldumál (gera samfélagið mannlegra, fjölskylduvænna og barnvænna), málefni aldraðra (gera okkur grein fyrir því að þjóðfélagið er að eldast mjög hratt og koma með alvöru lausnir og hugmyndir í þeim efnum) o.s.frv. - því það er af nógu að taka hvað verkefni varðar og við þurfum að sýna að við höfum skoðanir á málunum og lausnirnar, sem þarf.
Í okkar landsfundarályktunum höfum við meira og minna tönglast á því sama í 20-30 ár! Í flestum ályktunum stendur eitthvað á þá leið að unnið skuli áfram á sama hátt að uppbyggingu á þessu eða hinu eða að sá samningur, sem við höfum hafi reynst vel og ekki ástæða til að breyta.
Nálgunin verður að vera önnur en við höfum haft undanfarin ári og líkjast meir hinum gamla Sjálfstæðiflokki - Stétt með stétt. Hin nýja sýn verður að einkennast af mannlegri og kærleiksríkri stefnu, sem við höfum því miður aðeins fjarlægst að undanförnu. Hugmyndirnar verða í senn að vera nýjar og ferskar, en samt byggja á gömlum merg og þeirri stjórnmálastefnu sem flokkurinn hefur aðhyllst frá upphafi.
![]() |
Verslunarmenn vilja taka upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 16:55
Íslenskt efnahagslíf sterkara en margur heldur ...
Ég hef haldið því fram í nokkrar vikur að kreppan sé mest í höfðinu á okkur og að um óþarfa taugaveiklun hafi verið að ræða undanfarna mánuði. Það er bjart framundan á Íslandi og kannski eru fjárfestar og bankar að átta sig á því núna.
Hér hefur verið um ofur eðlilega leiðréttingu að ræða á ástandi, sem hefur á stundum verið allt of tryllingslegt. Viðbrögðin eru svona mikil og sterk af því að við erum örríki með örmynt. Þegar við erum búin að jafna okkur á þessari holskeflu, verðum við að skoða vandlega, hvort ekki sé rétt að skoða kosti og galla ESB aðildar og þá sérstaklega með það fyrir augum að taka upp einhverja aðra mynt, því það er það sem háir okkur öllum mest, hvort sem það eru fyrirtæki eða einstaklingar.
Útflutningurinn mun styrkjast á þessu og næsta ári vegna aukins útflutnings á áli. Einnig mun veikari króna hafa góð áhrif á útflutningsgreinarnar, sem munu blómstra, sem aldrei fyrr. Innflutningurinn mun minnka í kjölfar veikingar krónunnar og gildir það jafnt um fyrirtæki og einstaklinga.
Eitthvað atvinnuleysi mun verða í haust, en þó ekki jafnmikið og spáð var, þar sem gróska í útflutningsatvinnuvegunum mun vonandi eitthvað hjálpa til og ríkið mun auka fjárfestingar sínar. Að auki eru miklar virkjunarframkvæmdir framundan vegna álversins í Helguvík auk þess sem það þarf að byggja álverið sjálft. Öfugt við verkefnið á Kárahnjúkum og í álverið í Reyðarfirði verða þessar framkvæmdir gerðar með því vinnuafli, sem er í landinu núna. Hugsanlega verður einnig fyrr ráðist í framkvæmdir á Bakka á Norðausturlandi en ráðgert var.
Þeir sem hafa fjárfest um efni fram - bankar, fyrirtæki og einstaklingar - hafa vonandi lært sína lexíu og ganga varlegar um gleðinnar dyr í framtíðinni. Skoða verður, hvort ekki þurfi að bæta eftirlit og reglur um banka- og fjármálastarfsemi í framhaldi af þessari katastrófu.
Ég á einnig von á því að um leið og hægist um verði stórar breytingar verði gerðar á Seðlabanka Íslands.
![]() |
Krónan styrktist um 4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2008 | 23:02
57% þjóðarinnar hafa ekki séð ljósið!
Lifum við kannski bara á loftinu?
Ég var að svara á blogginu og tók saman í flýti nokkrar tölur, sem ég fann á netinu. Hugsanlega eru þær ekki allar réttar en gefa samt að mínu mati nokkuð góða mynd af því, sem stóriðjan hefur gert fyrir okkur Íslendinga á undanförnum árum, en við eigum eftir að sjá á næstu árum, hvað hún mun gera fyrir okkur.
Þetta verður gott að hafa í huga, þegar fiskurinn skilar okkar minna og minna með hverju árinu. Ég átta mig nefnilega á því öfugt við marga aðra að maður lifir ekki á loftinu einu saman.
Hversvegna streyma ekki annars þessi Eitthvað annað störf hingað í augnablikinu? Mér sýnist að við gætum þurft á þeim að halda á næstunni! Nú reynir á kænsku og hugkvæmni manna á borð við Andra Snæ og félaga. Þeir gætu t.d. byrjað á að finna 240 störf fyrir þetta fólk, sem missti vinnuna í dag. Bíddu nú aðeins við voru þetta ekki einmitt umhverfisvæn Eitthvað annað störf, sem voru að tapast? Heyrði ekki af neinum uppsögnum í álverum í dag.
Síðan missa einhver þúsund vinnuna í haust, þegar byggingabólan springur endanlega. Ég bíð spenntur og 57% þjóðarinnar hafa auðsjáanlega trú á Draumalandi Andra og félaga. Nú er best að dusta rykið af þeim hugmyndum, sem birtust víða á prenti í fyrra og Andri Snær skrifaði heila bók um. Vel á minnst, hafi þjóðin verið hrædd og án sjálfstrausts í fyrra, hvernig er þá fyrir henni komið í dag. Andri: Nú er að hvetja fólk til dáða ... Nei, fram þjáðir menn í þúsund löndum.
Ég trúi líka á Eitthvað annað störf , en leyfi mér að hafa einn hjáguð- álið! Það er bannað hjá þessu fólki, á þeim bænum snýst þetta nefnilega um pólitískan rétttrúnað!
Mér fróðari menn sögðu að reikna mætti 1,5-2,0 störf á hvert starf í álframleiðslu hér á landi. Í Bandaríkjunum benda rannsóknir hinsvegar til þess að 2,5 störf komi á hvert starf í áli. Ég vil vera sanngjarn og vel því lægsta stuðulinn 1,5.
Hafnarfjörður - Rio Tinto Alcan
Hjá Rio Tinto Alcan starfa um 500 starfsmenn. Ef álverið hefði verið stækkað hefðu 300 starfsmenn bæst við. Þeir iðnaðarmenn, sem kusu á móti álverinu eiga eftir að sjá eftir þeim störfum í haust, þegar þeir verða atvinnulausir.
Af þeim 300 starfsmönnum, sem nú vinna fyrir félagið eru u.þ.b.:
- 70 Stjórnendur og millistjórnendur, nær allir háskólamenntaðir
- 120 iðnaðarmenn
- 200 ófaglærðir
- 150 sumarstarfsmenn
Ég á von á skiptingin sé svipuð í flestum stóriðjuverum.
- Alls störf: 500
- Afleidd störf: 750
Vesturland Íslenska járnblendifélagið
Hjá Járnblendifélaginu starfa um 110 starfsmenn.
- Alls störf; 110
- Afleidd störf: 165
Vesturland Norðurál Century Aluminum
Eftir stækkun álversins starfa þar um 320 manns. Af þessum störfum komu um 130 til vegna stækkunarinnar nú nýlega.
- Alls störf: 320
- Afleidd störf: 480
Austfirðir Reiðarál ALCOA
Áætlað er að starfsmenn verði um 450 í nýja álverinu fyrir austan. Áætluð eru 154 ársverk til viðbótar fyrir 2012.
- Alls störf: 600
- Afleidd störf: 900
- Alls störf: 450
- Afleidd störf: 675
Þegar álverið verður komið í fulla stærð árið 2015 munu þar starfa 400 starfsmenn.
- Alls störf: 400
- Afleidd störf: 600
Norðausturland Bakki ALCOA
Kemur að öllum líkindum til með að skapa 400 ný störf.
- Alls störf: 400
- Afleidd störf: 600
Þetta eru alls a.m.k. um 7000 störf, sem öll eru mjög vel borguð.
Meðallaun í álverinu í Hafnarfirði voru árið 2006 um 500.000 kr og eru líklega nær 600.000 í dag.
Þannig að útreikningurinn eru einfaldur: 7 milljónir x 7000 störf = 49 milljarðar kr.
Samkvæmt útreikningum Kaupþings mun útflutningur á áli á næsta ári skila 180 miljörðum í útflutningingstekjur. Af þessum tekjum verða um 40-45% eftir í landinu. Þetta eru u.þ.b. 80 milljarðar króna.
Auðvitað er fullkomlega óábyrgt að slumpa á þetta svona og auðvitað er hugsanlega um eitthvað lægri tölur að ræða, því allir eru ekki svo heppnir að fá vinnu í álverinu og verða að láta sér nægja afleiddu störfin, sem eru flest ekki jafnvel borguð.
Auðvitað vitum við ekki heldur nákvæmlega hvað verður mikið eftir: 30-40-50% af útflutningstekjunum? Þetta eru hins vegar svipaðar reiknikúnstir og ég er að sjá hjá andstæðingum stóriðju. Ljóst er þó að um gífurlega háar upphæðir er að ræða og það er það, sem mér sárnar - þ.e.a.s. hræsnin, lygin og múgæsingin, sem einkennir alla umræðu um þessi mál. Þetta jaðrar við loddaraskap.
Hvað haldið þið að þurfi margir ferðamenn að koma til landsins til að skilja eftir 180 milljarða króna eða þá 80 milljarða, sem verða eftir í landinu?
Hvað haldið þið að þurfi mörg netþjónabú til að skilja svona mikið af peningum, eða fjallagrasatínslu eða önnur gæluverkefni vinstri manna?
Við ættum kannski að athuga, hver fjöldi sjómanna er, þegar kvótinn hefur nú verið skorinn niður um 100.000 tonn og hverjar meðaltekjur þeirra eru?
Hefur fólk í fiskvinnslustöðum 500-550.000 kr á mánuði? Hefur fólk á Eddu-hótelum þessi laun? Hefur fólk í Eitthvað annað störfum þessi laun?
Þessara spurninga ættu 57% þjóðarinnar að spyrja sig í kvöld og þó aðallega í haust, þegar kreppa mun að.
Hverjar ætli niðurstöðurnar verði í október eða nóvember, það verður fróðlegt að sjá.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.6.2008 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.6.2008 | 22:12
Allir vilja frið í Mið-Austurlöndum
Það væri óskandi að friður kæmist á í Mið-Austurlöndum og hann verður aðeins tryggður með stofnun sjálfstæðs ríkis í Palestínu.
Hitt atriðið, sem verður að tryggja, er fullt öruggi fyrir Ísrael og þegna þess, en að öðrum kosti getum við gleymt því að nokkurn tíma komist á friður í þessum heimshluta.
![]() |
Sjálfstæði Palestínu í augsýn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2008 | 12:05
Handónýt mynt!
![]() |
Evran yfir 130 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2008 | 12:47
Þurfa að læra að hlusta ...
Ég hef varað við þessu fylgistapi flokksins í nokkuð langan tíma, en allir hafa skellt við því skollaeyrum. Ég held að ég hafi fyrst varað við þessu stefnuleysi flokksins fyrst fyrir fimm árum síðan á fundi hjá Verði og sá eini, sem tók undir hjá mér var Magnús L. Sveinsson.
Jú, við höfum stefnu, það veit ég vel, en öllum stóru markmiðunum, sem við settum okkur fyrir 20-30 árum, höfum við komið í framkvæmd. Þótt ég gleymi efalaust einhverju í þessari upptalningu vil ég samt reyna að muna stærstu stefnumálin: einkavæðing stærstu ríkisfyrirtækja, aukning frelsis fyrir einstaklinga og fyrirtækja, lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki, greiðsla erlendra skulda og hallalaus ríkissjóður.
Þetta voru allt þörf og metnaðarfull verkefni, sem allir sjálfstæðismenn studdu með ráð og dáð. Þjóðin hefur þakkað okkur þessi störf með því að kjósa okkur og gera okkur það öflug að ef Guð lofar, þá höfum við stjórnað þessu landi í samstarfi við annað gott fólk í 20 ár árið 2011.Ef þið skoðið hins vegar stefnuskrá flokksins frá síðasta landsfundi, þá eru nær allar ályktanir eitthvað á sömu leið og ég tek aðeins örfá dæmi:
Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja að allt starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja sé áfram í fremstu röð.
Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að létta álögum af viðskiptalífi og neytendum ...
Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti viðskiptalífsins og almennrar markaðsstarfsemi betur á fleiri sviðum, ekki síst á sviði menntamála og heilbrigðismála.Sjálfstæðisflokkurinn telur að aflétta eigi einkarétti ríkisins á verslun með áfengi. Eðlilegt er að hægt sé að kaupa bjór og léttvín utan sérstakra áfengisverslana, t.d. í matvöruverslunum.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að laga þurfi skekkju í starfsumhverfi iðnfyrirtækja s.s. vörugjöld af ýmsu tagi.
Það sem því miður einkennir þessar ályktanir er visst metnaðarleysi og sú tilfinning að nú sé flokkurinn eiginlega búinn að koma sínum stefnumálum í framkvæmd og að það eigi kjósa hann út á það sem hann gerði undanfarin 10-15 ár.
Þannig virka stjórnmál ekki í dag!
Það sem við þurfum er metnaðarfull ný stefnumál, sem miðast við áherslur dagsins í dag. Mál á borð við Evrópumál, samgöngumál, umhverfismál, fjölskyldumál, jafnréttismál, atvinnumál o.s.frv. Þessi mál eigum við síðan að skilgreina á okkar hátt, sem hægri menn. Okkar afstaða til þessara mála þarf verður örugglega önnur en stefna Samfylkingar eða VG í þessum málaflokkum. Við byggjum áfram á sömu lausnum og við höfum notað undanfarin 15-20 ár við gerð nýrra ályktana. Lítum t.d. á ályktun flokksins um samgöngumál:
Slæmar almenningssamgöngur skila sér í of miklu álagi á götur í þéttbýli með tilheyrandi viðhaldskostnaði, auk neikvæðra áhrifa á umhverfið og lífsgæði íbúanna almennt. Skoðaðar verði leiðir til að efla almenningssamgöngur í samstarfi við sveitarfélögin, svo sem með akreinum fyrir forgangsumferð. Einnig verði leitað leiða til að efla einkaframtak á sviði almenningssamgangna í þéttbýli og kannað hvort unnt sé að gera rekstur þeirra samkeppnishæfari en nú er.
Þarna er ekkert nýtt að sjá, þrátt fyrir að ljóst hafi verið um langt skeið að við verðum að endurskipuleggja allar okkur samgöngur. Bíllinn er auðvitað ekki að renna sitt endaskeið, en hann mun klárlega ekki hafa sömu stöðu í framtíðinni og hann hefur nú, þ.e.a.s. að vera aðalsamgöngutæki almenning til vinnu o.s.frv. Ég veit ekki hver lausnin er, en mér finnst við ættum að hugsa stórt í þessum málum og koma með metnaðarfullar hugmyndir fyrir næstu framtíðarkynslóðir.
Ég man að þegar ég byrjaði mitt söngnám í Berlín árið 1986, þá dáðist ég að samgöngukerfi borgarinnar: neðanjarðarlestunum, sporvögnunum og strætisvögnunum. Þetta kerfi var svo vel skipulagt að maður notaði bílinn einungis 1-2svar í viku til stórinnkaupa og svo til að fara í bíltúra út í náttúruna. Almenningssamgöngur voru ekki eitthvað, sem maður hræddist og forðaðist, heldur eitthvað sem var þægilegt, hratt og ódýrt.
Lestarsamgöngur byrjuðu um 1830 í Englandi og neðanjarðarlestar byrjuðu einnig í Englandi um 1860 í London. Þær urðu þó fyrst nothæfar eftir að Werner von Siemens kynnti rafmagnslestar árið 1880 í Berlín. Síðan eru einnig til sporvagnar, sem einnig ganga fyrir rafmagni. Það er ótrúlegt hversu fáir hafa tekið undir hugmyndir Gísla Marteins um að skoða lestarsamgöngur, sem raunhæfan möguleika í samgöngum. Þegar við skoðum reynslu annarra þjóða af lestarsamgöngum, þá er hún mjög góð og einmitt núna á tímum hærra olíuverðs upplifa hálfgerða endurfæðingu.
Flestar þjóðir heimsins byrjuðu að byggja upp sín lestarkerfi upp úr aldamótunum og því hafa þær gífurlegt forskot. Þegar við skoðum uppbyggingu slíkra kerfa í borg eða úti á landi er ekki hægt að horfa til 10-20 ára, heldur verðum við að horft 30-100 ár fram í tímann.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)